Mynd um Megas frumsýnd Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2024 07:00 Megas og Spessi. Afsakiði meðanað ég æli er marglaga. Hún fjallar á yfirborðinu um æfingar fyrir tónleika en þá er Megas að jafna sig eftir heilablóðfall. Lögin eru svo leiðir inn í líf hans. spessi Önnur heimildamynd ljósmyndarans Spessa, Afsakiði meðanað ég æli – heimildamynd um Megas, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 14. mars, á fimmtudaginn, og kvikmyndagerðarmaðurinn er frekar stressaður. Spessi veit að hann er með sprengiefni í höndunum. Myndin er um Megas og var hún tilbúin áður en Megasarmál komust í hámæli og hinum aldna listamanni slaufað, ekki í fyrsta skipti. „Það er þannig að ég hef þekkt Megas alveg frá því í gamla daga. Ég myndaði hann þegar ég var á Pressunni, hef myndað hann annað veifið fyrir plötuumslög og fleira,“ segir Spessi. Hvernig ætlarðu að flytja lögin? Vísir spurði hvernig honum hafi dottið í hug að gera heimildamynd um þennan stórsnilling sem nú má helst ekki nefna á nafn. Eða hvað? „Já. Svo frétti ég að hann væri á Grensás í endurhæfingu eftir heilablóðfall. Ég fór og heimsótti hann. Við settumst niður og var að segja mér að hann hafi ákveðið að halda tónleika í mars 2019. Þetta var sem sagt í janúar eða febrúar. Við sitjum þarna inni á herbergi hjá honum, hann er að segja mér frá þessum tónleikum sem verði í Hörpu.“ Spessi spurði Megas hvernig í ósköpunum hann ætlaði að koma fram? Og Megas svaraði því til að hann myndi sennilega fá að sitja þarna á stól. Og Spessi fór á flug. Hvort það væri ekki hægt að festa hann við stól, og míkrófón-statíf við hann og svo héngi hann í loftinu. Rokk og ról. „Og þegar ég er að ræða þetta við hann kemur þessi mynd upp í hugann á mér, nákvæmlega hvernig hún á að vera. Og ég spyr Megas: Á ég ekki bara að gera heimildamynd sem endar á því að þú syngur Tvær stjörnur og svo köllum við myndina Síðasti dansinn. The Last Waltz. Og hann samþykkti það þar og þá að ég myndi gera þetta.“ Mennirnir á bak við myndina. Spessi og Jón Karl Helgason. Þeir áttu ekki krónu með gati og voru búnir að eyða sjö milljónum án þess að hafa hugmynd um hvernig þeir ætluðu að borga það.spessi Spessi fer af fundi þeirra gömlu félaga með þetta, er býsna kátur en svo kemur bakslagið. „Vá. Ég er allt í einu kominn með Megas í fangið. Eitt stærsta tónskáld landsins. Ég er sjokkeraður yfir þessu. Það hafa svo margir skoðanir á Megasi. Ég fór til Jóns Karls kvikmyndgerðarmanns og spyr hann hvort hann sé til í að framleiða þetta og koma með mér í þetta.“ Allskyns sögur dregnar fram Jón Karl var til og Spessi sá skyndilega til sólar á ný. Hálf leið þá hafin er og Jón Karl enginn aukvisi. En björninn var fráleitt unninn. „Æfingarnar áttu að hefjast eftir tíu daga og við ekki með neina peninga. Jón Karl talaði við kollega sína, það yrðu að vera fjórar til fimm kamerur og gott hljóð. Ók. Svo reddar hann vinum sínum til að koma á kamerur og allir voru ráðnir með það fyrir augum að það væri ekki víst að þeir fengju borgað. Við vorum bara með Zoom-upptökutæki á fyrstu æfingunni. Svo talaði Jón Karl við Svenna í Sýrlandi og sagði honum hvað ég væri að fara að gera. Ég sagði að það væru engir peningar til en hann sagði bara: Við verðum að gera þetta!“ Og það varð ofan á. Allar æfingarnar voru teknar upp á „multitrack“ og tónleikarnir líka. „Við vorum búnir að eyða sjö milljónum án þess að eiga krónu. En þetta gerðist af því að öllum leyst vel á þessa hugmynd. Að láta myndina gerast á þessum tuttugu dögum og lögin sem æfð eru gluggi inn í fortíðina. Ekki í réttri röð en þú færð mynd af ævi Megasar í gegnum lögin.“ Megas og Davíð Þór hljómborðsleikari fara yfir Tvær stjörnur.spessi Myndin er í svart/hvítu, fjöldi viðmælenda kemur við sögu og allt er undir. Sögur sagðar bæði af Megasi sjálfum og fleirum sem hafa orðið á vegi hans um dagana. Jóhann Páll Valdimarsson, sem gaf út barnaplötu Megasar Nú er ég klæddur og kominn á ról segir til að mynda af skrautlegu útgáfuteitinu; þegar þeir stigu dans á nýjum BMW hótelstjórans og eyðilögðu. Páll Baldvin bætir þar í, þegar Garðar Cortes og fleiri úr óperuheiminum komu til að gá að Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og komu að Megasi sprauta sig. Og þau að vinna að barnaplötu. Og þannig má lengi telja. Myndin er veisla. „Hann hefur verið umdeildur frá fyrstu plötu sem var bönnuð,“ segir Spessi. Ásakanir setja strik í reikninginn En svo gerist það 2021 að viðtal birtist í Stundinni við konu sem sakar Megas um að hafa við annan mann brotið á sér kynferðisleglega. Síðan hefur vart mátt nefna Megas á nafn og komu til að mynda fram mótmæli við því að hann væri hafður á heiðurslaunum listamanna. Alþingi var í standandi vandræðum vegna málsins. „Þá vorum við búnir að taka myndina. Hún var svo gott sem tilbúin, búið að taka öll viðtöl. Það gerist tveimur árum eftir að við fórum af stað. Jú, þetta setti strik í reikninginn, maður fann það á umræðu í þjóðfélaginu. Drengurinn var kanseleraður og óþægilegt að sitja uppi með það og geta ekkert varið sig. Mjög óþægilegt. Það er bara verið að klippa hana.“ Spessi segir Megas býsna brattan á elliheimilinu þó ekki hafi hann enn jafnað sig eftir heilablóðfallið.spessi Enginn sem var í myndinni var hins vegar með vesen og ekki þurfti að breyta neinu en myndin er styrkt af Kvikmyndasjóði. „Ég hef fengið þá spurningu hvort ég „addressi“ þetta mál í myndinni en það var ekkert inni í handritinu. Ég get ekki unnið eftir einhverju óljósu handriti. Þetta er niðurneglt. Myndin byrjar á endanum. Byrjar inni í Hörpunni. Hún gerist á tuttugu dögum.“ En hvernig hefur Megas það núna? „Hann er bara nokkuð brattur. Staddur á elliheimili. Hann á erfitt með gang. Hann missti allt jafnvægi við þetta heilabóðfall. En hann er fínn í kollinum og er stöðugt að. Er að semja tónlist og svona. Er með einhverja vini í að hjálpa sér við að setja það saman. Fingurnir vilja ekki hlýða honum.“ Fór með myndina á hátíð Kaurismaki-bræðra Þó myndin verði frumsýnd í Bíó Paradís á fimmtudaginn hefur hún verið sýnd áður. Á kvikmyndahátíð. „Síðastliðið vor kom hann Mika Kaurismaki til landsins en þá var verið að sýna mynd eftir hann í Bíó Paradís. Mér var boðið í kvöldverð með honum, eyddi svo með honum einum degi, fór með hann í stúdíóið og sagði honum af þessari mynd um Megas. Hann sagði að það væri gaman að fá hana á hátíðina sem hann og Aki bróðir hans eru með.“ Spessi frumsýndi myndina á Midnight Sun-kvikmyndahátíðinni og tóku Finnarnir honum vel. Spessi sendi svokallað fráklipp af myndinni á inntökunefnd sem samþykkti myndina. Þá var ekki um neitt að ræða annað en klára myndina. „Hún var sýnd á ensku. Ég fékk John Grant til að þýða söngtextana. Enginn sem treysti sér til að þýða söngtextana en þá talaði ég við John Grant. Megas er snillingur í hans augum, og hann sagði: Ég er bara „starstruck“. Hann var til í að kljást við þetta.“ Það varð úr að hann fór með John Grant að hitta Megas og þeir sátu heila helgi yfir textunum en Megas er afar gagnrýninn á hvernig þetta er þýtt. Það eru svo miklir núanasar í textum hans. „Þannig að allir textarnir eru þýddir af John Grant, flott þýðing. Ég sýndi myndina svo á Midnight Sun-kvikmyndahátíðinni í Lapplandi og Mika tók Q&A við mig, sem var mikill heiður fyrir mig og myndina.“ Stígur stundum á sprengju Spessi hefur mörg orð um hversu mikið ævintýri þessi kvikmyndahátíð er, hversu svöl hún er og en þar hafa margir meistarar í kvikmyndasögunni komið við sögu. En það er efni í annað viðtal. Myndin Afsakiði meðanað ég æli er býsna mögnuð mynd sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Viðtöl Spessa við Megas eru eftirtektarverð eins og þetta brot má vera til marks um: „Eins og þegar þú skrifar Litla sæta stráka, hugsarðu aldrei afleiðingarnar? „Nei, maður hefur margt annað að hugsa en afleiðingar. Ég meina, ég er ekki að hvetja til anarkískrar uppreisnar eða byltingar. Ég er ekki að skrifa neitt sem ætti að stuða ríkisvaldið neitt. Ég er ekki að skrifa neina undirstöðu kollvörpunar. En þú tiplar nú gjarnan á jarðsprengjusvæði og annað slagið stígur þú á sprengju? „Jújú, vissulega. En ég hef aldrei komist svo langt inn að það sé ekki frekar stutt út aftur.“ Já, það er spurning. Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Spessi veit að hann er með sprengiefni í höndunum. Myndin er um Megas og var hún tilbúin áður en Megasarmál komust í hámæli og hinum aldna listamanni slaufað, ekki í fyrsta skipti. „Það er þannig að ég hef þekkt Megas alveg frá því í gamla daga. Ég myndaði hann þegar ég var á Pressunni, hef myndað hann annað veifið fyrir plötuumslög og fleira,“ segir Spessi. Hvernig ætlarðu að flytja lögin? Vísir spurði hvernig honum hafi dottið í hug að gera heimildamynd um þennan stórsnilling sem nú má helst ekki nefna á nafn. Eða hvað? „Já. Svo frétti ég að hann væri á Grensás í endurhæfingu eftir heilablóðfall. Ég fór og heimsótti hann. Við settumst niður og var að segja mér að hann hafi ákveðið að halda tónleika í mars 2019. Þetta var sem sagt í janúar eða febrúar. Við sitjum þarna inni á herbergi hjá honum, hann er að segja mér frá þessum tónleikum sem verði í Hörpu.“ Spessi spurði Megas hvernig í ósköpunum hann ætlaði að koma fram? Og Megas svaraði því til að hann myndi sennilega fá að sitja þarna á stól. Og Spessi fór á flug. Hvort það væri ekki hægt að festa hann við stól, og míkrófón-statíf við hann og svo héngi hann í loftinu. Rokk og ról. „Og þegar ég er að ræða þetta við hann kemur þessi mynd upp í hugann á mér, nákvæmlega hvernig hún á að vera. Og ég spyr Megas: Á ég ekki bara að gera heimildamynd sem endar á því að þú syngur Tvær stjörnur og svo köllum við myndina Síðasti dansinn. The Last Waltz. Og hann samþykkti það þar og þá að ég myndi gera þetta.“ Mennirnir á bak við myndina. Spessi og Jón Karl Helgason. Þeir áttu ekki krónu með gati og voru búnir að eyða sjö milljónum án þess að hafa hugmynd um hvernig þeir ætluðu að borga það.spessi Spessi fer af fundi þeirra gömlu félaga með þetta, er býsna kátur en svo kemur bakslagið. „Vá. Ég er allt í einu kominn með Megas í fangið. Eitt stærsta tónskáld landsins. Ég er sjokkeraður yfir þessu. Það hafa svo margir skoðanir á Megasi. Ég fór til Jóns Karls kvikmyndgerðarmanns og spyr hann hvort hann sé til í að framleiða þetta og koma með mér í þetta.“ Allskyns sögur dregnar fram Jón Karl var til og Spessi sá skyndilega til sólar á ný. Hálf leið þá hafin er og Jón Karl enginn aukvisi. En björninn var fráleitt unninn. „Æfingarnar áttu að hefjast eftir tíu daga og við ekki með neina peninga. Jón Karl talaði við kollega sína, það yrðu að vera fjórar til fimm kamerur og gott hljóð. Ók. Svo reddar hann vinum sínum til að koma á kamerur og allir voru ráðnir með það fyrir augum að það væri ekki víst að þeir fengju borgað. Við vorum bara með Zoom-upptökutæki á fyrstu æfingunni. Svo talaði Jón Karl við Svenna í Sýrlandi og sagði honum hvað ég væri að fara að gera. Ég sagði að það væru engir peningar til en hann sagði bara: Við verðum að gera þetta!“ Og það varð ofan á. Allar æfingarnar voru teknar upp á „multitrack“ og tónleikarnir líka. „Við vorum búnir að eyða sjö milljónum án þess að eiga krónu. En þetta gerðist af því að öllum leyst vel á þessa hugmynd. Að láta myndina gerast á þessum tuttugu dögum og lögin sem æfð eru gluggi inn í fortíðina. Ekki í réttri röð en þú færð mynd af ævi Megasar í gegnum lögin.“ Megas og Davíð Þór hljómborðsleikari fara yfir Tvær stjörnur.spessi Myndin er í svart/hvítu, fjöldi viðmælenda kemur við sögu og allt er undir. Sögur sagðar bæði af Megasi sjálfum og fleirum sem hafa orðið á vegi hans um dagana. Jóhann Páll Valdimarsson, sem gaf út barnaplötu Megasar Nú er ég klæddur og kominn á ról segir til að mynda af skrautlegu útgáfuteitinu; þegar þeir stigu dans á nýjum BMW hótelstjórans og eyðilögðu. Páll Baldvin bætir þar í, þegar Garðar Cortes og fleiri úr óperuheiminum komu til að gá að Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og komu að Megasi sprauta sig. Og þau að vinna að barnaplötu. Og þannig má lengi telja. Myndin er veisla. „Hann hefur verið umdeildur frá fyrstu plötu sem var bönnuð,“ segir Spessi. Ásakanir setja strik í reikninginn En svo gerist það 2021 að viðtal birtist í Stundinni við konu sem sakar Megas um að hafa við annan mann brotið á sér kynferðisleglega. Síðan hefur vart mátt nefna Megas á nafn og komu til að mynda fram mótmæli við því að hann væri hafður á heiðurslaunum listamanna. Alþingi var í standandi vandræðum vegna málsins. „Þá vorum við búnir að taka myndina. Hún var svo gott sem tilbúin, búið að taka öll viðtöl. Það gerist tveimur árum eftir að við fórum af stað. Jú, þetta setti strik í reikninginn, maður fann það á umræðu í þjóðfélaginu. Drengurinn var kanseleraður og óþægilegt að sitja uppi með það og geta ekkert varið sig. Mjög óþægilegt. Það er bara verið að klippa hana.“ Spessi segir Megas býsna brattan á elliheimilinu þó ekki hafi hann enn jafnað sig eftir heilablóðfallið.spessi Enginn sem var í myndinni var hins vegar með vesen og ekki þurfti að breyta neinu en myndin er styrkt af Kvikmyndasjóði. „Ég hef fengið þá spurningu hvort ég „addressi“ þetta mál í myndinni en það var ekkert inni í handritinu. Ég get ekki unnið eftir einhverju óljósu handriti. Þetta er niðurneglt. Myndin byrjar á endanum. Byrjar inni í Hörpunni. Hún gerist á tuttugu dögum.“ En hvernig hefur Megas það núna? „Hann er bara nokkuð brattur. Staddur á elliheimili. Hann á erfitt með gang. Hann missti allt jafnvægi við þetta heilabóðfall. En hann er fínn í kollinum og er stöðugt að. Er að semja tónlist og svona. Er með einhverja vini í að hjálpa sér við að setja það saman. Fingurnir vilja ekki hlýða honum.“ Fór með myndina á hátíð Kaurismaki-bræðra Þó myndin verði frumsýnd í Bíó Paradís á fimmtudaginn hefur hún verið sýnd áður. Á kvikmyndahátíð. „Síðastliðið vor kom hann Mika Kaurismaki til landsins en þá var verið að sýna mynd eftir hann í Bíó Paradís. Mér var boðið í kvöldverð með honum, eyddi svo með honum einum degi, fór með hann í stúdíóið og sagði honum af þessari mynd um Megas. Hann sagði að það væri gaman að fá hana á hátíðina sem hann og Aki bróðir hans eru með.“ Spessi frumsýndi myndina á Midnight Sun-kvikmyndahátíðinni og tóku Finnarnir honum vel. Spessi sendi svokallað fráklipp af myndinni á inntökunefnd sem samþykkti myndina. Þá var ekki um neitt að ræða annað en klára myndina. „Hún var sýnd á ensku. Ég fékk John Grant til að þýða söngtextana. Enginn sem treysti sér til að þýða söngtextana en þá talaði ég við John Grant. Megas er snillingur í hans augum, og hann sagði: Ég er bara „starstruck“. Hann var til í að kljást við þetta.“ Það varð úr að hann fór með John Grant að hitta Megas og þeir sátu heila helgi yfir textunum en Megas er afar gagnrýninn á hvernig þetta er þýtt. Það eru svo miklir núanasar í textum hans. „Þannig að allir textarnir eru þýddir af John Grant, flott þýðing. Ég sýndi myndina svo á Midnight Sun-kvikmyndahátíðinni í Lapplandi og Mika tók Q&A við mig, sem var mikill heiður fyrir mig og myndina.“ Stígur stundum á sprengju Spessi hefur mörg orð um hversu mikið ævintýri þessi kvikmyndahátíð er, hversu svöl hún er og en þar hafa margir meistarar í kvikmyndasögunni komið við sögu. En það er efni í annað viðtal. Myndin Afsakiði meðanað ég æli er býsna mögnuð mynd sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Viðtöl Spessa við Megas eru eftirtektarverð eins og þetta brot má vera til marks um: „Eins og þegar þú skrifar Litla sæta stráka, hugsarðu aldrei afleiðingarnar? „Nei, maður hefur margt annað að hugsa en afleiðingar. Ég meina, ég er ekki að hvetja til anarkískrar uppreisnar eða byltingar. Ég er ekki að skrifa neitt sem ætti að stuða ríkisvaldið neitt. Ég er ekki að skrifa neina undirstöðu kollvörpunar. En þú tiplar nú gjarnan á jarðsprengjusvæði og annað slagið stígur þú á sprengju? „Jújú, vissulega. En ég hef aldrei komist svo langt inn að það sé ekki frekar stutt út aftur.“ Já, það er spurning.
Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira