„Við ætlum að gera tilkall í þann stóra og fara alla leið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 21:47 Grindavík hefur unnið níu leiki í röð. vísir/Diego Grindavík hafði betur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í kvöld með þrettán stiga mun 74-87. „Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með tvö góð stig bara númer eitt, tvö og þrjú. Svolítið skrítinn leikur. Fyrri hálfleikurinn góður af okkar hálfu en Keflvíkingar hittu illa og fengu mikið af góðum skotum svo þetta voru pínu frænkurnar ef og hefði sem voru kannski með okkur í liði í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með að við klárum þetta. Þeir komu með run þarna í byrjun seinni og hvernig við klárum þetta sýnir bara hreðjar og ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Það var ekki mikið sem benti til þess eftir fyrri hálfleikinn að þetta yrði sá leikur sem raun bar vitni en Grindavík v ar mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi sannfærandi og sanngjarnt í hlé. „Keflvíkingar eru náttúrulega bara hörku góðir og þeirra plan gekk upp. Við vorum svolítið litlir í okkur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að byrja seinni hálfleikinn sterkt sem að við gerðum ekki en skítt með það, við tökum fullt af jákvæðu út úr þessu og þurftum bara þessi tvö mjög góðu stig.“ Aðspurður um hvar leikurinn hafi unnist vildi Jóhann Þór meina að heildin í Grindavíkur liðinu hefði hreinlega verið betri. „Mér fannst bara heildin okkar vera mikið betri heldur en Keflavíkurmeginn. Við vorum mikið þéttari, þetta var voðalega mikið solo eða einn á einn og Remy að reyna að búa til fyrir sjálfan sig og hina. Mér fannst liðið okkar og heildin bara betri og við kláruðum þetta þannig.“ Það var mikill hiti í leiknum og hart barist eins og við var að búast í svona nágranna slag. „Já eðlilega við því að búast. Við spiluðum við Keflavík í byrjun desember á síðasta ári þar sem að við hreinlega bara skitum í okkur og aðstæður kannski bara þannig og við vorum ekki ánægðir með það hvernig Keflavík töluðu eftir leik og það sat í okkur. Eins og sást hérna í byrjun þá þurfti ég ekki að gíra menn upp í þetta, ekki fyrir fimm aura og það sat í okkur og mér fannst við gera vel að svara fyrir það.“ Sigur Grindavíkur var sá níundi í röð í deildinni og vill Jóhann Þór meina að hans lið gæti farið alla leið þegar hann var spurður að því hversu langt þetta lið gæti náð. „Alla leið, alveg pottþétt. Við erum með mjög gott lið og það er búið að tala um það að við höfum verið að fela okkur á bakvið eitthvað en málið er að við höfum bara ekkert verið spurðir út í þetta og fyrst þú spyrð þá erum við bara með mjög gott lið en gallinn við þetta er að það eru fullt af öðrum liðum sem ætla sér það nákvæmlega sama en við ætlum okkur að gera tilkall að þeim stóra og fara alla leið í þessu.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira