Fimm prósent af þingmanni Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. mars 2024 13:30 Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun