Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. mars 2024 07:01 Það getur verið mjög íþyngjandi að mæta til vinnu alla daga en upplifa sig í einhverjum leiðindum við vinnufélaga. Miklu skiptir að leysa úr málum á jákvæðan hátt og forðast að safna í lið eða skapa kjaftagang á vinnustaðnum. Vísir/Getty Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. Eða að upplifa að einhver leiðindi liggi í loftinu. Stundum geta leiðindi nefnilega falist í því sem ekki er sagt. Hér er ekki verið að tala um deilur sem snerta vinnustaðinn sem slíkan. Heldur eitthvað sem gerir það að verkum að andrúmsloftið verður þrúandi á milli vinnufélaga af persónulegum ástæðum eða vegna þess að skoðanir eru mjög skiptar. Hvað er þá til ráða? Jú, eins og svo oft gildir boðskapurinn: Ekki gera ekki neitt. Hins vegar skiptir miklu máli að vanda sig í að finna úrlausn mála. Svo markmiðið náist um að bæta úr hlutunum. Enda erfitt að mæta til vinnu alla virka daga, jafnvel að vinna í sama rými, en þú og viðkomandi eins og frosin í framan eða jafnvel með fýlusvip. Horfist ekki einu sinni í augu eða sýnið svipbrigði unglingsins þegar annar aðilinn talar og svo framvegis. Í dag ætlum við að rýna í nokkur góð ráð, sem miðast við að deilur eða einhver leiðindi, sýnileg eða ósýnileg, liggi í loftinu. Án þess þó að tengjast vinnustaðnum sem slíkum. Hvernig getum við leyst úr málum sjálf? 1. Ekki safna í lið Það skiptir miklu máli að skapa ekki kjaftagang á vinnustað. Ef þér finnst málið snúast um þig og viðkomandi vinnufélaga, en ekki vinnustaðinn sem slíkan, er mikilvægt að vera ekki að tjá sig við aðra samstarfsfélaga. Enda hvorki rétt gagnvart þeim né umræddum einstaklingi, að þú farir að ræða málin við aðra nánast eins og til að safna í þitt eigið lið. 2. Ekki horfa undan Annað sem skiptir máli er að horfast í augu við að það sem liggur í loftinu, mun mjög líklega ekki hverfa af sjálfu sér. 3. Jákvæðni Það þarf mismikið til að eyða ágreiningi eða deilum. Stundum dugir jafnvel að vera bara jákvæð og brjóta ísinn með brosi, jákvæðum kveðjum og trúnna á að báðir aðilar vilji yfirstíga það sem kom upp. Hversu mikið eða lítið sem þarf til, skiptir öllu máli að vinna í málum með jákvæðu hugarfari. 4. Á persónulegum nótum Þá er mælt með því að leysa úr málum auglitis til auglitis. Eða í það minnsta á persónulegum nótum. Hafðu í huga að hinn aðilinn þarf jafn mikið svigrúm og þú til að skýra út sínar tilfinningar og sjónarmið. 5. Ekkert í uppnámi né heift Lykilatriði er að ræða málin alls ekki þegar við erum í uppnámi eða reið. Frekar að gefa smá andrými og setjast niður þegar báðir aðilar eru tilbúnir til að leysa úr málum með jákvæðu hugarfari, þótt umræðuefnið sé erfitt eða viðkvæmt. 6. Enginn köttur í kringum heitan graut Stundum er fólk ekki meðvitað um það hvernig þér líður. Sú staða gæti því verið uppi að þér líði eins og þú þurfir að leysa úr málum með viðkomandi, en hinn aðilinn er ekki að upplifa að neitt sé að. Þegar verið er að ræða málin, er gott að koma sér beint að efninu en vanda sig þó við að samskipti séu falleg og ekkert sagt sem er særandi. Leggðu áherslu á hreinskilni á uppbyggjandi hátt og forðastu orðfæri sem gæti verið meiðandi. 7. Það sameiginlega Áður en tekist er á við málin er líka mjög gott fyrir okkur að fara yfir það sjálf, hvað okkur finnst jákvætt við vinnusambandið sem við eigum með viðkomandi og hvað hjá ykkur tveimur tengir ykkur saman: Til dæmis í skoðunum og öðru. Það getur líka hjálpað að hefja samtalið með því að vísa í það góða. 8. Að hlusta mjög vel Þegar þú sest niður og ræðir málin skiptir jafn miklu máli að vanda sig við hlustun og að vanda sig við það sem við segjum sjálf. Reyndu að standa þig frábærlega í að hlusta á sjónarmið vinnufélagans. Óháð því hvort þú sért sammála öllu eða ekki. Þessi sjónarmið eru jafn mikilvæg og þín. 9. Engar ásakanir Áður en reynt er að leysa úr málum, er gott að segja það skýrt að þú viljir fyrst og fremst reyna að leysa úr málum með uppbyggilegum hætti. Sem þýðir að samtalið getur ekki snúist um að annar aðilinn ásaki hinn. 10. Þriðji aðilinn Stundum getur það verið of erfitt fyrir góða vinnufélaga að leysa úr málum ein og sér. Svona rétt eins og stundum gerist í parsambandi, þar sem auðveldara verður að leysa úr málum með aðstoð þriðja aðila. Ekki vanmeta að sú staða gæti verið besta leiðin í ykkar tilfelli. Spurningin er þá hver gæti verið þessi þriðji aðili, sem þó tekur afstöðu með hvorugum? Það fer alveg eftir því um hvað málið snýst, hvort þessi aðili ætti að vera yfirmaður eða mannauðsfulltrúi, eða hvort leita ætti til annarra aðila. Til dæmis vinnufélaga sem báðir aðilar treysta fullkomlega, eða einhver ráðgefandi fagaðili utanhús. Þá er gott að gefa sér tíma. Ef eitt samtal er ekki nóg, er í lagi að leyfa báðum aðilum að hugsa aðeins málin og hittast síðan aftur. Mikilvægt er að báðir séu sammála um að leysa úr málum þannig að niðurstaða verði skýr um hvað eigi að taka við. Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02 Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eða að upplifa að einhver leiðindi liggi í loftinu. Stundum geta leiðindi nefnilega falist í því sem ekki er sagt. Hér er ekki verið að tala um deilur sem snerta vinnustaðinn sem slíkan. Heldur eitthvað sem gerir það að verkum að andrúmsloftið verður þrúandi á milli vinnufélaga af persónulegum ástæðum eða vegna þess að skoðanir eru mjög skiptar. Hvað er þá til ráða? Jú, eins og svo oft gildir boðskapurinn: Ekki gera ekki neitt. Hins vegar skiptir miklu máli að vanda sig í að finna úrlausn mála. Svo markmiðið náist um að bæta úr hlutunum. Enda erfitt að mæta til vinnu alla virka daga, jafnvel að vinna í sama rými, en þú og viðkomandi eins og frosin í framan eða jafnvel með fýlusvip. Horfist ekki einu sinni í augu eða sýnið svipbrigði unglingsins þegar annar aðilinn talar og svo framvegis. Í dag ætlum við að rýna í nokkur góð ráð, sem miðast við að deilur eða einhver leiðindi, sýnileg eða ósýnileg, liggi í loftinu. Án þess þó að tengjast vinnustaðnum sem slíkum. Hvernig getum við leyst úr málum sjálf? 1. Ekki safna í lið Það skiptir miklu máli að skapa ekki kjaftagang á vinnustað. Ef þér finnst málið snúast um þig og viðkomandi vinnufélaga, en ekki vinnustaðinn sem slíkan, er mikilvægt að vera ekki að tjá sig við aðra samstarfsfélaga. Enda hvorki rétt gagnvart þeim né umræddum einstaklingi, að þú farir að ræða málin við aðra nánast eins og til að safna í þitt eigið lið. 2. Ekki horfa undan Annað sem skiptir máli er að horfast í augu við að það sem liggur í loftinu, mun mjög líklega ekki hverfa af sjálfu sér. 3. Jákvæðni Það þarf mismikið til að eyða ágreiningi eða deilum. Stundum dugir jafnvel að vera bara jákvæð og brjóta ísinn með brosi, jákvæðum kveðjum og trúnna á að báðir aðilar vilji yfirstíga það sem kom upp. Hversu mikið eða lítið sem þarf til, skiptir öllu máli að vinna í málum með jákvæðu hugarfari. 4. Á persónulegum nótum Þá er mælt með því að leysa úr málum auglitis til auglitis. Eða í það minnsta á persónulegum nótum. Hafðu í huga að hinn aðilinn þarf jafn mikið svigrúm og þú til að skýra út sínar tilfinningar og sjónarmið. 5. Ekkert í uppnámi né heift Lykilatriði er að ræða málin alls ekki þegar við erum í uppnámi eða reið. Frekar að gefa smá andrými og setjast niður þegar báðir aðilar eru tilbúnir til að leysa úr málum með jákvæðu hugarfari, þótt umræðuefnið sé erfitt eða viðkvæmt. 6. Enginn köttur í kringum heitan graut Stundum er fólk ekki meðvitað um það hvernig þér líður. Sú staða gæti því verið uppi að þér líði eins og þú þurfir að leysa úr málum með viðkomandi, en hinn aðilinn er ekki að upplifa að neitt sé að. Þegar verið er að ræða málin, er gott að koma sér beint að efninu en vanda sig þó við að samskipti séu falleg og ekkert sagt sem er særandi. Leggðu áherslu á hreinskilni á uppbyggjandi hátt og forðastu orðfæri sem gæti verið meiðandi. 7. Það sameiginlega Áður en tekist er á við málin er líka mjög gott fyrir okkur að fara yfir það sjálf, hvað okkur finnst jákvætt við vinnusambandið sem við eigum með viðkomandi og hvað hjá ykkur tveimur tengir ykkur saman: Til dæmis í skoðunum og öðru. Það getur líka hjálpað að hefja samtalið með því að vísa í það góða. 8. Að hlusta mjög vel Þegar þú sest niður og ræðir málin skiptir jafn miklu máli að vanda sig við hlustun og að vanda sig við það sem við segjum sjálf. Reyndu að standa þig frábærlega í að hlusta á sjónarmið vinnufélagans. Óháð því hvort þú sért sammála öllu eða ekki. Þessi sjónarmið eru jafn mikilvæg og þín. 9. Engar ásakanir Áður en reynt er að leysa úr málum, er gott að segja það skýrt að þú viljir fyrst og fremst reyna að leysa úr málum með uppbyggilegum hætti. Sem þýðir að samtalið getur ekki snúist um að annar aðilinn ásaki hinn. 10. Þriðji aðilinn Stundum getur það verið of erfitt fyrir góða vinnufélaga að leysa úr málum ein og sér. Svona rétt eins og stundum gerist í parsambandi, þar sem auðveldara verður að leysa úr málum með aðstoð þriðja aðila. Ekki vanmeta að sú staða gæti verið besta leiðin í ykkar tilfelli. Spurningin er þá hver gæti verið þessi þriðji aðili, sem þó tekur afstöðu með hvorugum? Það fer alveg eftir því um hvað málið snýst, hvort þessi aðili ætti að vera yfirmaður eða mannauðsfulltrúi, eða hvort leita ætti til annarra aðila. Til dæmis vinnufélaga sem báðir aðilar treysta fullkomlega, eða einhver ráðgefandi fagaðili utanhús. Þá er gott að gefa sér tíma. Ef eitt samtal er ekki nóg, er í lagi að leyfa báðum aðilum að hugsa aðeins málin og hittast síðan aftur. Mikilvægt er að báðir séu sammála um að leysa úr málum þannig að niðurstaða verði skýr um hvað eigi að taka við.
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02 Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01
Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00
Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. 2. febrúar 2024 07:02
Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01
Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00