„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 12:15 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vísir/Arnar Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa. Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Grein eftir tuttugu og sex oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum um allt land birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem þeir gagnrýna Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Heimir Már Pétursson ræddi við Heiðu Björgu í morgun fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta er óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðisólki sem hefur tekið þátt í þessari ákvörðun af öllum stigum málsins. En ég held að þessi ágreiningur sé frekar hugmyndafræðilegur heldur en verklegur, þar sem þetta hefur verið samþykkt samhljóða. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar innan sambandsins hafa verið teknar af Sjálfstæðisflokknum og öðrum sem hafa setið í stjórn þar,“ segir Heiða. Það sé þannig ekki endilega víst hvort sveitarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í meirihluta innleiði gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem eru meðal annars forsendur þeirra kjarsamaninga sem skrifað hefur verið undir að undanförnu. Heiða vonar þó að sátt náist. „En ég sé ekki annað en að fólk geti nú sammælst um einhverja leið til þess að þurfa ekki að rukka grunnskólabörn um máltíðir sem þau fá í skólanum sínum. Ég held að við höfum tekist á við stærri og flóknari úrlausnarefni en það,“ segir Heiða. „Það væri auðvitað mjög slæmt ef þetta hefði neikvæð áhrif á þróun sáttar á vinnumarkaði. Við sáum að VR skrifaði undir í nótt og þetta var ein af meginkröfum þeirra. Þannig að ég vona að svo verði ekki, að fólk sjái heildarhagsmunina og þetta sem úrlausnarefni, lítið púsl í stórri mynd.“ Sannarlega enginn einhugur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og ein þeirra sem skrifar undir greinina segir bæinn munu standa við gjaldfrjálsar skólamáltíðir en útfærsla liggi ekki fyrir. Gagnrýni Sjálfstæðismanna komi því máli raunar ekki beint við, óánægjan lúti að því að forysta sambandsins hafi haldið því fram að fullkomin sátt ríkti. „Það er ekki rétt því að á þessum fundum kom fram mjög skýr andstaða við aðferðafræðina og hvernig þessu væri stillt upp. Sveitastjórnarfólki, sama hvað því finnst um gjaldfrjálsar skólamáltíðir eða annað... hvernig þeim er stillt upp í samningagerð og að það skuli hvergi koma fram að það hafi sannarlega ekki ríkt einhugur um þetta. Það eru menn ósáttir við,“ segir Rósa.
Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Grunnskólar Tengdar fréttir „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent