Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 19:33 Myndin birtist í fjölmiðlum um allan heim en hefur nú verið afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að henni hefur verið breytt. Vilhjálmur Bretaprins Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. Þetta segir Phil Chetwynd, fréttastjóri AFP, í samtali við útvarpsþáttinn Media Show á BBC 4. Nú er hirð hjónanna ekki lengur flokkuð sem „trusted source“ og verða því allar ljósmyndir sem koma úr þeirra herbúðum í framtíðinni skoðaðar ítarlega áður en þær eru birtar hjá fréttaveitunni. Chetwynd segir myndbirtinguna hafa skapað mikið vesen fyrir fréttaveituna. Hún hefði, að hans sögn, aldrei átt að birta myndina þar sem myndin var í trássi við ritstjórnarreglur. Katrín hefur beðist afsökunar á „ruglingnum“ sem myndin olli og sagðist í yfirlýsingu hafa átt við myndina sjálf, eins og margir áhugaljósmyndarar. Kensington höll, hirð Katrínar og Vilhjálms, hefur ekki bætt neinu við yfirlýsingu Katrínar en neitað að birta upprunalegu myndina, sem Vilhjálmur er sagður hafa tekið á þessu ári. Myndin birtist í fjölmiðlum út um allan heim á sunnudag. Myndin var afturkölluð af myundaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og gáfu út svokallað „kill notice“ skömmu eftir að hún fór í dreifingu. Chetwynd segir að tilkynning hafi verið send öllum innan AFP um að Kensington væri ekki hægt að treysta lengur og að skoða þurfi vel allar myndir sem sendar eru inn til veitunnar. Það sé þá nokkuð óalgengt að gefin sé út svokölluð „kill notice“. „Að drepa eitthvað vegna þess að átt hefur verið við það er mjög óalgengt. Við gerum það kannski einu sinni á ári, sjaldnar vona ég. Þau skipti sem það hefur verið gert er vegna mynda sem borist hafa frá ríkisútvarpi Norður-Kóreu eða ríkisútvarpi Íran.“ Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Ljósmyndun Tengdar fréttir Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þetta segir Phil Chetwynd, fréttastjóri AFP, í samtali við útvarpsþáttinn Media Show á BBC 4. Nú er hirð hjónanna ekki lengur flokkuð sem „trusted source“ og verða því allar ljósmyndir sem koma úr þeirra herbúðum í framtíðinni skoðaðar ítarlega áður en þær eru birtar hjá fréttaveitunni. Chetwynd segir myndbirtinguna hafa skapað mikið vesen fyrir fréttaveituna. Hún hefði, að hans sögn, aldrei átt að birta myndina þar sem myndin var í trássi við ritstjórnarreglur. Katrín hefur beðist afsökunar á „ruglingnum“ sem myndin olli og sagðist í yfirlýsingu hafa átt við myndina sjálf, eins og margir áhugaljósmyndarar. Kensington höll, hirð Katrínar og Vilhjálms, hefur ekki bætt neinu við yfirlýsingu Katrínar en neitað að birta upprunalegu myndina, sem Vilhjálmur er sagður hafa tekið á þessu ári. Myndin birtist í fjölmiðlum út um allan heim á sunnudag. Myndin var afturkölluð af myundaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og gáfu út svokallað „kill notice“ skömmu eftir að hún fór í dreifingu. Chetwynd segir að tilkynning hafi verið send öllum innan AFP um að Kensington væri ekki hægt að treysta lengur og að skoða þurfi vel allar myndir sem sendar eru inn til veitunnar. Það sé þá nokkuð óalgengt að gefin sé út svokölluð „kill notice“. „Að drepa eitthvað vegna þess að átt hefur verið við það er mjög óalgengt. Við gerum það kannski einu sinni á ári, sjaldnar vona ég. Þau skipti sem það hefur verið gert er vegna mynda sem borist hafa frá ríkisútvarpi Norður-Kóreu eða ríkisútvarpi Íran.“
Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Ljósmyndun Tengdar fréttir Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55
Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34
Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58