„Ekki jákvætt fyrir Keflavík ef hann ætlar að láta einhvern pjakk æsa sig upp“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 14. mars 2024 21:39 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Það varð formlega ljóst í kvöld að Breiðablik á ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Subway-deild karla þegar liðið tapaði gegn Keflavík. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eftir og með verri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem sitja í síðasta örugga sætinu. Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira