Mýs éta lifandi fugla á afskekktri eyju Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 09:47 Mús sést hér éta hausinn á lifandi albatross á Marioneyju. Mýsnar voru fluttar til eyjunnar af sjómönnum fyrir um tvö hundruð árum og hafa fjölgað sér gífurlega mikið síðan þá. AP/Stefan og Janine Schoombie Frá því mýs voru fyrst fluttar til Marioneyju, sem liggur mitt milli Suður-Afríku og Suðurskautsins, hafa þær fjölgað sér gífurlega. Breytt veðurfar og hlýindi hafa aukið á fjölgun músa og er ástandið á eyjunni orðið verulega slæmt. Svo slæmt er ástandið að mýsnar eru byrjaðar að éta lifandi fugla, en margar tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru því viðkvæmir fyrir ágangi músanna. Mýsnar eru taldar ógna viðkvæmu lífríki eyjunnar. Vísindamenn stefna nú að því að reyna að þurrka mýsnar út í einu lagi, með því að dreifa hundruð tonna af nagdýraeitri um gervalla eyjuna, sem er um 297 ferkílómetrar. Í samtali við AP fréttaveituna segja þau að ef ein þunguð mús lifir af, þá hafi allt verkefnið verið tilgangslaust. Takist útrýminginn væri um umfangsmestu meindýraeyðingu heimsins að ræða. Nærri því þrjátíu tegundir sjávarfugla verpa á eyjunni einstöku en selaveiðimenn fluttu fyrstu rándýrin þangað, mýsnar, snemma á nítjándu öld. Undanfarna áratugi hefur fjöldi músa á eyjunni margfaldast. Enda geta mýs gotið fjórum til fimm sinnum á ári og eignast sjö til átta afkvæmi í hvert sinn. Áætlað er að minnst milljón músa séu nú á eyjunni og eru þær farnar að ganga verulega á lífríkið. Meðal annars með því að éta unga í hreiðrum og fullorðna fugla á eggjum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar er einnig rætt við Dr. Anton Wolfaardt sem leiðir umrætt verkefni. Fyrst bárust fregnir af mús éta fugl árið 2003 og síðan þá hefur slíkum tilkynningum fjölgað verulega. Stundum eru margar mýs sagðar narta í einn fugl í einu. Vísindamenn áætla að verði ekkert gert sé mögulegt að nítján fuglategundir muni þurrkast út á næstu hundrað árum. Til að gera út af við mýsnar vonast vísindamenn til að nota fjórar til sex þyrlur til að dreifa um 550 tonnum af nagdýraeitri um eyjuna alla. Flugmennirnir munu fá nákvæmar flugleiðir svo eitrinu sé rétt dreift en eitrið hefur verið hannað til að hafa ekki umfangsmikil áhrif á fuglana eða önnur dýr á eyjunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að þurrka út mýs á Marioneyju. Það var einnig reynt á fimmta áratug síðustu aldar þegar fimm heimiliskettir voru fluttir út í eyjuna. Á áttunda áratugnum voru um tvö þúsund villikettir á eyjunni sem taldir eru hafa drepið um hálfa milljón fugla á ári hverju. Kettirnir voru þurrkaðir út með því að flytja veiru sem er köttum skæð til eyjunnar og veiða svo þá sem lifðu af. Dýr Suður-Afríka Suðurskautslandið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Svo slæmt er ástandið að mýsnar eru byrjaðar að éta lifandi fugla, en margar tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru því viðkvæmir fyrir ágangi músanna. Mýsnar eru taldar ógna viðkvæmu lífríki eyjunnar. Vísindamenn stefna nú að því að reyna að þurrka mýsnar út í einu lagi, með því að dreifa hundruð tonna af nagdýraeitri um gervalla eyjuna, sem er um 297 ferkílómetrar. Í samtali við AP fréttaveituna segja þau að ef ein þunguð mús lifir af, þá hafi allt verkefnið verið tilgangslaust. Takist útrýminginn væri um umfangsmestu meindýraeyðingu heimsins að ræða. Nærri því þrjátíu tegundir sjávarfugla verpa á eyjunni einstöku en selaveiðimenn fluttu fyrstu rándýrin þangað, mýsnar, snemma á nítjándu öld. Undanfarna áratugi hefur fjöldi músa á eyjunni margfaldast. Enda geta mýs gotið fjórum til fimm sinnum á ári og eignast sjö til átta afkvæmi í hvert sinn. Áætlað er að minnst milljón músa séu nú á eyjunni og eru þær farnar að ganga verulega á lífríkið. Meðal annars með því að éta unga í hreiðrum og fullorðna fugla á eggjum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar er einnig rætt við Dr. Anton Wolfaardt sem leiðir umrætt verkefni. Fyrst bárust fregnir af mús éta fugl árið 2003 og síðan þá hefur slíkum tilkynningum fjölgað verulega. Stundum eru margar mýs sagðar narta í einn fugl í einu. Vísindamenn áætla að verði ekkert gert sé mögulegt að nítján fuglategundir muni þurrkast út á næstu hundrað árum. Til að gera út af við mýsnar vonast vísindamenn til að nota fjórar til sex þyrlur til að dreifa um 550 tonnum af nagdýraeitri um eyjuna alla. Flugmennirnir munu fá nákvæmar flugleiðir svo eitrinu sé rétt dreift en eitrið hefur verið hannað til að hafa ekki umfangsmikil áhrif á fuglana eða önnur dýr á eyjunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að þurrka út mýs á Marioneyju. Það var einnig reynt á fimmta áratug síðustu aldar þegar fimm heimiliskettir voru fluttir út í eyjuna. Á áttunda áratugnum voru um tvö þúsund villikettir á eyjunni sem taldir eru hafa drepið um hálfa milljón fugla á ári hverju. Kettirnir voru þurrkaðir út með því að flytja veiru sem er köttum skæð til eyjunnar og veiða svo þá sem lifðu af.
Dýr Suður-Afríka Suðurskautslandið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira