Kornabörn þurfa sér sæti á ÓL: „Vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2024 14:51 Ungt barn í stúkunni á HM 2019 í fótbolta. Getty Foreldrar ungabarna kvarta yfir reglubreytingu í kringum Ólympíuleikana í París þar sem börnunum verður meinaður aðgangur nema búið sé að greiða fyrir miða í sér sæti. Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira