Fær engar slysabætur eftir að hafa ekið réttindalaus og „frosið“ á fjórhjólinu Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2024 13:34 Slysið varð á vegslóða út af Suðurstandarvegi við Grindavík í júlí 2021. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið VÍS og ferðaþjónustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri af bótakröfu ungrar konu sem lenti í slysi í fjórhjólaferð á vegslóða við Suðurstrandarveg árið 2021. Dómarinn í málinu mat konuna hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi enda hafi hún ekki verið komin með ökuréttindi þegar slysið varð. Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður. Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður.
Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira