Afbrotavarnir gegn skipulögðum glæpum Karl Steinar Valsson skrifar 19. mars 2024 11:01 Afbrotavarnir eru eitt af mikilvægustu hlutverkum sem lögreglan gegnir. Heitið afbrotavarnir er fengið úr 1. grein lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem hlutverk lögreglu eru skilgreind. Í b-lið segir svo [Hlutverk lögreglu er:] „að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.“ Með ákvæðinu er lögð sú skylda á lögreglu að draga úr hættunni á afbrotum og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag okkar, þar með talið ótta við afbrot, með því að grípa inn í til að hafa áhrif á margvíslegar orsakir þeirra. Til þess að sinna þessu hlutverki þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda og lagaheimildir, þverfaglegt samstarf við lykilaðila, menntaðan mannafla, ákvarðanatöku byggða á gögnum og aðgang að tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni. Hlaðborð afbrota Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra koma fram áhyggjur af vaxandi umfangi skipulagðrar brotastarfsemi með aukinni notkun brotahópa á stafrænni tækni. Meðal þeirra brota sem slíkir hópar geta tengst eru alvarleg ofbeldisbrot, vændi, fíkniefnabrot, fjársvik, peningaþvætti og skipulagður þjófnaður. Fíkniefnamarkaðurinn hér líkist æ meira þeim evrópska þar sem viðskipti hafa færst yfir á smáforrit og samfélagsmiðla. Daglega verður almenningur var við skipulagða net- og tölvuglæpi og hafa tilkynnt atvik til CERT-ÍS tvöfaldast frá árinu 2019. Ein alvarlegasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi er mansal þ.m.t. vinnumansal, kynlífsmansal, nauðungarhjónaband, þvinguð afbrot eða þvingað betl auk allra birtingarmynda þess að börnum sé smyglað yfir landamæri, þau misnotuð eða sæti þrælkun. Benda upplýsingar lögreglu til þess að einstaklingar hafi verið fluttir til Íslands með skipulögðum hætti til að sæta mansali og misneytingu. Skýrari lagaheimildir Með auknum umsvifum skipulagðra brotahópa gæti íslenskt samfélag þróast lengra í átt að því sem hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Íslands þar sem ofbeldisfullir brotahópar hafa náð fótfestu og skapað víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Frumvarp það um breytingar á lögreglulögum sem nú liggur fyrir Alþingi er til þess fallið hjálpa til að færa íslenska löggjöf varðandi afbrotavarnir nær norrænni löggjöf, fylgja eftir þróun stafrænnar tækni og gera lögreglu kleift að sinna afbrotavarnahlutverki sínu á skilvirkari og betri hátt. Höfundur er yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Afbrotavarnir eru eitt af mikilvægustu hlutverkum sem lögreglan gegnir. Heitið afbrotavarnir er fengið úr 1. grein lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem hlutverk lögreglu eru skilgreind. Í b-lið segir svo [Hlutverk lögreglu er:] „að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.“ Með ákvæðinu er lögð sú skylda á lögreglu að draga úr hættunni á afbrotum og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag okkar, þar með talið ótta við afbrot, með því að grípa inn í til að hafa áhrif á margvíslegar orsakir þeirra. Til þess að sinna þessu hlutverki þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda og lagaheimildir, þverfaglegt samstarf við lykilaðila, menntaðan mannafla, ákvarðanatöku byggða á gögnum og aðgang að tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni. Hlaðborð afbrota Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra koma fram áhyggjur af vaxandi umfangi skipulagðrar brotastarfsemi með aukinni notkun brotahópa á stafrænni tækni. Meðal þeirra brota sem slíkir hópar geta tengst eru alvarleg ofbeldisbrot, vændi, fíkniefnabrot, fjársvik, peningaþvætti og skipulagður þjófnaður. Fíkniefnamarkaðurinn hér líkist æ meira þeim evrópska þar sem viðskipti hafa færst yfir á smáforrit og samfélagsmiðla. Daglega verður almenningur var við skipulagða net- og tölvuglæpi og hafa tilkynnt atvik til CERT-ÍS tvöfaldast frá árinu 2019. Ein alvarlegasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi er mansal þ.m.t. vinnumansal, kynlífsmansal, nauðungarhjónaband, þvinguð afbrot eða þvingað betl auk allra birtingarmynda þess að börnum sé smyglað yfir landamæri, þau misnotuð eða sæti þrælkun. Benda upplýsingar lögreglu til þess að einstaklingar hafi verið fluttir til Íslands með skipulögðum hætti til að sæta mansali og misneytingu. Skýrari lagaheimildir Með auknum umsvifum skipulagðra brotahópa gæti íslenskt samfélag þróast lengra í átt að því sem hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Íslands þar sem ofbeldisfullir brotahópar hafa náð fótfestu og skapað víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Frumvarp það um breytingar á lögreglulögum sem nú liggur fyrir Alþingi er til þess fallið hjálpa til að færa íslenska löggjöf varðandi afbrotavarnir nær norrænni löggjöf, fylgja eftir þróun stafrænnar tækni og gera lögreglu kleift að sinna afbrotavarnahlutverki sínu á skilvirkari og betri hátt. Höfundur er yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun