Teitur: Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:31 Pétur Rúnar Birgisson í leik á móti Álftanes fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls eiga möguleika á því að verða handhafar beggja stóru titlana eftir næstu helgi en til að byrja með þurfa þeir að vinna undanúrslitaleik á móti Álftanesi í VÍS-bikarnum í Laugardalshöllinni í dag. Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Tindastóll og Álftanes mætast klukkan 17.15 en seinna í kvöld spila síðan Stjarnan og Keflavík um hitt sætið í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Tindastóll tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Pavel Ermolinskij fór í ótímabundið leyfi og nú reynir virkilega á þjálfarana Svavar Atla Birgisson og Helga Frey Margeirsson sem tóku við liðinu af Pavel. Subway Körfuboltakvöld ræddi innkomu nýju þjálfaranna eftir síðasta leik þegar Stólarnir töpuðu á móti Þór á heimavelli sínum. „Frétt vikunnar er að Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi og við óskum honum góðs bata. Vonandi sjáum við þig sem allra fyrst, vinur,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunar. Klippa: Körfuboltakvöld: Þjálfaraskiptin hjá Stólunum „Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson taka við liðinu. Staðan hefur ekki verið góð á þessu liði að undanförnu. Þetta verður rosalega erfitt fyrir þá að reyna að kveikja aðeins á þessu,“ sagði Stefán Árni. „Þegar Pavel tekur við liðinu í fyrra þá var liðið í sóðalegu formi. Þeir voru í rosalegu standi og gátu spilað þvílíkan körfubolta sem bara skein í gegn. Hann tók við ógeðslega góðu búi,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Ekki viss um að þeir séu að taka við alveg eins góðu búi „Ég er ekki viss um að Svabbi og Helgi séu að taka við alveg eins góðu búi. Það er mín tilfinning. Þetta gerist voðalega seint. Það er kominn miður mars. Hvort að sé hægt að snúa einhverju við á þessum tímapunkti? Ég er ekkert viss um það,“ sagði Teitur. „Mig grunaði það strax að þeir myndu bara hringja í Balla, fá Baldur (Þór Ragnarsson) bara beint til að klára tímabilið fyrir þá. Einn félagi minn talaði um það að Ívar Ásgríms væri kostur. Ég hugsaði strax um Viðar (Örn Hafsteinsson) en það er ekki hægt á meðan Sigtryggur Arnar (Björnsson) er meiddur,“ sagði Teitur. „Þegar Pavel kom inn í fyrra þá kemur hann sem utanaðkomandi. Þeir eru búnir að vera í kringum þetta núna og mér finnst það vera flóknara. Það er þægilegra að koma sem utanaðkomandi og reyna að breyta einhverju,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við „Af hverju hafa þessir strákar aldrei tekið við karlaliðinu? Af hverju hefur þeim aldrei verið treyst í það, spurði Teitur. „Það er búið að ganga illa hjá liðinu og þeir eru partur af því. Síðan eiga þeir að taka við stjórninni,“ sagði Ómar „Eiga svo risaleik í undanúrslitum bikars í beinu framhaldi af þessu. Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa,“ sagði Teitur. Hér fyrir ofan má sjá spjall sérfræðingana um þjálfaramál Tindastóls.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum