Vilja fríverzlunarsamning í stað EES Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. mars 2024 09:00 Meirihluti þeirra Norðmanna sem afstöðu taka með eða á móti vilja skipta aðild Noregs að EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi. Tveir af hverjum fimm aðspurðum tóku ekki afstöðu í könnuninni en ef miðað er við þá sem það gerðu eru rúm 60% hlynnt því að skipta EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning en tæp 40% mótfallin. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Sentio fyrir norsku samtökin Nei til EU en niðurstöður kannana í Noregi þar sem spurt hefur verið um EES-samninginn annars vegar og fríverzlunarsamning hins vegar hafa á undanförnum árum ítrekað skilað niðurstöðum á hliðstæðum nótum. Hins vegar hafa kannanir, þar sem einungis hefur verið spurt um EES-samninginn, sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga. Eina rökrétta skýringin Við fyrstu sýn virðist fullkomið ósamræmi á milli þessara kannana en í raun er að öllum líkindum afar einfaldri skýringu fyrir að fara. Þannig hefur umræðan í Noregi, líkt og hér á landi, lengi byggzt á því að einungis séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn sé andstaða við inngöngu í sambandið. Þegar boðið er upp á annan valkost sem gengur alls ekki út á inngöngu í Evrópusambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í sambandið. Þetta er eina rökrétta skýringin á muninum á því þegar annars vegar er einungis spurt um EES-samninginn og hins vegar hann og fríverzlunarsamning. Hefur þegar reynt á það Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, eins og ríki heimsins kjósa allajafna að semja um sín á milli í dag, voru hins vegar ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Noregur Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti þeirra Norðmanna sem afstöðu taka með eða á móti vilja skipta aðild Noregs að EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi. Tveir af hverjum fimm aðspurðum tóku ekki afstöðu í könnuninni en ef miðað er við þá sem það gerðu eru rúm 60% hlynnt því að skipta EES-samningnum út fyrir fríverzlunarsamning en tæp 40% mótfallin. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Sentio fyrir norsku samtökin Nei til EU en niðurstöður kannana í Noregi þar sem spurt hefur verið um EES-samninginn annars vegar og fríverzlunarsamning hins vegar hafa á undanförnum árum ítrekað skilað niðurstöðum á hliðstæðum nótum. Hins vegar hafa kannanir, þar sem einungis hefur verið spurt um EES-samninginn, sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga. Eina rökrétta skýringin Við fyrstu sýn virðist fullkomið ósamræmi á milli þessara kannana en í raun er að öllum líkindum afar einfaldri skýringu fyrir að fara. Þannig hefur umræðan í Noregi, líkt og hér á landi, lengi byggzt á því að einungis séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn sé andstaða við inngöngu í sambandið. Þegar boðið er upp á annan valkost sem gengur alls ekki út á inngöngu í Evrópusambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í sambandið. Þetta er eina rökrétta skýringin á muninum á því þegar annars vegar er einungis spurt um EES-samninginn og hins vegar hann og fríverzlunarsamning. Hefur þegar reynt á það Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, eins og ríki heimsins kjósa allajafna að semja um sín á milli í dag, voru hins vegar ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun