Fleiri munu geta sótt um greiðsluaðlögun eftir breytingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2024 09:00 Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir breytingarnar mikla búbót. einar árnason Fleiri munu geta leitað greiðsluaðlögunar en áður þegar skilyrði fyrir úrræðinu verða rýmkuð með nýjum lögum. Þetta segir yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara sem fagnar breytingunum. Lagabreytingarnar taka gildi þann fyrsta apríl en markmið þeirra er að bæta úrræði um greiðsluaðlögun og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari. „Embættið fær nú heimild til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðlánum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir við ákveðnar aðstæður. Og þá fær embættið jafnframt rýmri heimildir til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja lægri afborganir,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Á meðan samningaviðræður standa yfir geti skuldari að uppfylltum ákveðnum skilyrðum einnig óskað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar. „Og þá er verið að lækka veðskuldir niður að markaðsverðmæti eignarinnar.“ Lovísa Ósk er yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara.aðsend Þá verða skilyrði greiðsluaðlögunar rýmkuð og munu fleiri geta leitað í úrræðið eftir breytingarnar. „Til að mynda geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis farið í úrræðið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Í tilkynningu sem umboðsmaður skuldara sendi á fjölmiðla í dag kemur fram að þeim sem leita til embættisins vegna fjárhagsvanda fari fjölgandi. Umboðsmaður sagði ljóst að efnahagsástandið sé farið að bitna á fólki en umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað hjá embættinu. Lovísa segir þessar nýju lagabreytingar taki að miklu leyti á því efnahagsástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu í kjölfar tíðra vaxtahækkana. „Við erum að fá betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum og þá erum við jafnframt að horfa til þess hóps sem mögulega mun glíma við yfirveðsetningu í framtíðinni.“ Fjármál heimilisins Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Lagabreytingarnar taka gildi þann fyrsta apríl en markmið þeirra er að bæta úrræði um greiðsluaðlögun og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari. „Embættið fær nú heimild til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðlánum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir við ákveðnar aðstæður. Og þá fær embættið jafnframt rýmri heimildir til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja lægri afborganir,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Á meðan samningaviðræður standa yfir geti skuldari að uppfylltum ákveðnum skilyrðum einnig óskað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar. „Og þá er verið að lækka veðskuldir niður að markaðsverðmæti eignarinnar.“ Lovísa Ósk er yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara.aðsend Þá verða skilyrði greiðsluaðlögunar rýmkuð og munu fleiri geta leitað í úrræðið eftir breytingarnar. „Til að mynda geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis farið í úrræðið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Í tilkynningu sem umboðsmaður skuldara sendi á fjölmiðla í dag kemur fram að þeim sem leita til embættisins vegna fjárhagsvanda fari fjölgandi. Umboðsmaður sagði ljóst að efnahagsástandið sé farið að bitna á fólki en umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað hjá embættinu. Lovísa segir þessar nýju lagabreytingar taki að miklu leyti á því efnahagsástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu í kjölfar tíðra vaxtahækkana. „Við erum að fá betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum og þá erum við jafnframt að horfa til þess hóps sem mögulega mun glíma við yfirveðsetningu í framtíðinni.“
Fjármál heimilisins Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira