Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2024 12:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, óskar félagsfólki sínu til hamingju með nýsamþykktan kjarasamning. Vísir/Vilhelm Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, en atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar um nýjan kjarasamning við SA lauk í hádeginu. „Samningurinn var samþykktur með yfir þremur fjórðu hlutum greiddra atkvæða, og kjörsókn stórjókst miðað við atkvæðagreiðsluna 2019. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 2.782 eða 76% þeirra sem greiddu atkvæði. Nei sögðu 493 eða 13% þeirra sem greiddu atkvæði. 377 eða 10% skiluðu auðu. Af þeim 20.326 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá nýttu 3.652 atkvæðisrétt sinn eða rétt tæp 18%. Til samanburðar var kjörsókn rúm 10 prósent í sambærilegri atkvæðagreiðslu um Lífskjarasamningana árið 2019,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún óski félagsfólki til hamingju með nýjan kjarasamning. Þá óski hún einnig samninganefnd Eflingar til hamingju með að hann hafi verið samþykktur með svo góðum meirihluta. „Í því felst mikil og dýrmæt traustsyfirlýsing til félagsfólksins sem sigldi þessum kjaraviðræðum í höfn. Ég fagna því líka að við höfum aukið kjörsókn um hátt í 80% miðað við atkvæðagreiðsluna 2019, sem að mínum dómi er til marks um árangur okkar í að efla þátttöku í félaginu á síðustu árum,“ sagði Sólveig Anna. Fram kemur að Efling hvetji félagsfólk til að kynna sér vel allar breytingar samningsins, sérstaklega launahækkanir. „Félagsfólk er jafnframt hvatt til að fylgjast með því að launahækkanir skili sér við næstu launagreiðslu. Hækkanir gilda frá 1. febrúar og á því næsta launagreiðsla að fela í sér afturvirkni vegna febrúarmánaðar,“ segir í tilkynningunni. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, en atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar um nýjan kjarasamning við SA lauk í hádeginu. „Samningurinn var samþykktur með yfir þremur fjórðu hlutum greiddra atkvæða, og kjörsókn stórjókst miðað við atkvæðagreiðsluna 2019. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 2.782 eða 76% þeirra sem greiddu atkvæði. Nei sögðu 493 eða 13% þeirra sem greiddu atkvæði. 377 eða 10% skiluðu auðu. Af þeim 20.326 Eflingarfélögum sem voru á kjörskrá nýttu 3.652 atkvæðisrétt sinn eða rétt tæp 18%. Til samanburðar var kjörsókn rúm 10 prósent í sambærilegri atkvæðagreiðslu um Lífskjarasamningana árið 2019,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún óski félagsfólki til hamingju með nýjan kjarasamning. Þá óski hún einnig samninganefnd Eflingar til hamingju með að hann hafi verið samþykktur með svo góðum meirihluta. „Í því felst mikil og dýrmæt traustsyfirlýsing til félagsfólksins sem sigldi þessum kjaraviðræðum í höfn. Ég fagna því líka að við höfum aukið kjörsókn um hátt í 80% miðað við atkvæðagreiðsluna 2019, sem að mínum dómi er til marks um árangur okkar í að efla þátttöku í félaginu á síðustu árum,“ sagði Sólveig Anna. Fram kemur að Efling hvetji félagsfólk til að kynna sér vel allar breytingar samningsins, sérstaklega launahækkanir. „Félagsfólk er jafnframt hvatt til að fylgjast með því að launahækkanir skili sér við næstu launagreiðslu. Hækkanir gilda frá 1. febrúar og á því næsta launagreiðsla að fela í sér afturvirkni vegna febrúarmánaðar,“ segir í tilkynningunni.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira