Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 17:05 Hinn tíu ára gamli Yazan al-Kafarna, fæddist með heilahömlun en hann lést í þessum mánuði. Læknar segja hann hafa dáið vegna næringarskorts. AP/Hatem Al Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. Vannærð börn streyma inn á sjúkrahús Gasastrandarinnar sem enn eru virk en sum þeirra geta ekki gengið lengur sökum orkuleysis og vannæringar. Eitt þessara barna er Fadi al-Zant. Hann er með slímseigjusjúkdóm en fjölskylda hans hefur ekki getað fundið lyf fyrir hann um nokkuð skeið og hafa heldur ekki lengur aðgang að fjölbreyttu mataræði sem hann þarf á að halda. „Honum fer versnandi. hann verður veikari og veikari,“ sagði móðir hans í viðtali við fréttaritara Reuters. „Hann getur ekki lengur staðið. Þegar ég hjálpa honum upp fellur hann strax niður.“ WARNING: GRAPHIC CONTENTSix-year-old Fadi al-Zant is acutely malnourished, his ribs protruding under leathery skin, his eyes sunken as he lays in bed at the Kamal Adwan hospital in northern Gaza, where famine is bearing down https://t.co/ATZq3V3i2k pic.twitter.com/VKfwWeCJhm— Reuters (@Reuters) March 20, 2024 Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum hjálparsamtaka og heilbrigðisstofnana að ástandið fari sífellt versnandi. Fólk skorti mat, lyf og hreint vatn. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 27 börn hafi dáið vegna vannæringar eða vökvaskorts á undanförnum vikum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fyrir stríðið á Gasaströndinni hafi um áttatíu prósent íbúa Gasastrandarinnar reitt sig á mannúðaraðstoð og mat skorti á nærri því helmingi allra heimila. „Þegar fjölskyldur og heilu þjóðirnar lifa svo nærri brúninni, er allt of auðvelt fyrir átök eða önnur áföll að ýta þeim fram af í hörmungar,“ sasgði Tobias Stillmann, einn yfirmanna hjálparsamtakanna Action Against Hunger. Hvenær er hungursneyð? Hungursneyð er skilgreind af alþjóðlegum samtökum sem kallast Integrated Food Security Phase Classification eða IPC. Þau voru stofnuð fimmtán alþjóðastofnunum og hjálparsamtökum árið 2004, þegar hungursneyð ríkti í Sómalíu. Samtökin nota fimm stiga skala til að skilgreina stöðu matvælaskorts og hungurs. Fimmta stigið kallast hungursneyð og felur í sér að heilu samfélagshóparnir hafi ekki aðgang að matvælum og dauðsföll séu væntanleg. Til að ná fimmta stiginu, hungursneyð, þarf fimmtungur heimila að stríða við alvarlegan matvælaskort, þriðjungur barna þarf að þjást af vannæringu og að minnsta kosti tveir fullorðnir eða fjögur börn af hverjum tíu þúsund manns, þurfa að deyja daglega úr hungri. Of seint Jeremy Konyndyk, sem leiðir samtökin Refugees International og starfaði áður lengi hjá USAID, fór yfir þessar skilgreiningar í þræði á X í gær en þar sagði hann hjálparstarfsmenn nota orðið hungursneyð varkárlega og að það gæti leitt til ruglings hjá almenningi. Benti hann til að mynda á að börn séu þegar byrjuð að deyja úr hungri en samkvæmt skilgreiningunni sé talað um yfirvofandi hungursneyð á næstu vikum. Í flestum tilfellum þegar talað væri um komandi eða yfirvofandi hungursneyð væri neyðin þegar til staðar. Það eina sem væri yfirvofandi væri yfirlýsingin um formlega hungursneyð. Hann sagði að í rauninni væri ekki lengur hægt að koma í veg fyrir „hungursneyð“ á Gasaströndinni. Sá gluggi væri ekki opinn lengur og nú snerist hjálparstarfsemi um að draga úr áhrifum hennar og fækka dauðsföllum. To declare famine, three quantitative thresholds must be met: severe food deprivation, child malnutrition, and overall mortality.In practice, by the time those thresholds have been met, rigorously measured, and analyzed, famine is already well underway.https://t.co/dYWFKy8xF6 pic.twitter.com/99xeuUSAxp— Jeremy Konyndyk (@JeremyKonyndyk) March 19, 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Veita aftur fé til UNRWA Ísland mun greiða kjarnaframlag landsins til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fyrir 1. apríl. Það framlag samsvarar 110 milljónum króna á ári frá þessu ári til og með ársins 2028. 19. mars 2024 14:53 Ísraelsher ræðst aftur inn á al Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelsher hefur ráðist inn á al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg og fregnir borist af byssubardögum inni og umhverfis sjúkrahúsið. Herinn segir um að ræða hnitmiðaða aðgerð en sjúkrahúsið hafi verið notað sem stjórnstöð Hamas. 18. mars 2024 07:14 Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. 13. mars 2024 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Vannærð börn streyma inn á sjúkrahús Gasastrandarinnar sem enn eru virk en sum þeirra geta ekki gengið lengur sökum orkuleysis og vannæringar. Eitt þessara barna er Fadi al-Zant. Hann er með slímseigjusjúkdóm en fjölskylda hans hefur ekki getað fundið lyf fyrir hann um nokkuð skeið og hafa heldur ekki lengur aðgang að fjölbreyttu mataræði sem hann þarf á að halda. „Honum fer versnandi. hann verður veikari og veikari,“ sagði móðir hans í viðtali við fréttaritara Reuters. „Hann getur ekki lengur staðið. Þegar ég hjálpa honum upp fellur hann strax niður.“ WARNING: GRAPHIC CONTENTSix-year-old Fadi al-Zant is acutely malnourished, his ribs protruding under leathery skin, his eyes sunken as he lays in bed at the Kamal Adwan hospital in northern Gaza, where famine is bearing down https://t.co/ATZq3V3i2k pic.twitter.com/VKfwWeCJhm— Reuters (@Reuters) March 20, 2024 Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum hjálparsamtaka og heilbrigðisstofnana að ástandið fari sífellt versnandi. Fólk skorti mat, lyf og hreint vatn. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 27 börn hafi dáið vegna vannæringar eða vökvaskorts á undanförnum vikum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fyrir stríðið á Gasaströndinni hafi um áttatíu prósent íbúa Gasastrandarinnar reitt sig á mannúðaraðstoð og mat skorti á nærri því helmingi allra heimila. „Þegar fjölskyldur og heilu þjóðirnar lifa svo nærri brúninni, er allt of auðvelt fyrir átök eða önnur áföll að ýta þeim fram af í hörmungar,“ sasgði Tobias Stillmann, einn yfirmanna hjálparsamtakanna Action Against Hunger. Hvenær er hungursneyð? Hungursneyð er skilgreind af alþjóðlegum samtökum sem kallast Integrated Food Security Phase Classification eða IPC. Þau voru stofnuð fimmtán alþjóðastofnunum og hjálparsamtökum árið 2004, þegar hungursneyð ríkti í Sómalíu. Samtökin nota fimm stiga skala til að skilgreina stöðu matvælaskorts og hungurs. Fimmta stigið kallast hungursneyð og felur í sér að heilu samfélagshóparnir hafi ekki aðgang að matvælum og dauðsföll séu væntanleg. Til að ná fimmta stiginu, hungursneyð, þarf fimmtungur heimila að stríða við alvarlegan matvælaskort, þriðjungur barna þarf að þjást af vannæringu og að minnsta kosti tveir fullorðnir eða fjögur börn af hverjum tíu þúsund manns, þurfa að deyja daglega úr hungri. Of seint Jeremy Konyndyk, sem leiðir samtökin Refugees International og starfaði áður lengi hjá USAID, fór yfir þessar skilgreiningar í þræði á X í gær en þar sagði hann hjálparstarfsmenn nota orðið hungursneyð varkárlega og að það gæti leitt til ruglings hjá almenningi. Benti hann til að mynda á að börn séu þegar byrjuð að deyja úr hungri en samkvæmt skilgreiningunni sé talað um yfirvofandi hungursneyð á næstu vikum. Í flestum tilfellum þegar talað væri um komandi eða yfirvofandi hungursneyð væri neyðin þegar til staðar. Það eina sem væri yfirvofandi væri yfirlýsingin um formlega hungursneyð. Hann sagði að í rauninni væri ekki lengur hægt að koma í veg fyrir „hungursneyð“ á Gasaströndinni. Sá gluggi væri ekki opinn lengur og nú snerist hjálparstarfsemi um að draga úr áhrifum hennar og fækka dauðsföllum. To declare famine, three quantitative thresholds must be met: severe food deprivation, child malnutrition, and overall mortality.In practice, by the time those thresholds have been met, rigorously measured, and analyzed, famine is already well underway.https://t.co/dYWFKy8xF6 pic.twitter.com/99xeuUSAxp— Jeremy Konyndyk (@JeremyKonyndyk) March 19, 2024
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Veita aftur fé til UNRWA Ísland mun greiða kjarnaframlag landsins til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fyrir 1. apríl. Það framlag samsvarar 110 milljónum króna á ári frá þessu ári til og með ársins 2028. 19. mars 2024 14:53 Ísraelsher ræðst aftur inn á al Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelsher hefur ráðist inn á al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg og fregnir borist af byssubardögum inni og umhverfis sjúkrahúsið. Herinn segir um að ræða hnitmiðaða aðgerð en sjúkrahúsið hafi verið notað sem stjórnstöð Hamas. 18. mars 2024 07:14 Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. 13. mars 2024 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Veita aftur fé til UNRWA Ísland mun greiða kjarnaframlag landsins til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fyrir 1. apríl. Það framlag samsvarar 110 milljónum króna á ári frá þessu ári til og með ársins 2028. 19. mars 2024 14:53
Ísraelsher ræðst aftur inn á al Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelsher hefur ráðist inn á al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg og fregnir borist af byssubardögum inni og umhverfis sjúkrahúsið. Herinn segir um að ræða hnitmiðaða aðgerð en sjúkrahúsið hafi verið notað sem stjórnstöð Hamas. 18. mars 2024 07:14
Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. 13. mars 2024 07:00