Sakar SKE um „íhlutun íhlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hagsmuna almennings
![Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, skaut föstum skotum á Samkeppniseftirlitið á aðalfundi fyrr í dag. Hann spurði hvort önnur lögmál giltu um erlend sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi, og hvort eftirlitsstofnanir beiti sér síður gegn þeim.](https://www.visir.is/i/17BC9762D289F2792A6B1522A2B89E8C879003BF2048D4D321437114AD93D4B8_713x0.jpg)
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/F11B00EACF96DFF8A22C72F7EE119B4AE87126D12F982C6A805F4B0D610500CE_308x200.jpg)
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar
Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.