Formlegheit eða skuggastjórnun? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 22. mars 2024 12:31 Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar