Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 13:41 Frá fundi öryggisráðsins í dag. AP/Yuki Iwamura Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum. Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum.
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent