Íslenska páskalambið Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 22. mars 2024 14:30 Í gær voru samþykktar breytingar á búvörulögum, um er að ræða að breytingar sem skipta verulegu máli fyrir íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Með þessum breytingum eru afurðastöðvum í kjötiðnaði veitt heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf. Samkvæmt frumvarpinu þá er það tryggt að samkeppniseftirlitið fer með eftirlit með framkvæmdinni. Niðurstaðan er að nú er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Samkeppni Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í gríðarlegri og stigvaxandi samkeppni við innfluttar vörur. Það er því mikilvægt að fundin verði samvinnugrundvöllur matvælaframleiðenda hér á landi til að bregðast við breyttri stöðu. Í alþjóðlegum samanburði eru innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði örsmáar og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem eru mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Árið 2004 var starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins gerbreytt með breytingu á 71. gr. búvörulaga. Sú breyting veitti afmarkaða undanþágu til afurðarstöðva í mjólkuriðnaði frá gildissviði samkeppnislaga. Á grundvelli þessa ákvæðis hefur orðið mikil nýsköpun og stórfelld hagræðing í söfnun, vinnslu og dreifingu mjólkur og mjólkurvara. Nú er komið að kjötinu. Úrtölurödd Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og íslenska neytendur. Segir hér verið að raska samningsstöðu bænda gagnvart viðsemjendum sínum. Það er rétt að það komi fram að framleiðendur eru tryggðir í fjórða kafla búvörulaga sem fjallar um verðskráningu á búvörum. Þar eru framleiðendur með lagalega stoð fyrir að verðlagsnefnd hafi heimild til þess að ákveða lágmarksverð til bænda á afurðum þeirra. Þá erum við hér að ganga mun skemur en Noregur, þar hafa verið samþykktar undanþágur fyrir stórar afurðastöðvar frá banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Ef Noregur getur sérsniðið undanþágu fyrir norskan landbúnað þá getur Ísland sérsniðið undanþágu fyrir íslenskan landbúnað sem tekur mið af aðstæðum hér á landi. Það má heyra það á viðbrögðum bænda og samtökum þeirra að þetta er það sem beðið hefur verið eftir og nú er fagnað um allt land. Þeir láta ekki úrtölur tala úr þeim kjarkinn við að berjast fyrir bættum kjörum. Framsókn með forystu Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á það augljósa, og hefur lagt til þessar breytingar allt frá árinu 2018, loksins náum við meirihluta fyrir þessum mikilvægubreytingum, Því það er þó naumur meirihluti sem vill í alvöru vernda íslenska landbúnaðinn. Með því að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu tryggjum við ekki aðeins fæðuöryggi, heldur verndum við einnig störf fólks og tryggjum fjölbreytni atvinnulífsins. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflega niður í ár. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Alþingi Búvörusamningar Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær voru samþykktar breytingar á búvörulögum, um er að ræða að breytingar sem skipta verulegu máli fyrir íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Með þessum breytingum eru afurðastöðvum í kjötiðnaði veitt heimild til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða og hafa með sér annars konar samstarf. Samkvæmt frumvarpinu þá er það tryggt að samkeppniseftirlitið fer með eftirlit með framkvæmdinni. Niðurstaðan er að nú er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Samkeppni Íslenskar landbúnaðarvörur eiga í gríðarlegri og stigvaxandi samkeppni við innfluttar vörur. Það er því mikilvægt að fundin verði samvinnugrundvöllur matvælaframleiðenda hér á landi til að bregðast við breyttri stöðu. Í alþjóðlegum samanburði eru innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði örsmáar og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem eru mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Árið 2004 var starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins gerbreytt með breytingu á 71. gr. búvörulaga. Sú breyting veitti afmarkaða undanþágu til afurðarstöðva í mjólkuriðnaði frá gildissviði samkeppnislaga. Á grundvelli þessa ákvæðis hefur orðið mikil nýsköpun og stórfelld hagræðing í söfnun, vinnslu og dreifingu mjólkur og mjólkurvara. Nú er komið að kjötinu. Úrtölurödd Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur brugðist við með stóryrðum og myrkri og boðar heimsósóma fyrir íslenska bændur og íslenska neytendur. Segir hér verið að raska samningsstöðu bænda gagnvart viðsemjendum sínum. Það er rétt að það komi fram að framleiðendur eru tryggðir í fjórða kafla búvörulaga sem fjallar um verðskráningu á búvörum. Þar eru framleiðendur með lagalega stoð fyrir að verðlagsnefnd hafi heimild til þess að ákveða lágmarksverð til bænda á afurðum þeirra. Þá erum við hér að ganga mun skemur en Noregur, þar hafa verið samþykktar undanþágur fyrir stórar afurðastöðvar frá banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Ef Noregur getur sérsniðið undanþágu fyrir norskan landbúnað þá getur Ísland sérsniðið undanþágu fyrir íslenskan landbúnað sem tekur mið af aðstæðum hér á landi. Það má heyra það á viðbrögðum bænda og samtökum þeirra að þetta er það sem beðið hefur verið eftir og nú er fagnað um allt land. Þeir láta ekki úrtölur tala úr þeim kjarkinn við að berjast fyrir bættum kjörum. Framsókn með forystu Framsókn hefur ávallt verið óhrædd við að benda á það augljósa, og hefur lagt til þessar breytingar allt frá árinu 2018, loksins náum við meirihluta fyrir þessum mikilvægubreytingum, Því það er þó naumur meirihluti sem vill í alvöru vernda íslenska landbúnaðinn. Með því að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu tryggjum við ekki aðeins fæðuöryggi, heldur verndum við einnig störf fólks og tryggjum fjölbreytni atvinnulífsins. Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflega niður í ár. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun