Einokunarkjöt og ríkistryggingar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 09:00 Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun