Einokunarkjöt og ríkistryggingar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 09:00 Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun