Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 07:30 Tryggvi Pálsson (t.h.) stjórnarformaður Bankasýslunnar og Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans ræddu saman í símann 20. desember síðastliðinn. Helga segir tilefni símtalsins hafa verið óskuldbindandi tilboð bankan í TM tryggingar. Bankasýslan hefur ekki staðfest að tilboðið hafi verið rætt í símtalinu en segir tilefni þess hafa verið að ræða desemberuppbót starfsmanna. Vísir/Hjalti Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. Tilkynning barst frá Kviku banka síðdegis sunnudaginn 17. mars síðastliðinn um að skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. hafi borist til bankans frá Landsbankanum. Kaupverðið, samkvæmt tilboðinu, væru 28,6 milljarðar króna, sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans, og yrði greitt með reiðufé. Fjármálaráðherra mótfallinn kaupunum Strax sama kvöld lýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Sagði hún ríkisfyrirtæki ekki eiga að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Bankinn er í 98,2% eigu ríkisins og hefur verið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að draga úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Ég hef óskað skýringa á málinu frá Bankasýslu ríkisins sem heldur um eignarhluti ríkisins í bankanum og setur almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins,“ skrifaði Þórdís í færslu sem hún birti á Facebook. Þar sagðist hún jafnframt hafa óskað skýringa á málinu frá Bankasýslu ríkisins, sem heldur um eignarhluti ríkisins í bankanum. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, brást við þessum orðum Þórdísar Kolbrúnar daginn eftir og sagði bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn myndi því halda áfram ferlinu við kaup á TM þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. „Auðvitað skiptir máli hvað fjármálaráðherra segir og við hlustum vel. En það er líka mitt starf að reka bankann vel og nýta þau tækifæri sem gefast til að auka verðmæti bankans. Ég verð að hafa augun á því, það er okkar starf hér,“ sagði Lilja Björk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 18. mars. Þar sagði hún jafnframt að Bankasýslunni hafi verið kunnugt um áhuga Landsbankans á tryggingum. Kaupin væru nú á forræði stjórnar bankans, þar hafi ákvörðun um að fara í kaupin verið tekin. Kaup sem þessi gerðust hins vegar ekki á nokkrum dögum og skrifað væri undir kaupsamning með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og eftirlitsstofnanir, það er að segja Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlit Seðlabankans, ættu eftir að segja sitt. Bankasýslan lýsir yfir vonbrigðum Fram kom í fréttum síðastliðinn mánudag að Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, hafi ekki viljað tjá sig um málið þann sama dag. Var þess vænst að afstöðu Bankasýslunnar til málsins yrðu gerð skil á aðalfundi Landsbankans, sem fara átti fram miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn. Á mánudagskvöld birtist bréf, sem Bankasýslan hafði sent bankaráði Landsbankans sama dag. Í bréfinu lýsti Bankasýslan yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðsins um kaup bankans á TM. Þá krafðist Bankasýslan þess að aðalfundi Landsbankans yrði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. „Það er mat BR að tilboð Landsbankans í 100% eignarhlut TM sé þess eðlis að Landsbankanum hafi borið að upplýsa BR um það með skýrum og formlegum hætti og með eðlilegum fyrirvara. Þar sem það var ekki gert óskar BR eftir því að bankaráð Landsbankans skili stofnuninni greinargerð um ofangreind viðskipti, þar sem m.a. er lýst aðdraganda tilboðsins, framvindu þess og ákvarðanatöku, forsendum og rökum viðskiptanna,“ sagði í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans. Bankasýslan hafi komið af fjöllum Á mánudag sendi Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, Þórdísi Kolbrúnu einnig bréf vegna málsins. Þar sagði hann að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á TM. „BR fékk ekki upplýsingar um fyrirætlanir Landsbankans að leggja fram skuldbindandi tilboð. Þá var stofnunin ekki upplýst um að skuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram, heldur var einungis upplýst um þegar skuldbindandi tilboði var tekið um kl. 17 þann 17. mars síðastliðinn,“ sagði í bréfi Jóns Gunnars. Í bréfinu lýsir Jón Gunnar þeim samskiptum sem hafi átt sér stað milli bankaráðs Landsbankans og BR vegna viðskiptanna. Nefndi hann að Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, hafi í júlí lýst yfir áhuga ráðsins á að kaupa TM en slitnað hafi upp úr þeim viðræðum. Hún telji sig þá hafa minnst á endurvakinn áhuga í óformlegu símtali við Tryggva Pálsson, formann stjórnar BR, í desember. Óeining innan ríkisstjórnarinnar Nokkuð ljóst er að ekki er eining um framtíð Landsbankans innan ríkisstjórnarinnar. Þórdís Kolbrún fjármálaráðherra hefur, eins og áður segir, gert það skýrt að hún sé ekki hlynnt þessari sölu nema hlutur ríkisins í Landsbankanum verði seldur á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því síðastliðinn mánudag að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. „Það er algerlega skýrt af minni hálfu að ég mun ekki taka þátt í því að selja hlut í Landsbankanum. Það liggur skýrt fyrir í eigendastefnu ríkisins að ekki eigi að horfa til þess fyrr en að lokinni sölu á Íslandsbanka. Það var það sem þessi ríkisstjórn ákvað og það er fullkominn skilningur á því að mín hreyfing hefur haft þá skýru sýn að ekki skuli selja hlut í Landsbankanum,“ sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu 18. mars. Furðar sig á samskiptum Bankasýslunnar og fjármálaráðherra Kristrún furðaði sig áfram á málinu og því að hvorki Bankasýslan né fjármálaráðherra hafi brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. „Ég held að stóra fréttin sé að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Það var viðtal við fjármálaráðherra sem átti sér stað fyrir einum og hálfum mánuði síðan þar sem að kom fram að hún hefði frétt af þessum vendingum,“ sagði Kristrún í viðtali 19. mars og vísaði til viðtals sem Þórdís Kolbrún veitti 6. febrúar í hlaðvarpinu Þjóðmálum. Fram kom í munnlegri skýrslu Þórdísar Kolbrúnar, sem hún flutti fyrir þingið í síðustu viku, að hún hafi átt fund með stjórnendum Landsbankans 21. febrúar, tæplega fjórum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í TM. Það hafi verið almennur fundur, sem Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri var meðal annars á, um almenn málefni Landsbankans. Þar „bar á góma áhugi á að gera tilboð eða áhugi á því að stíga inn á tryggingamarkað og vísaði ég í eigendastefnu og stefnu ríkisstjórnarinnar. Mín skoðun og minni vilji lá því algjörlega fyrir,“ sagði ráðherra á Alþingi í síðustu viku, og fjallað var um á Innherja. Kristrún hefur einnig nefnt að ríkisstjórnin hafi gefið það út að Bankasýslan yrði lögð niður og lagði til að samskipti fjármálaráðherra við Bankasýsluna verði gefin upp. Sjálfa grunar hana að samskiptin hafi verið lítil. „Svo má líka nefna að það átti að vera búið að leggja niður þessa Bankasýslu. Það þarf að komast til botns í því hvers konar samskipti hafa verið á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu undanfarin tvö ár, eða frá því að þessi fjármálaráðherra tók við. Það sem ég hef á tilfinningunni er að það hafi ekki verið mikil samskipti þarna á milli,“ segir Kristrún. Kaupin komu þeim sem fylgjast með ekki á óvart Fleiri en þingmenn hafa furðað sig á því að kaupin hafi komið fjármálaráðherra og Bankasýslu á óvart. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fór yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar sagði hann kaupin hafa átt sér nokkuð langan aðdraganda og ekki hafa komið á óvart að Landsbankinn væri meðal þeirra fjögurra félaga sem höfðu áhuga á kaupunum. Legið hafi fyrir að Landsbankinn og Íslandsbanki væri þau félög sem líklegust væru til þess að geta boðið hæst verð í tryggingarfélagið. Það sé furðulegt að þau sem um stjórnartaumana haldi virðist koma af fjöllum. „Ég held að það verði að líta til þess að upplýsingaskyldan liggur fyrst og fremst hjá bankaráði Landsbankans. Það er kveðið á um hana í samningi milli Bankasýslunnar og Landsbankans frá árinu 2010. Þannig að það er að frumkvæði bankaráði Landsbankans að halda eiganda sínum, í gegnum Bankasýsluna, upplýstum um meiri háttar atriði sem varða mögulegan fjárhag og rekstur bankans til lengri tíma litið,“ sagði Hörður. „Ég held að það megi nú segja að þessi kaup, af þessari stærðargráðu, sem nema rétt undir tíu prósent eigin fjár bankans, þar sem er verið að fara að sækja fram á nýjum markaði, hljóti að falla þar undir.“ Þá væri það vafalítið erfitt fyrir Landsbnanknan og eiganda hans að hætta við kaupin úr því sem komið er. „Tilboðið er skuldbindandi með tilteknum fyrirvörum, um að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og samþykki FME og Samkeppniseftirlitsins. Það er hætt við því að ef Landsbankinn myndi draga tilboðið til baka að Kvika banki myndi þá mögulega leita réttar síns um skaðabætur.“ Undir þetta hefur Már Wilfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, tekið. Hann segir nær ómögulegt fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM og allar líkur á að með því myndi bankinn baka sér skaðabótaskyldu. Þá benti hann á að ekkert óeðlilegt væri við kauptilboðið, enda hefðu fjármálafyrirtæki keypt tryggingafyrirtæki að undanförnu, til dæmis Arion banki sem á Vörð. Svar bankaráðs Síðastliðinn föstudag svaraði bankaráð Landsbankans bréfi Bankasýslu ríkisins þar sem ráðið sagði Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum. Samskipti hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Kemur fram í svarinu að 11. júlí síðastliðinn hafi formaður bankaráðs í tölvupósti til Bankasýslunnar greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýslan hafi samdægurs svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Fram kemur í greinargerð sem fylgir svari Landsbankans að 20. júlí hafi formaður bankaráðs Landsbankans upplýst stjórnarformann og forstjóra Bankasýslunnar í tölvupósti um að ekki hafi komist á formlegar viðræður við Kviku vegna TM. Tímalína málsins, sem birtist í greinargerð bankaráðs Landsbankans með svari við bréfi Bankasýslunnar 22. mars síðastliðinn.bankaráð Landsbankans Næstu samskipti vegna málsins hafi átt sér stað 20. desember, sama dag og bankinn lagði fram óskuldbindandi tilboð í TM. Þá hafi formaður bankaráðs, Helga Björk Eiríksdóttir, átt símtal við stjórnarmann Bankasýslunnar, þar sem hún hafi upplýst um tilboð bankans. Helst óvissa virðist um þetta símtal. Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar lýsti í bréfi til fjármálaráðherra, eins og áður segir, símtalinu sem óformlegu og að efni þess hafi verið launauppbót starfsmanna í desember. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Óljóst hvað var rætt í desembersímtalinu Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Jón Gunnar skrifaði í bréfi sínu til fjármálaráðherra í síðustu viku að Bankasýslan meti það svo að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um viðskiptin með skýrum og formlegum hætti samkvæmt samningi aðila frá desember 2010. Slíkt hafi ekki verið gert. Stofnunin hafi þá ekki verið upplýst um að skuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram, heldur einungis upplýst um þegar skuldbindandi tilboði var tekið 17. mars síðastliðinn. Þurfti ekki að upplýsa um það þegar skuldbindandi tilboð var lagt fram? „Það gerðum við líka. Við gerðum það 17. mars og við töldum þetta nóg. Á hverjum tíma, eftir að við gerðum óskuldbindandi tilboð, var hægt að kalla eftir gögnum, óska eftir fundum, fá frekari upplýsingar. Það var ekki gert,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, hefur ekki viljað tjá sig um málið. Hann sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki ætla að tjá sig fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að loka fyrir tilnefningar til bankaráðs Landsbankans. Það er 14. apríl næstkomandi, fimm dögum fyrir hluthafafund Landsbankans, sem verður 19. apríl. Þá náði fréttastofa ekki tali af Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslunnar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Tilkynning barst frá Kviku banka síðdegis sunnudaginn 17. mars síðastliðinn um að skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. hafi borist til bankans frá Landsbankanum. Kaupverðið, samkvæmt tilboðinu, væru 28,6 milljarðar króna, sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans, og yrði greitt með reiðufé. Fjármálaráðherra mótfallinn kaupunum Strax sama kvöld lýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Sagði hún ríkisfyrirtæki ekki eiga að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Bankinn er í 98,2% eigu ríkisins og hefur verið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að draga úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Ég hef óskað skýringa á málinu frá Bankasýslu ríkisins sem heldur um eignarhluti ríkisins í bankanum og setur almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins,“ skrifaði Þórdís í færslu sem hún birti á Facebook. Þar sagðist hún jafnframt hafa óskað skýringa á málinu frá Bankasýslu ríkisins, sem heldur um eignarhluti ríkisins í bankanum. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, brást við þessum orðum Þórdísar Kolbrúnar daginn eftir og sagði bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn myndi því halda áfram ferlinu við kaup á TM þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. „Auðvitað skiptir máli hvað fjármálaráðherra segir og við hlustum vel. En það er líka mitt starf að reka bankann vel og nýta þau tækifæri sem gefast til að auka verðmæti bankans. Ég verð að hafa augun á því, það er okkar starf hér,“ sagði Lilja Björk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 18. mars. Þar sagði hún jafnframt að Bankasýslunni hafi verið kunnugt um áhuga Landsbankans á tryggingum. Kaupin væru nú á forræði stjórnar bankans, þar hafi ákvörðun um að fara í kaupin verið tekin. Kaup sem þessi gerðust hins vegar ekki á nokkrum dögum og skrifað væri undir kaupsamning með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og eftirlitsstofnanir, það er að segja Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlit Seðlabankans, ættu eftir að segja sitt. Bankasýslan lýsir yfir vonbrigðum Fram kom í fréttum síðastliðinn mánudag að Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, hafi ekki viljað tjá sig um málið þann sama dag. Var þess vænst að afstöðu Bankasýslunnar til málsins yrðu gerð skil á aðalfundi Landsbankans, sem fara átti fram miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn. Á mánudagskvöld birtist bréf, sem Bankasýslan hafði sent bankaráði Landsbankans sama dag. Í bréfinu lýsti Bankasýslan yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðsins um kaup bankans á TM. Þá krafðist Bankasýslan þess að aðalfundi Landsbankans yrði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. „Það er mat BR að tilboð Landsbankans í 100% eignarhlut TM sé þess eðlis að Landsbankanum hafi borið að upplýsa BR um það með skýrum og formlegum hætti og með eðlilegum fyrirvara. Þar sem það var ekki gert óskar BR eftir því að bankaráð Landsbankans skili stofnuninni greinargerð um ofangreind viðskipti, þar sem m.a. er lýst aðdraganda tilboðsins, framvindu þess og ákvarðanatöku, forsendum og rökum viðskiptanna,“ sagði í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans. Bankasýslan hafi komið af fjöllum Á mánudag sendi Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, Þórdísi Kolbrúnu einnig bréf vegna málsins. Þar sagði hann að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á TM. „BR fékk ekki upplýsingar um fyrirætlanir Landsbankans að leggja fram skuldbindandi tilboð. Þá var stofnunin ekki upplýst um að skuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram, heldur var einungis upplýst um þegar skuldbindandi tilboði var tekið um kl. 17 þann 17. mars síðastliðinn,“ sagði í bréfi Jóns Gunnars. Í bréfinu lýsir Jón Gunnar þeim samskiptum sem hafi átt sér stað milli bankaráðs Landsbankans og BR vegna viðskiptanna. Nefndi hann að Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, hafi í júlí lýst yfir áhuga ráðsins á að kaupa TM en slitnað hafi upp úr þeim viðræðum. Hún telji sig þá hafa minnst á endurvakinn áhuga í óformlegu símtali við Tryggva Pálsson, formann stjórnar BR, í desember. Óeining innan ríkisstjórnarinnar Nokkuð ljóst er að ekki er eining um framtíð Landsbankans innan ríkisstjórnarinnar. Þórdís Kolbrún fjármálaráðherra hefur, eins og áður segir, gert það skýrt að hún sé ekki hlynnt þessari sölu nema hlutur ríkisins í Landsbankanum verði seldur á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því síðastliðinn mánudag að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. „Það er algerlega skýrt af minni hálfu að ég mun ekki taka þátt í því að selja hlut í Landsbankanum. Það liggur skýrt fyrir í eigendastefnu ríkisins að ekki eigi að horfa til þess fyrr en að lokinni sölu á Íslandsbanka. Það var það sem þessi ríkisstjórn ákvað og það er fullkominn skilningur á því að mín hreyfing hefur haft þá skýru sýn að ekki skuli selja hlut í Landsbankanum,“ sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu 18. mars. Furðar sig á samskiptum Bankasýslunnar og fjármálaráðherra Kristrún furðaði sig áfram á málinu og því að hvorki Bankasýslan né fjármálaráðherra hafi brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. „Ég held að stóra fréttin sé að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Það var viðtal við fjármálaráðherra sem átti sér stað fyrir einum og hálfum mánuði síðan þar sem að kom fram að hún hefði frétt af þessum vendingum,“ sagði Kristrún í viðtali 19. mars og vísaði til viðtals sem Þórdís Kolbrún veitti 6. febrúar í hlaðvarpinu Þjóðmálum. Fram kom í munnlegri skýrslu Þórdísar Kolbrúnar, sem hún flutti fyrir þingið í síðustu viku, að hún hafi átt fund með stjórnendum Landsbankans 21. febrúar, tæplega fjórum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í TM. Það hafi verið almennur fundur, sem Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri var meðal annars á, um almenn málefni Landsbankans. Þar „bar á góma áhugi á að gera tilboð eða áhugi á því að stíga inn á tryggingamarkað og vísaði ég í eigendastefnu og stefnu ríkisstjórnarinnar. Mín skoðun og minni vilji lá því algjörlega fyrir,“ sagði ráðherra á Alþingi í síðustu viku, og fjallað var um á Innherja. Kristrún hefur einnig nefnt að ríkisstjórnin hafi gefið það út að Bankasýslan yrði lögð niður og lagði til að samskipti fjármálaráðherra við Bankasýsluna verði gefin upp. Sjálfa grunar hana að samskiptin hafi verið lítil. „Svo má líka nefna að það átti að vera búið að leggja niður þessa Bankasýslu. Það þarf að komast til botns í því hvers konar samskipti hafa verið á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu undanfarin tvö ár, eða frá því að þessi fjármálaráðherra tók við. Það sem ég hef á tilfinningunni er að það hafi ekki verið mikil samskipti þarna á milli,“ segir Kristrún. Kaupin komu þeim sem fylgjast með ekki á óvart Fleiri en þingmenn hafa furðað sig á því að kaupin hafi komið fjármálaráðherra og Bankasýslu á óvart. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fór yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar sagði hann kaupin hafa átt sér nokkuð langan aðdraganda og ekki hafa komið á óvart að Landsbankinn væri meðal þeirra fjögurra félaga sem höfðu áhuga á kaupunum. Legið hafi fyrir að Landsbankinn og Íslandsbanki væri þau félög sem líklegust væru til þess að geta boðið hæst verð í tryggingarfélagið. Það sé furðulegt að þau sem um stjórnartaumana haldi virðist koma af fjöllum. „Ég held að það verði að líta til þess að upplýsingaskyldan liggur fyrst og fremst hjá bankaráði Landsbankans. Það er kveðið á um hana í samningi milli Bankasýslunnar og Landsbankans frá árinu 2010. Þannig að það er að frumkvæði bankaráði Landsbankans að halda eiganda sínum, í gegnum Bankasýsluna, upplýstum um meiri háttar atriði sem varða mögulegan fjárhag og rekstur bankans til lengri tíma litið,“ sagði Hörður. „Ég held að það megi nú segja að þessi kaup, af þessari stærðargráðu, sem nema rétt undir tíu prósent eigin fjár bankans, þar sem er verið að fara að sækja fram á nýjum markaði, hljóti að falla þar undir.“ Þá væri það vafalítið erfitt fyrir Landsbnanknan og eiganda hans að hætta við kaupin úr því sem komið er. „Tilboðið er skuldbindandi með tilteknum fyrirvörum, um að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og samþykki FME og Samkeppniseftirlitsins. Það er hætt við því að ef Landsbankinn myndi draga tilboðið til baka að Kvika banki myndi þá mögulega leita réttar síns um skaðabætur.“ Undir þetta hefur Már Wilfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, tekið. Hann segir nær ómögulegt fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM og allar líkur á að með því myndi bankinn baka sér skaðabótaskyldu. Þá benti hann á að ekkert óeðlilegt væri við kauptilboðið, enda hefðu fjármálafyrirtæki keypt tryggingafyrirtæki að undanförnu, til dæmis Arion banki sem á Vörð. Svar bankaráðs Síðastliðinn föstudag svaraði bankaráð Landsbankans bréfi Bankasýslu ríkisins þar sem ráðið sagði Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum. Samskipti hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Kemur fram í svarinu að 11. júlí síðastliðinn hafi formaður bankaráðs í tölvupósti til Bankasýslunnar greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýslan hafi samdægurs svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Fram kemur í greinargerð sem fylgir svari Landsbankans að 20. júlí hafi formaður bankaráðs Landsbankans upplýst stjórnarformann og forstjóra Bankasýslunnar í tölvupósti um að ekki hafi komist á formlegar viðræður við Kviku vegna TM. Tímalína málsins, sem birtist í greinargerð bankaráðs Landsbankans með svari við bréfi Bankasýslunnar 22. mars síðastliðinn.bankaráð Landsbankans Næstu samskipti vegna málsins hafi átt sér stað 20. desember, sama dag og bankinn lagði fram óskuldbindandi tilboð í TM. Þá hafi formaður bankaráðs, Helga Björk Eiríksdóttir, átt símtal við stjórnarmann Bankasýslunnar, þar sem hún hafi upplýst um tilboð bankans. Helst óvissa virðist um þetta símtal. Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar lýsti í bréfi til fjármálaráðherra, eins og áður segir, símtalinu sem óformlegu og að efni þess hafi verið launauppbót starfsmanna í desember. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Óljóst hvað var rætt í desembersímtalinu Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Jón Gunnar skrifaði í bréfi sínu til fjármálaráðherra í síðustu viku að Bankasýslan meti það svo að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um viðskiptin með skýrum og formlegum hætti samkvæmt samningi aðila frá desember 2010. Slíkt hafi ekki verið gert. Stofnunin hafi þá ekki verið upplýst um að skuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram, heldur einungis upplýst um þegar skuldbindandi tilboði var tekið 17. mars síðastliðinn. Þurfti ekki að upplýsa um það þegar skuldbindandi tilboð var lagt fram? „Það gerðum við líka. Við gerðum það 17. mars og við töldum þetta nóg. Á hverjum tíma, eftir að við gerðum óskuldbindandi tilboð, var hægt að kalla eftir gögnum, óska eftir fundum, fá frekari upplýsingar. Það var ekki gert,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, hefur ekki viljað tjá sig um málið. Hann sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki ætla að tjá sig fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að loka fyrir tilnefningar til bankaráðs Landsbankans. Það er 14. apríl næstkomandi, fimm dögum fyrir hluthafafund Landsbankans, sem verður 19. apríl. Þá náði fréttastofa ekki tali af Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslunnar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48