„Ég get ekki gert upp á milli barna“ Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2024 17:07 Reynsluboltinn Hera Björk bar sigur úr býtum í einvíginu í Söngvakeppni sjónvarpsins. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið. „Ef ég gæti stöðvað þetta með því að fara ekki í Eurovision og héldi að það væri lykillinn, þá myndi ég gera það. En ég trúi því að með því að fara, séu meiri líkur á því að rödd heillar þjóðar heyrist. Við erum ósátt við þessa framgöngu,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og á þar við átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hera Björk mun þann 9. maí stíga á svið fyrir hönd Íslands á seinna kvöldi undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Hera Björk er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar sem heyra má hér. Með galopið hjartað Óhætt er að segja að Söngvakeppni Sjónvarpsins sé nú sú umdeildasta hingað til, en þar bar lagið sem Hera Björk söng, Scared of Heights, sigur úr býtum í bráðabana gegn laginu Wild West, sem Bashar Murad flutti. En það lag hafði sigrað sjálfa keppnina með nokkrum yfirburðum. Hera Björk hefur hlotið mikið umtal og gagnrýni fyrir að vilja taka þátt í sjálfri Eurovision keppninni. „Ég get alveg sagt það við fólk sem er að saka mig um að vera ekki með opið hjarta og ekki að sýna mildi að það er rangt, af því að ég er með galopið hjarta og það flæða inn í það allskonar tilfinningar, orka og tíðni. Það er það sem er að koma mér í gegnum þetta erfiðasta verkefni sem ég hef tekist á við. En ég mun láta þetta flæða til heimsins á sviðinu.“ Risaár hjá konum í Söngvakeppninni í ár Einar bendir á að það hafi algjörlega fallið í skugga annarar umræðu um Söngvakeppni Sjónvarpsons að aldrei hafi fleiri kvenlagahöfundar tekið þátt í ár. Meðal þeirra var höfundur framlags Íslands, Ásdís María Viðarsdóttir, verið höfundur tveggja laga. Hera Björk segir að í kringum Eurovision sé ávallt svo mikil gleði og gleði fylgi há tíðni. „Ef fólk er á lægri tíðni og meira í öðrum neikvæðari sterku tilfinningunum, þá er Eurovision ógeðslega pirrandi. Það er bara þetta mannlega eðli og það er ofsalega fyrirferðarmikið, en ofsalega gaman.“ Hera Björk á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, en móðir hennar er Hjördís Geirsdóttir, ein aðal sveitaballadrottningin á seinni hluta síðustu aldar. Hjördís verður áttræð í byrjun apríl og af því tilefni verða haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi í næsta mánuði. Hera Björk segist ekki eiga roð í kraftinn og eljuna í móður sinni og lýsir sambandi þeirra skemmtilega í viðtalinu. Velgjörðarsendiherra í fimmtán ár Fáir vita líklega að Hera Björk er hefur verið velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpa undanfarin 15 ár, eða síðan árið 2009 þegar hún keppti fyrst í Eurovision. Árið 2019 fór hún til Ísraels að skemmta, sem fyrrum keppandi, í aðdraganda stóru keppninnar í Tel Aviv. Hún heimsótti barnaþorp bæði í Nasaret í Ísrael og Betlehem í Palestínu. Það ár keppti Hatari fyrir Íslands hönd og Hera Björk var raddþjálfari liðsfólks hljómsveitarinnar í þeirri keppni. Tveir úr Hatara tóku þátt með Bashar Murad í keppninni í ár og Hera Björk segir að það hafi verið frábært að kynnast honum. „Bashar er hlýr og yndislegur og allir hinir keppendurnir. Þeim fannst gaman að tengja við mig og ég við þau.“ Hera Björk segir á hjartnæman hátt frá því í viðtalinu hjá Einari hvernig það gengur fyrr sig að vera velgjörðarsendiherra og við hvernig aðstæður börnin búa. „Við erum að tengja þessi börn við umheiminn og að láta þau vita að við séum að hugsa til þeirra. Beggja vegna eru björn að þjást. Ég get ekki gert upp á milli barna. Þau vilja bara að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Fékk svo hrikalega flott lag í hendurnar Hin 52 ára, reynslumikla Hera Björk, er að toppa sig enn og aftur. Hún sigraði í Söngvakeppninni árið 2009, sigraði næstum því í Danmörku síðar og svo í söngvakeppni í Chile. Hún hlakkar til að stíga á svið í maí og segir að allt ferlið sé búið að vera nokkurn veginn áreynslulaust, nema að sjálfsögðu umræðan. „Mér finnst ég vera sú sem ég var áður og þetta var svo borðleggjandi því ég fékk svo hrikalega flott lag í hendurnar og Ásdís hafði svo mikla trú á mér. Ég er viss um að fullt af fólk sem á eftir að dilla sér í sófanum, því lagið er gott.“ Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
„Ef ég gæti stöðvað þetta með því að fara ekki í Eurovision og héldi að það væri lykillinn, þá myndi ég gera það. En ég trúi því að með því að fara, séu meiri líkur á því að rödd heillar þjóðar heyrist. Við erum ósátt við þessa framgöngu,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og á þar við átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hera Björk mun þann 9. maí stíga á svið fyrir hönd Íslands á seinna kvöldi undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Hera Björk er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar sem heyra má hér. Með galopið hjartað Óhætt er að segja að Söngvakeppni Sjónvarpsins sé nú sú umdeildasta hingað til, en þar bar lagið sem Hera Björk söng, Scared of Heights, sigur úr býtum í bráðabana gegn laginu Wild West, sem Bashar Murad flutti. En það lag hafði sigrað sjálfa keppnina með nokkrum yfirburðum. Hera Björk hefur hlotið mikið umtal og gagnrýni fyrir að vilja taka þátt í sjálfri Eurovision keppninni. „Ég get alveg sagt það við fólk sem er að saka mig um að vera ekki með opið hjarta og ekki að sýna mildi að það er rangt, af því að ég er með galopið hjarta og það flæða inn í það allskonar tilfinningar, orka og tíðni. Það er það sem er að koma mér í gegnum þetta erfiðasta verkefni sem ég hef tekist á við. En ég mun láta þetta flæða til heimsins á sviðinu.“ Risaár hjá konum í Söngvakeppninni í ár Einar bendir á að það hafi algjörlega fallið í skugga annarar umræðu um Söngvakeppni Sjónvarpsons að aldrei hafi fleiri kvenlagahöfundar tekið þátt í ár. Meðal þeirra var höfundur framlags Íslands, Ásdís María Viðarsdóttir, verið höfundur tveggja laga. Hera Björk segir að í kringum Eurovision sé ávallt svo mikil gleði og gleði fylgi há tíðni. „Ef fólk er á lægri tíðni og meira í öðrum neikvæðari sterku tilfinningunum, þá er Eurovision ógeðslega pirrandi. Það er bara þetta mannlega eðli og það er ofsalega fyrirferðarmikið, en ofsalega gaman.“ Hera Björk á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, en móðir hennar er Hjördís Geirsdóttir, ein aðal sveitaballadrottningin á seinni hluta síðustu aldar. Hjördís verður áttræð í byrjun apríl og af því tilefni verða haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi í næsta mánuði. Hera Björk segist ekki eiga roð í kraftinn og eljuna í móður sinni og lýsir sambandi þeirra skemmtilega í viðtalinu. Velgjörðarsendiherra í fimmtán ár Fáir vita líklega að Hera Björk er hefur verið velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpa undanfarin 15 ár, eða síðan árið 2009 þegar hún keppti fyrst í Eurovision. Árið 2019 fór hún til Ísraels að skemmta, sem fyrrum keppandi, í aðdraganda stóru keppninnar í Tel Aviv. Hún heimsótti barnaþorp bæði í Nasaret í Ísrael og Betlehem í Palestínu. Það ár keppti Hatari fyrir Íslands hönd og Hera Björk var raddþjálfari liðsfólks hljómsveitarinnar í þeirri keppni. Tveir úr Hatara tóku þátt með Bashar Murad í keppninni í ár og Hera Björk segir að það hafi verið frábært að kynnast honum. „Bashar er hlýr og yndislegur og allir hinir keppendurnir. Þeim fannst gaman að tengja við mig og ég við þau.“ Hera Björk segir á hjartnæman hátt frá því í viðtalinu hjá Einari hvernig það gengur fyrr sig að vera velgjörðarsendiherra og við hvernig aðstæður börnin búa. „Við erum að tengja þessi börn við umheiminn og að láta þau vita að við séum að hugsa til þeirra. Beggja vegna eru björn að þjást. Ég get ekki gert upp á milli barna. Þau vilja bara að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Fékk svo hrikalega flott lag í hendurnar Hin 52 ára, reynslumikla Hera Björk, er að toppa sig enn og aftur. Hún sigraði í Söngvakeppninni árið 2009, sigraði næstum því í Danmörku síðar og svo í söngvakeppni í Chile. Hún hlakkar til að stíga á svið í maí og segir að allt ferlið sé búið að vera nokkurn veginn áreynslulaust, nema að sjálfsögðu umræðan. „Mér finnst ég vera sú sem ég var áður og þetta var svo borðleggjandi því ég fékk svo hrikalega flott lag í hendurnar og Ásdís hafði svo mikla trú á mér. Ég er viss um að fullt af fólk sem á eftir að dilla sér í sófanum, því lagið er gott.“
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira