Kenna öryggisráðinu um „galnar“ kröfur Hamas Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2024 22:05 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa komið niður á friðarviðræðum. AP Photo/Ohad Zwigenberg Sendinefnd Ísrael hefur yfirgefið Doha, þar sem friðarviðræður milli Ísraela og Hamas hefur farið fram. Ráðamenn í Ísrael segja friðarviðræðurnar hafa strandað á hörðum kröfum Hamas og kenna ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni um. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að leiðtogar Hamas hefðu lagt fram galnar kröfur sem sýndu að þeir hefðu ekki raunverulegan áhuga á viðræðum eða friðarsamkomulagi. Heimildarmaður Reuters sem komið hefur að viðræðunum sakar Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, um að skemma viðræðurnar. Þær hafa að undanförnu snúist um sex vikna vopnahlé í skiptum fyrir fjörutíu af um 130 gíslum sem Hamas-liðar halda enn. Þá ætluðu Ísraelar að sleppa um sjö til átta hundruð Palestínumönnum í sem þeir hafa í haldi. Leiðtogar Hamas hafa samkvæmt Reuters viljað breyta samkomulaginu í varanlegt vopnahlé og að Ísraelar dragi allar hersveitir sínar frá Gasaströndinni og sleppi hundruðum Palestínumanna sem sitja í fangelsum, margir án dóms og laga. Gíslum samtakanna verði ekki sleppt fyrr en þá en því hafa Ísraelar neitað. Þeir segja að þeir muni á endanum halda áfram að brjóta Hamas-samtökin á bak aftur. Halda sig við upprunalegar kröfur Rúmlega 32 þúsund manns hafa fallið á Gasaströndinni frá því stríðið milli Ísrael og Hamas hófst í október, samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytis Gasa, sem Hamas-samtökin stýra. Aðstæður á Gasaströndinni fara sífellt versnandi og og stefnir í hungursneyð á svæðinu. Sjá einnig: Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktunartillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa og hefur það reitt ráðamenn í Ísrael til reiði. Sérstaklega þar sem árás Hamas-liða og annarra á Ísrael þann 7. október, þegar um 1.200 manns féllu og um 250 manns voru tekin í gíslingu, var ekki fordæmd í ályktuninni. Sjá einnig: Netanjahú í fýlu við Biden Í kjölfar þess að ályktunin var samþykkt höfnuðu leiðtogar Hamas friðartillögum sem lagðar voru fram af erindrekum Katar, Egyptalands og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir sögðust ætla að halda sig við upprunalegar kröfur sínar um að Ísraelar hörfuðu alfarið frá Gasa. Það sagði Netanjahú sýna að Hamas-liðar hefðu ekki áhuga á samningaviðræðum og sýndi hvernig ályktunin hefði komið niður á viðræðunum. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var staddur í Íran í dag en samtökin fá bæði peninga og vopn þaðan. Þar sagði hann að ályktun Sameinuðu þjóðanna sýndi að einangrun Ísraelsríkis væri orðin fordæmalaus. Ættingjar gísla mótmæltu Nokkuð fjölmenn mótmæli voru haldin við höfuðstöðvar ísraelska hersins í Tel Aviv í kvöld en þar komu nokkur hundruð ættingjar gísla sem eru enn í haldi og aðrir saman. Minnst fjórir voru handteknir, samkvæmt frétt Times of Israel. Mótmælendurnir kröfðust þess að ríkisstjórn Ísrael frelsaði gíslana og mótmælti því að viðræðunum hefði verið slitið. Amit Soussana, sem var tekin í gíslingu af Hamas í árásinni 7. október og sleppt þann 30. nóvember, sagði frá því í viðtali við New York Times sem birt var í dag að hún hefði verið beitt kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Hún hefði meðal annars verið barin og þvinguð til kynlífsathafna í haldi Hamas. Leiðtogar Hamas hafa hafnað því að gíslar samtakanna séu beittir ofbeldi. Sameinuðu þjóðirnar gáfu þó út skýrslu fyrr í mars þar sem fram kom að sterkar vísbendingar bentu til þess að gíslar hefðu verið beittir kynferðislegu ofbeldi og þar á meðal nauðgunum. Þá hefði slíkt ofbeldi einnig verið framið í árásinni í október. Konum hefði verið nauðgað og þær í kjölfarið myrtar. Þá hefðu lík minnst tveggja kvenna verið svívirt. „Það eru enn nítján konur í gíslingu og það eru liðnir sex mánuðir,“ sagði einn mótmælandi við fjölmiðla í Ísrael í kvöld. „Þær eru að ganga í gegnum svo mikið, það er sárt að ímynda sér það. Ein kona sagði okkur hvað hún upplifði þarna. Hvað eru hinar nítján að upplifa?“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að leiðtogar Hamas hefðu lagt fram galnar kröfur sem sýndu að þeir hefðu ekki raunverulegan áhuga á viðræðum eða friðarsamkomulagi. Heimildarmaður Reuters sem komið hefur að viðræðunum sakar Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, um að skemma viðræðurnar. Þær hafa að undanförnu snúist um sex vikna vopnahlé í skiptum fyrir fjörutíu af um 130 gíslum sem Hamas-liðar halda enn. Þá ætluðu Ísraelar að sleppa um sjö til átta hundruð Palestínumönnum í sem þeir hafa í haldi. Leiðtogar Hamas hafa samkvæmt Reuters viljað breyta samkomulaginu í varanlegt vopnahlé og að Ísraelar dragi allar hersveitir sínar frá Gasaströndinni og sleppi hundruðum Palestínumanna sem sitja í fangelsum, margir án dóms og laga. Gíslum samtakanna verði ekki sleppt fyrr en þá en því hafa Ísraelar neitað. Þeir segja að þeir muni á endanum halda áfram að brjóta Hamas-samtökin á bak aftur. Halda sig við upprunalegar kröfur Rúmlega 32 þúsund manns hafa fallið á Gasaströndinni frá því stríðið milli Ísrael og Hamas hófst í október, samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytis Gasa, sem Hamas-samtökin stýra. Aðstæður á Gasaströndinni fara sífellt versnandi og og stefnir í hungursneyð á svæðinu. Sjá einnig: Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktunartillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa og hefur það reitt ráðamenn í Ísrael til reiði. Sérstaklega þar sem árás Hamas-liða og annarra á Ísrael þann 7. október, þegar um 1.200 manns féllu og um 250 manns voru tekin í gíslingu, var ekki fordæmd í ályktuninni. Sjá einnig: Netanjahú í fýlu við Biden Í kjölfar þess að ályktunin var samþykkt höfnuðu leiðtogar Hamas friðartillögum sem lagðar voru fram af erindrekum Katar, Egyptalands og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir sögðust ætla að halda sig við upprunalegar kröfur sínar um að Ísraelar hörfuðu alfarið frá Gasa. Það sagði Netanjahú sýna að Hamas-liðar hefðu ekki áhuga á samningaviðræðum og sýndi hvernig ályktunin hefði komið niður á viðræðunum. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var staddur í Íran í dag en samtökin fá bæði peninga og vopn þaðan. Þar sagði hann að ályktun Sameinuðu þjóðanna sýndi að einangrun Ísraelsríkis væri orðin fordæmalaus. Ættingjar gísla mótmæltu Nokkuð fjölmenn mótmæli voru haldin við höfuðstöðvar ísraelska hersins í Tel Aviv í kvöld en þar komu nokkur hundruð ættingjar gísla sem eru enn í haldi og aðrir saman. Minnst fjórir voru handteknir, samkvæmt frétt Times of Israel. Mótmælendurnir kröfðust þess að ríkisstjórn Ísrael frelsaði gíslana og mótmælti því að viðræðunum hefði verið slitið. Amit Soussana, sem var tekin í gíslingu af Hamas í árásinni 7. október og sleppt þann 30. nóvember, sagði frá því í viðtali við New York Times sem birt var í dag að hún hefði verið beitt kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Hún hefði meðal annars verið barin og þvinguð til kynlífsathafna í haldi Hamas. Leiðtogar Hamas hafa hafnað því að gíslar samtakanna séu beittir ofbeldi. Sameinuðu þjóðirnar gáfu þó út skýrslu fyrr í mars þar sem fram kom að sterkar vísbendingar bentu til þess að gíslar hefðu verið beittir kynferðislegu ofbeldi og þar á meðal nauðgunum. Þá hefði slíkt ofbeldi einnig verið framið í árásinni í október. Konum hefði verið nauðgað og þær í kjölfarið myrtar. Þá hefðu lík minnst tveggja kvenna verið svívirt. „Það eru enn nítján konur í gíslingu og það eru liðnir sex mánuðir,“ sagði einn mótmælandi við fjölmiðla í Ísrael í kvöld. „Þær eru að ganga í gegnum svo mikið, það er sárt að ímynda sér það. Ein kona sagði okkur hvað hún upplifði þarna. Hvað eru hinar nítján að upplifa?“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57
Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54