„Ekkert leyndarmál að við ætlum að reyna við þann stóra“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:00 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir í leik kvöldsins í Höllinni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík lagði Hauka með þrettán stiga mun 84-71 þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfari sigurliðsins var að vonum ánægður. „Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
„Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti