Sumarið þar sem þjálfararáðningar munu toppa leikmannakaup Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2024 07:00 Þessir tveir Þjóðverjar verða atvinnulausir í sumar. Robin Jones/Getty Images Þrjú af stærstu knattspyrnufélögum Evrópu og jafnvel heimsins verða í þjálfaraleit í sumar. Munu ráðningar Liverpool, Barcelona og Bayern München á nýjum þjálfara eflaust toppa nær öll leikmannaskipti sumarsins nema þá ef til vill ef Kylian Mbappé fer loks til Real Madríd. Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Sjá meira
Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Sjá meira