Vill meiri og betri löggæslu í Mýrdalshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2024 13:30 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem biður um betri og meiri löggæslu í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, sem hann segir allt of litla á sama tíma og þúsundir ferðamanna heimsækja þorpið í Vík á hverjum degi og þekkta ferðamannastaði í sveitarfélaginu eins og Reynisfjöru. Það er stöðug íbúafjölgun í Vík í Mýrdal og mjög mikið af ferðamönnum sem dvelja á hótelunum í þorpinu eða keyra í gegnum það. Þá eru mjög fjölmennir ferðamannastaði í sveitarfélaginu og nægir þar að nefna Reynisfjöru. Góð löggæsla er því mikilvæg á stað eins og í Vík og í Mýrdalshreppi reyndar öllum því umferðin er svo mikil. Á meðan lögreglumaður er ekki á vakt í Vík þá er lögreglumaður á Klaustri á vakt en það er tæplega klukkutíma akstur á milli staðanna. Nú styttist hins vegar í að ný og glæsileg lögreglustöð verði opnuð í Vík. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Já, það var stór áfangi ætla ég að segja fyrir okkur að fá það staðfest að ríkið ætlaði loksins að fara að búa til almennilega aðstöðu hérna fyrir þá sem starfa við löggæslu. Nú er bara næst að fá fleiri lögreglumenn hérna á svæðið vegna þess að við sættum okkur auðvitað ekkert við það að það sé ekki búsettur hérna lögreglumaður hálfan mánuðinn,“ segir Einar Freyr. Já, er það þannig? „Það er staðan, hálfan mánuðinn þá er engin á vakt hjá lögreglunni, sem er búsettur í Vík. Það er ekki staða, sem við getum sætt okkur við, hvorki upp á öryggi íbúa að gera eða öryggi allra þeirra þúsunda ferðamanna, sem eru á koma hérna á hverjum degi“ segir Einar Freyr og heldur áfram. „Við höfum komið á framfæri þessu gagnvart lögreglustjóranum að þetta þurfi að bæta en aðstaðan er auðvitað liður í því, gerir auðvitað að meira spennandi starfi að vera í almennilegri starfsaðstöðu.“ Þúsundir ferðamanna koma í Vík í Mýrdal á hverjum degi og hefur ferðamannafjöldinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Freyr tekur líka fram að það sé mjög slæmt að lögreglubílarnir á svæðinu séu ekki tvímannaðir á Kirkjubæjarklaustri og Vík því ef eitthvað alvarlegt gerist þá eigi einn lögreglumaður mjög erfitt með að fara inn í hættulegar aðstæður, það segi sig sjálft. Einar Freyr segir að það verði að efla löggæslu í Mýrdalshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Það er stöðug íbúafjölgun í Vík í Mýrdal og mjög mikið af ferðamönnum sem dvelja á hótelunum í þorpinu eða keyra í gegnum það. Þá eru mjög fjölmennir ferðamannastaði í sveitarfélaginu og nægir þar að nefna Reynisfjöru. Góð löggæsla er því mikilvæg á stað eins og í Vík og í Mýrdalshreppi reyndar öllum því umferðin er svo mikil. Á meðan lögreglumaður er ekki á vakt í Vík þá er lögreglumaður á Klaustri á vakt en það er tæplega klukkutíma akstur á milli staðanna. Nú styttist hins vegar í að ný og glæsileg lögreglustöð verði opnuð í Vík. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Já, það var stór áfangi ætla ég að segja fyrir okkur að fá það staðfest að ríkið ætlaði loksins að fara að búa til almennilega aðstöðu hérna fyrir þá sem starfa við löggæslu. Nú er bara næst að fá fleiri lögreglumenn hérna á svæðið vegna þess að við sættum okkur auðvitað ekkert við það að það sé ekki búsettur hérna lögreglumaður hálfan mánuðinn,“ segir Einar Freyr. Já, er það þannig? „Það er staðan, hálfan mánuðinn þá er engin á vakt hjá lögreglunni, sem er búsettur í Vík. Það er ekki staða, sem við getum sætt okkur við, hvorki upp á öryggi íbúa að gera eða öryggi allra þeirra þúsunda ferðamanna, sem eru á koma hérna á hverjum degi“ segir Einar Freyr og heldur áfram. „Við höfum komið á framfæri þessu gagnvart lögreglustjóranum að þetta þurfi að bæta en aðstaðan er auðvitað liður í því, gerir auðvitað að meira spennandi starfi að vera í almennilegri starfsaðstöðu.“ Þúsundir ferðamanna koma í Vík í Mýrdal á hverjum degi og hefur ferðamannafjöldinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Freyr tekur líka fram að það sé mjög slæmt að lögreglubílarnir á svæðinu séu ekki tvímannaðir á Kirkjubæjarklaustri og Vík því ef eitthvað alvarlegt gerist þá eigi einn lögreglumaður mjög erfitt með að fara inn í hættulegar aðstæður, það segi sig sjálft. Einar Freyr segir að það verði að efla löggæslu í Mýrdalshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira