Martin og félagar fengu skell gegn Fenerbahce Siggeir Ævarsson skrifar 29. mars 2024 19:42 Martin skoraði tólf í kvöld en það dugði skammt vísir/Getty Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin sáu aldrei til sólar í kvöld þegar liðið sótti tyrkenska liðið Fenerbahce heim í EuroLeague keppninni en lokatölur leiksins urðu 103-68. Heimamenn settu tóninn strax í fyrsta leikhluta þar sem þeir skoruðu 34 stig gegn aðeins 18 stigum Alba Berlin. Þeir tóku svo álíka sprett í þriðja leikhluta sem fór 31-13 og úrslitin löngu ráðin þrátt fyrir að tíu mínútur væru eftir af körfubolta, staðan 83-53 Fenerbahce í vil. Martin var næsta stigahæstur í liði Alba Berlin, skoraði tólf stig og bætti við tveimur stoðsendingum, en enginn leikmaður liðsins gaf fleiri en tvær slíkar í kvöld. Lið Alba Berlin hefur ekki riðið feitum hesti frá flestum leikjum sínum í Euroleague þetta tímabilið og aðeins landað fimm sigrum í 32 leikjum og er liðið neðst af þeim 18 liðum sem taka þátt í keppninni. Fenerbahce er aftur á móti í ágætis málum í 6. sæti en þetta var 20. sigur liðsins í keppninni. Á toppnum trónir lið Real Madrid sem hefur haft nokkra yfirburði, með 25 sigra í 31 leik. Leikurinn var alls ekki tíðindalaus þrátt fyrir yfirburði heimamanna en hinn bandaríski Nigel Hayes, leikmaður Fenerbahce, setti stigamet í EuroLeague þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora 50 stig í leik. NEW RECORD FOR MOST POINTS IN A SINGLE EUROLEAGUE GAME!!! NIGEL HAYES-DAVIS 50 POINTS!!!! @NIGEL_HAYES l @FBBasketbol pic.twitter.com/MnWhGno792— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 29, 2024 Þess má til gamans geta að aðeins einn annar leikmaður Fenerbahce skoraði yfir tíu stig í kvöld og Hayes hefur að meðaltali skorað um 13 stig í leik í deildinni. Körfubolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Heimamenn settu tóninn strax í fyrsta leikhluta þar sem þeir skoruðu 34 stig gegn aðeins 18 stigum Alba Berlin. Þeir tóku svo álíka sprett í þriðja leikhluta sem fór 31-13 og úrslitin löngu ráðin þrátt fyrir að tíu mínútur væru eftir af körfubolta, staðan 83-53 Fenerbahce í vil. Martin var næsta stigahæstur í liði Alba Berlin, skoraði tólf stig og bætti við tveimur stoðsendingum, en enginn leikmaður liðsins gaf fleiri en tvær slíkar í kvöld. Lið Alba Berlin hefur ekki riðið feitum hesti frá flestum leikjum sínum í Euroleague þetta tímabilið og aðeins landað fimm sigrum í 32 leikjum og er liðið neðst af þeim 18 liðum sem taka þátt í keppninni. Fenerbahce er aftur á móti í ágætis málum í 6. sæti en þetta var 20. sigur liðsins í keppninni. Á toppnum trónir lið Real Madrid sem hefur haft nokkra yfirburði, með 25 sigra í 31 leik. Leikurinn var alls ekki tíðindalaus þrátt fyrir yfirburði heimamanna en hinn bandaríski Nigel Hayes, leikmaður Fenerbahce, setti stigamet í EuroLeague þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora 50 stig í leik. NEW RECORD FOR MOST POINTS IN A SINGLE EUROLEAGUE GAME!!! NIGEL HAYES-DAVIS 50 POINTS!!!! @NIGEL_HAYES l @FBBasketbol pic.twitter.com/MnWhGno792— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 29, 2024 Þess má til gamans geta að aðeins einn annar leikmaður Fenerbahce skoraði yfir tíu stig í kvöld og Hayes hefur að meðaltali skorað um 13 stig í leik í deildinni.
Körfubolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira