„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 08:37 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands á blaðamannafundi á fimmtudag eftir fund hans með Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu. EPA/Marcin Obara Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. Ummæli hans koma í kjölfar þess að Rússlandsher gerði umfangsmikla árás á raforkukerfi Úkraínu á fimmtudag. Vladimír Pútín, forseti Rússlands sagði í þessari viku að yfirvöld í Moskvu ætluðu ekki að sýna árásargirni í garð ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hann bætti við að hugmyndir um að Rússar gerðu árás á Pólland, Eystrasaltsríkin eða Tékkland væru þvæla en öll eru ríkin hluti af NATO. Pútín sagði þó að ef kæmi til þess að Úkraína sendi F-16 herflugvélar frá flugvöllum í öðrum ríkjum myndu þau teljast „lögmæt skotmörk, sama hvar þau eru staðsett.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en nærri hundrað flugskeyti og drónar voru notuð í nýlegri árás Rússa á Úkraínu sem olli rafmagnstruflunum á vissum svæðum. Um er að ræða aðra árásina í röð þar sem Rússlandsher beitir miklum fjölda vopna á sama tíma til að yfirbuga úkraínskar varnir. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu hefur varað við því að árásir á vatnsaflsvirkjanir í landinu gætu leitt til stórvægilegs umhverfisslyss. Breska ríkisútvarpið hefur eftir borgarstjóra Kharkív, næst stærstu borg Úkraínu að raforkukerfið liggi undir alvarlegum skemmdum og það geti tekið tvo mánuði að koma því í samt horf. Á meðan eigi iðnaður erfitt uppdráttar og smærri fyrirtæki notist við rafstöðvar. Tusk, forsætisráðherra Póllands kallar eftir auknum og umsvifalausum hergagnaflutningi til Úkraínu og varar við því að framgangur stríðsins næstu tvö árin muni ráða öllu. „Við lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Pólland NATO Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58 Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Ummæli hans koma í kjölfar þess að Rússlandsher gerði umfangsmikla árás á raforkukerfi Úkraínu á fimmtudag. Vladimír Pútín, forseti Rússlands sagði í þessari viku að yfirvöld í Moskvu ætluðu ekki að sýna árásargirni í garð ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hann bætti við að hugmyndir um að Rússar gerðu árás á Pólland, Eystrasaltsríkin eða Tékkland væru þvæla en öll eru ríkin hluti af NATO. Pútín sagði þó að ef kæmi til þess að Úkraína sendi F-16 herflugvélar frá flugvöllum í öðrum ríkjum myndu þau teljast „lögmæt skotmörk, sama hvar þau eru staðsett.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en nærri hundrað flugskeyti og drónar voru notuð í nýlegri árás Rússa á Úkraínu sem olli rafmagnstruflunum á vissum svæðum. Um er að ræða aðra árásina í röð þar sem Rússlandsher beitir miklum fjölda vopna á sama tíma til að yfirbuga úkraínskar varnir. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu hefur varað við því að árásir á vatnsaflsvirkjanir í landinu gætu leitt til stórvægilegs umhverfisslyss. Breska ríkisútvarpið hefur eftir borgarstjóra Kharkív, næst stærstu borg Úkraínu að raforkukerfið liggi undir alvarlegum skemmdum og það geti tekið tvo mánuði að koma því í samt horf. Á meðan eigi iðnaður erfitt uppdráttar og smærri fyrirtæki notist við rafstöðvar. Tusk, forsætisráðherra Póllands kallar eftir auknum og umsvifalausum hergagnaflutningi til Úkraínu og varar við því að framgangur stríðsins næstu tvö árin muni ráða öllu. „Við lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Pólland NATO Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58 Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Pólverjar virkja aukinn viðbúnað eftir „gríðarlegar“ árásir Pólski flugherinn hefur virkjað aukinn viðbúnað í kjölfar loftárásarhrinu Rússa í Kyiv höfuðborg Úkraínu og Lviv í austurhluta landsins. Um er að ræða þriðju árásirnar um nótt á fjórum dögum. 24. mars 2024 07:58
Um 375 milljónir til úkraínska hersins Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. 26. mars 2024 10:26