„Staðráðnar í því að láta drauminn rætast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 13:00 Sunna Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu en íslenski stelpurnar eru í dauðafæri að tryggja sig inn á EM 2024. Vísir/Hulda Margrét Sunna Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu um næstu helgi. Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn