Landsliðið til Lúxemborgar en þrjár urðu eftir á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 11:45 Steinunn Björnsdóttir er ein þriggja sem eftir urðu á Íslandi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kvennalandslið Íslands í handbolta hélt í morgun af stað til Lúxemborgar þar sem liðið mætir heimakonum á miðvikudag, í næstsíðasta leiknum í undankeppni EM. Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni. EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni.
EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
„Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00
Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09