Alvarlegur stjórnunarvandi við umsýslu ríkiseigna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. apríl 2024 10:15 Enn horfum við upp á stjórnleysi og samskiptaleysi þegar kemur að umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, nú í tengslum við kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Legið hefur fyrir í átta mánuði að Landsbankinn sæktist eftir því að kaupa TM og fjórir mánuðir eru liðnir síðan formlegt söluferli hófst. Samkvæmt greinargerð bankaráðs Landsbankans var Bankasýsla ríkisins margupplýst um áformin, í tölvupóstum, á fundum og í símtölum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra greindi frá því í hlaðvarpsviðtali 2. febrúar síðastliðinn að hún væri mótfallin þessum viðskiptum og teldi þau ekki samræmast eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki. Hins vegar virðist ráðherra ekki hafa gripið til neinna ráðstafana samkvæmt þeim heimildum sem hún hefur samkvæmt lögum fyrr en eftir að Landsbankinn hafði lagt fram bindandi kauptilboð og kauptilboðið hafði verið samþykkt þann 18. mars. Þá fyrst óskaði ráðherra eftir upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins vegna málsins. Kvöldið áður birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hún lýsti því yfir að viðskiptin yrðu „ekki að veruleika með mínu samþykki, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða“. Spurði einskis og átti engin samskipti við Bankasýsluna Atburðarásin er með miklum ólíkindum þegar horft er til ábyrgðar og skyldna fjármála- og efnahagsráðherra samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra er vörslumaður ríkiseigna og ber ábyrgð á því að meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sé í samræmi við eigendastefnu ríkisins. Eins og umboðsmaður Alþingis bendir á í áliti sínu um Íslandsbankasöluna frá 10. október 2023 er Bankasýslan ekki sjálfstætt stjórnvald heldur ná yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur ráðherra sannarlega til stofnunarinnar. Raunar hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildum ráðherra gagnvart Bankasýslunni verið markaður sérstakur farvegur í 3. mgr. 2. gr. laga um Bankasýslu ríkisins þar sem mælt er fyrir um heimild ráðherra til að beina tilmælum til stjórnar Bankasýslunnar um tiltekin málefni. Ef það var og er afstaða ráðherra að kaup ríkisbankans á stóru tryggingafélagi stangist á við eigendastefnu ríkisins þá átti ráðherra að bregðast við samkvæmt þeim heimildum sem hún hefur og tryggja að gripið væri til ráðstafana áður en kaupin fóru fram. Það gerði ráðherra ekki. Í staðinn bregst hún við eftir á, þegar ljóst er að stöðvun viðskiptanna getur bakað ríkinu skaðabótaskyldu. Það sem meira er, nú hefur ráðherra viðurkennt á Alþingi að hafa ekki aflað neinna upplýsinga um málið hjá Bankasýslunni fyrr en eftir að kauptilboð Landsbankans var samþykkt. Ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum? Í nauðvörn sinni hafa Sjálfstæðismenn reynt að beina allri athygli að bankaráði Landsbankans og samskiptum þess við Bankasýslu ríkisins og sagt að með umræðu um ábyrgð og skyldur ráðherra sé Samfylkingin að slá ryki í augu almennings. Þetta er kunnuglegt stef úr umræðunni um Íslandsbankasöluna fyrr á þessu kjörtímabili þar sem stjórnarliðar létu eins og fjármála- og efnahagsráðherra væri ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum vegna „armslengdarreglu“. Umboðsmaður Alþingis tætti í sig þann málflutning í áliti sínu um vanhæfi fyrrverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, við söluna á Íslandsbanka og benti á að ráðherra ber skylda til að fylgjast með því að starfræksla Bankasýslunnar sé í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Á öllum venjulegum vinnustöðum er reglan sú að yfirmenn bera ábyrgð á störfum undirmanna og hafa eftirlit með því að þau fari fram eins og til er ætlast. Í daglegu tali er þetta kallað stjórnun. Það er yfirleitt ekki talin sérstaklega sannfærandi málsvörn stjórnanda að segjast ekkert hafa vitað hvað undirmennirnir voru að gera í vinnunni. Eru slíkir stjórnendur sjaldnast langlífir í starfi. Á stjórnarheimili sitjandi ríkisstjórnar gilda önnur lögmál. Þar keppast ráðherrar við að lýsa því yfir opinberlega að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvað starfsfólk þeirra var að bardúsa. Allir sjá í hendi sér að ábyrgð ráðherra á stjórnsýslu sem undir hann heyrir getur tæplega verið minni en sú ábyrgð sem hvílir á stjórnendum almennt. Hvað hefði fjármálaráðherra sagt ef bankastjóri Landsbankans hefði stigið fram og sagst ekkert hafa vitað um fyrirhuguð kaup bankans á TM fyrr en búið var að ganga frá þeim? Líklega hefði ráðherrann ályktað – með réttu – að bankastjórinn væri ekki að sinna starfi sínu. Sömu ályktun hlýtur almenningur að draga um Bankasýslu sem ekkert segist hafa vitað hvað bankaráð, sem stofnunin skipaði sjálf til að fara með stjórn bankans í umboði almennings, var að gera og um fjármálaráðherra sem ekki vissi hvað undirstofnun hans var að gera í máli sem hann hafði sjálfur opinberlega lýst yfir áhyggjum af. Þurfti að skila Eurovision-stigunum Í umræðum á Alþingi 20. mars síðastliðinn var afskiptaleysi ráðherra réttlætt með vísan til „armslengdarsjónarmiða“. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist gefa ráðherra „12 Eurovision stig“ fyrir framgöngu sína í málinu, einkum fyrir að hafa ekki átt í beinum samskiptum við stjórnendur bankans vegna málsins. Hún hamraði á því að „vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna“. Tveimur dögum síðar greindi Heimildin frá því að ráðherra hefði sannarlega átt í beinum samskiptum við bankastjóra Landsbankans um kaupin á tryggingafélaginu. Það mun ráðherra hafa gert á fundi 21. febrúar að eigin sögn. Með þessu er varnarræðu þingflokksformannsins snúið upp í andhverfu sína og ráðherra hlýtur að þurfa að skila Eurovision-stigunum. Eins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins benti á gerir eigendastefna ríkisins einmitt ekki ráð fyrir beinum afskiptum ráðherra af þessu tagi. Ráðherra getur hins vegar beitt sér gagnvart lægra settu stjórnvaldi, Bankasýslu ríkisins, í krafti yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna, með tilmælum samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um bankasýslu ríkisins. Það er hin lögformlega og rétta leið. Hæfisreglur gilda ekki bara við töku stjórnvaldsákvarðana Heimildin og Mbl.is hafa vakið athygli á því að bróðir fjármála- og efnahagsráðherra, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í tryggingafyrirtækinu VÍS, sem er einn af samkeppnisaðilum TM. Þar að auki er Ásgeir forstjóri SKELjar fjárfestingafélags hf., sem er næststærsti hluthafinn í VÍS með 8,23% hlut. Aðspurð hvort hæfisreglur hafi komið til skoðunar af hennar hálfu vegna kaupa Landsbankans á TM segir ráðherra í svari til Mbl.is: „Ég gæti að hæfi mínu sem ráðherra við stjórnvaldsákvarðanir eins og reglur kveða á um, engar slíkar ákvarðanir [hafa] verið teknar vegna málsins.“ Hér skautar ráðherra fram hjá því að hæfisreglur einskorðast ekki við töku stjórnvaldsákvarðana. Óskráð vanhæfisregla stjórnsýsluréttarins nær yfir ýmsar aðrar athafnir sem falla utan gildissviðs stjórnsýslulaga, og getur til að mynda skipt máli þegar ráðherra beitir sér óformlega gagnvart bankastjóra, eins og ráðherra viðurkennir að hafa gert 21. febrúar, eða þegar ráðherra beitir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildum sínum gagnvart lægra settu stjórnvaldi eins og ráðherra gerði loks með bréfi til Bankasýslu ríkisins þann 18. mars, eftir að bindandi kauptilboð Landsbankans í TM hafði verið lagt fram og samþykkt. Í áliti umboðsmanns Alþingis um Íslandsbankamálið er fjallað um mikilvægi þess að traust ríki um málefni stjórnsýslunnar, „ekki síst þegar um er að ræða ráðstöfun stjórnvalda á eignum eða öðrum takmörkuðum gæðum”. Í því tilliti hafa reglur um sérstakt hæfi mikla þýðingu að mati umboðsmanns. Hvort vensl við forstjóra Skeljar og stjórnarmann í VÍS geri Þórdísi Kolbrúnu raunverulega vanhæfa til aðkomu að ákvörðunum um kaup Landsbankans á öðru tryggingafyrirtæki verður ekkert staðhæft um hér, en umræðan um málið – aðeins örfáum mánuðum eftir að umboðsmaður Alþingis snupraði forvera Þórdísar fyrir að gæta ekki að hæfi sínu við meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtæki – er áminning um að ráðherrar verða að beita valdi sínu eftir lögformlegum leiðum þar sem samskipti eru skráð og rekjanleg og gætt er að málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Lærðu þau ekkert? Eftir standa þessi meginatriði: Ráðherra mátti vita og virðist sannarlega hafa vitað af áformum Landsbankans um kaupin á TM áður en bindandi tilboð var lagt fram. Ráðherra hafði skýrar og ótvíræðar heimildir til að grípa inn í þessi áform – og bar skylda til þess ef hann taldi þau ósamrýmanleg eigendastefnu ríkisins. Ráðherra gerði það ekki, þrátt fyrir vitneskju sína og embættisskyldur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra eftir að forveri hennar, Bjarni Benediktsson, hafði sagt af sér vegna embættisglapa við meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtæki. Að mati umboðsmanns Alþingis var stjórnsýsla Bjarna Benediktssonar „ekki […] í nægilega góðu samræmi við stjórnunar- og eftirlitsskyldu hans gagnvart Bankasýslu ríkisins”. Fjármála- og efnahagsráðherra bar skylda til að fylgjast með starfsemi Bankasýslu ríkisins og hafði fastmótaðar heimildir samkvæmt lögum til að afla upplýsinga og beina fyrirmælum til stofnunarinnar um tiltekin atriði. Af þessu leiðir auðvitað að ráðherra getur ekki firrt sig ábyrgð eða falið sig á bak við „armslengdarsjónarmið” þegar hann klikkar á því að sinna stjórnunar- og eftirlitshlutverki sínu í veigamiklum málum er varða almannahagsmuni. Atburðarásin í kringum kaup Landsbankans á TM og málflutningur Sjálfstæðismanna í kjölfarið bendir ekki til þess að forysta flokksins hafi dregið nokkurn einasta lærdóm af Íslandsbankamálinu. Almenningur á Íslandi gerir ríkar kröfur um vönduð vinnubrögð við umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og undir þessum kröfum verða ráðamenn að standa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn horfum við upp á stjórnleysi og samskiptaleysi þegar kemur að umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, nú í tengslum við kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Legið hefur fyrir í átta mánuði að Landsbankinn sæktist eftir því að kaupa TM og fjórir mánuðir eru liðnir síðan formlegt söluferli hófst. Samkvæmt greinargerð bankaráðs Landsbankans var Bankasýsla ríkisins margupplýst um áformin, í tölvupóstum, á fundum og í símtölum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra greindi frá því í hlaðvarpsviðtali 2. febrúar síðastliðinn að hún væri mótfallin þessum viðskiptum og teldi þau ekki samræmast eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki. Hins vegar virðist ráðherra ekki hafa gripið til neinna ráðstafana samkvæmt þeim heimildum sem hún hefur samkvæmt lögum fyrr en eftir að Landsbankinn hafði lagt fram bindandi kauptilboð og kauptilboðið hafði verið samþykkt þann 18. mars. Þá fyrst óskaði ráðherra eftir upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins vegna málsins. Kvöldið áður birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hún lýsti því yfir að viðskiptin yrðu „ekki að veruleika með mínu samþykki, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða“. Spurði einskis og átti engin samskipti við Bankasýsluna Atburðarásin er með miklum ólíkindum þegar horft er til ábyrgðar og skyldna fjármála- og efnahagsráðherra samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra er vörslumaður ríkiseigna og ber ábyrgð á því að meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sé í samræmi við eigendastefnu ríkisins. Eins og umboðsmaður Alþingis bendir á í áliti sínu um Íslandsbankasöluna frá 10. október 2023 er Bankasýslan ekki sjálfstætt stjórnvald heldur ná yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur ráðherra sannarlega til stofnunarinnar. Raunar hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildum ráðherra gagnvart Bankasýslunni verið markaður sérstakur farvegur í 3. mgr. 2. gr. laga um Bankasýslu ríkisins þar sem mælt er fyrir um heimild ráðherra til að beina tilmælum til stjórnar Bankasýslunnar um tiltekin málefni. Ef það var og er afstaða ráðherra að kaup ríkisbankans á stóru tryggingafélagi stangist á við eigendastefnu ríkisins þá átti ráðherra að bregðast við samkvæmt þeim heimildum sem hún hefur og tryggja að gripið væri til ráðstafana áður en kaupin fóru fram. Það gerði ráðherra ekki. Í staðinn bregst hún við eftir á, þegar ljóst er að stöðvun viðskiptanna getur bakað ríkinu skaðabótaskyldu. Það sem meira er, nú hefur ráðherra viðurkennt á Alþingi að hafa ekki aflað neinna upplýsinga um málið hjá Bankasýslunni fyrr en eftir að kauptilboð Landsbankans var samþykkt. Ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum? Í nauðvörn sinni hafa Sjálfstæðismenn reynt að beina allri athygli að bankaráði Landsbankans og samskiptum þess við Bankasýslu ríkisins og sagt að með umræðu um ábyrgð og skyldur ráðherra sé Samfylkingin að slá ryki í augu almennings. Þetta er kunnuglegt stef úr umræðunni um Íslandsbankasöluna fyrr á þessu kjörtímabili þar sem stjórnarliðar létu eins og fjármála- og efnahagsráðherra væri ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum vegna „armslengdarreglu“. Umboðsmaður Alþingis tætti í sig þann málflutning í áliti sínu um vanhæfi fyrrverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, við söluna á Íslandsbanka og benti á að ráðherra ber skylda til að fylgjast með því að starfræksla Bankasýslunnar sé í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Á öllum venjulegum vinnustöðum er reglan sú að yfirmenn bera ábyrgð á störfum undirmanna og hafa eftirlit með því að þau fari fram eins og til er ætlast. Í daglegu tali er þetta kallað stjórnun. Það er yfirleitt ekki talin sérstaklega sannfærandi málsvörn stjórnanda að segjast ekkert hafa vitað hvað undirmennirnir voru að gera í vinnunni. Eru slíkir stjórnendur sjaldnast langlífir í starfi. Á stjórnarheimili sitjandi ríkisstjórnar gilda önnur lögmál. Þar keppast ráðherrar við að lýsa því yfir opinberlega að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvað starfsfólk þeirra var að bardúsa. Allir sjá í hendi sér að ábyrgð ráðherra á stjórnsýslu sem undir hann heyrir getur tæplega verið minni en sú ábyrgð sem hvílir á stjórnendum almennt. Hvað hefði fjármálaráðherra sagt ef bankastjóri Landsbankans hefði stigið fram og sagst ekkert hafa vitað um fyrirhuguð kaup bankans á TM fyrr en búið var að ganga frá þeim? Líklega hefði ráðherrann ályktað – með réttu – að bankastjórinn væri ekki að sinna starfi sínu. Sömu ályktun hlýtur almenningur að draga um Bankasýslu sem ekkert segist hafa vitað hvað bankaráð, sem stofnunin skipaði sjálf til að fara með stjórn bankans í umboði almennings, var að gera og um fjármálaráðherra sem ekki vissi hvað undirstofnun hans var að gera í máli sem hann hafði sjálfur opinberlega lýst yfir áhyggjum af. Þurfti að skila Eurovision-stigunum Í umræðum á Alþingi 20. mars síðastliðinn var afskiptaleysi ráðherra réttlætt með vísan til „armslengdarsjónarmiða“. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist gefa ráðherra „12 Eurovision stig“ fyrir framgöngu sína í málinu, einkum fyrir að hafa ekki átt í beinum samskiptum við stjórnendur bankans vegna málsins. Hún hamraði á því að „vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna“. Tveimur dögum síðar greindi Heimildin frá því að ráðherra hefði sannarlega átt í beinum samskiptum við bankastjóra Landsbankans um kaupin á tryggingafélaginu. Það mun ráðherra hafa gert á fundi 21. febrúar að eigin sögn. Með þessu er varnarræðu þingflokksformannsins snúið upp í andhverfu sína og ráðherra hlýtur að þurfa að skila Eurovision-stigunum. Eins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins benti á gerir eigendastefna ríkisins einmitt ekki ráð fyrir beinum afskiptum ráðherra af þessu tagi. Ráðherra getur hins vegar beitt sér gagnvart lægra settu stjórnvaldi, Bankasýslu ríkisins, í krafti yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna, með tilmælum samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um bankasýslu ríkisins. Það er hin lögformlega og rétta leið. Hæfisreglur gilda ekki bara við töku stjórnvaldsákvarðana Heimildin og Mbl.is hafa vakið athygli á því að bróðir fjármála- og efnahagsráðherra, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í tryggingafyrirtækinu VÍS, sem er einn af samkeppnisaðilum TM. Þar að auki er Ásgeir forstjóri SKELjar fjárfestingafélags hf., sem er næststærsti hluthafinn í VÍS með 8,23% hlut. Aðspurð hvort hæfisreglur hafi komið til skoðunar af hennar hálfu vegna kaupa Landsbankans á TM segir ráðherra í svari til Mbl.is: „Ég gæti að hæfi mínu sem ráðherra við stjórnvaldsákvarðanir eins og reglur kveða á um, engar slíkar ákvarðanir [hafa] verið teknar vegna málsins.“ Hér skautar ráðherra fram hjá því að hæfisreglur einskorðast ekki við töku stjórnvaldsákvarðana. Óskráð vanhæfisregla stjórnsýsluréttarins nær yfir ýmsar aðrar athafnir sem falla utan gildissviðs stjórnsýslulaga, og getur til að mynda skipt máli þegar ráðherra beitir sér óformlega gagnvart bankastjóra, eins og ráðherra viðurkennir að hafa gert 21. febrúar, eða þegar ráðherra beitir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildum sínum gagnvart lægra settu stjórnvaldi eins og ráðherra gerði loks með bréfi til Bankasýslu ríkisins þann 18. mars, eftir að bindandi kauptilboð Landsbankans í TM hafði verið lagt fram og samþykkt. Í áliti umboðsmanns Alþingis um Íslandsbankamálið er fjallað um mikilvægi þess að traust ríki um málefni stjórnsýslunnar, „ekki síst þegar um er að ræða ráðstöfun stjórnvalda á eignum eða öðrum takmörkuðum gæðum”. Í því tilliti hafa reglur um sérstakt hæfi mikla þýðingu að mati umboðsmanns. Hvort vensl við forstjóra Skeljar og stjórnarmann í VÍS geri Þórdísi Kolbrúnu raunverulega vanhæfa til aðkomu að ákvörðunum um kaup Landsbankans á öðru tryggingafyrirtæki verður ekkert staðhæft um hér, en umræðan um málið – aðeins örfáum mánuðum eftir að umboðsmaður Alþingis snupraði forvera Þórdísar fyrir að gæta ekki að hæfi sínu við meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtæki – er áminning um að ráðherrar verða að beita valdi sínu eftir lögformlegum leiðum þar sem samskipti eru skráð og rekjanleg og gætt er að málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Lærðu þau ekkert? Eftir standa þessi meginatriði: Ráðherra mátti vita og virðist sannarlega hafa vitað af áformum Landsbankans um kaupin á TM áður en bindandi tilboð var lagt fram. Ráðherra hafði skýrar og ótvíræðar heimildir til að grípa inn í þessi áform – og bar skylda til þess ef hann taldi þau ósamrýmanleg eigendastefnu ríkisins. Ráðherra gerði það ekki, þrátt fyrir vitneskju sína og embættisskyldur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra eftir að forveri hennar, Bjarni Benediktsson, hafði sagt af sér vegna embættisglapa við meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtæki. Að mati umboðsmanns Alþingis var stjórnsýsla Bjarna Benediktssonar „ekki […] í nægilega góðu samræmi við stjórnunar- og eftirlitsskyldu hans gagnvart Bankasýslu ríkisins”. Fjármála- og efnahagsráðherra bar skylda til að fylgjast með starfsemi Bankasýslu ríkisins og hafði fastmótaðar heimildir samkvæmt lögum til að afla upplýsinga og beina fyrirmælum til stofnunarinnar um tiltekin atriði. Af þessu leiðir auðvitað að ráðherra getur ekki firrt sig ábyrgð eða falið sig á bak við „armslengdarsjónarmið” þegar hann klikkar á því að sinna stjórnunar- og eftirlitshlutverki sínu í veigamiklum málum er varða almannahagsmuni. Atburðarásin í kringum kaup Landsbankans á TM og málflutningur Sjálfstæðismanna í kjölfarið bendir ekki til þess að forysta flokksins hafi dregið nokkurn einasta lærdóm af Íslandsbankamálinu. Almenningur á Íslandi gerir ríkar kröfur um vönduð vinnubrögð við umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og undir þessum kröfum verða ráðamenn að standa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun