Áróðurinn gegn Evrópusambandinu á Íslandi – Framhald Jón Frímann Jónsson skrifar 2. apríl 2024 14:00 Það er ónefndur maður sem skrifar stöðugt rugl greinar um Evrópusambandið hérna á Vísir. Þessi maður er ekkert annað en lygari og skrifar greinar sem eru í andstöðu við raunveruleikann. Þar er öllu mögulegu haldið fram og ekkert að því er satt svo að ég sjái. Núna er umræðuefnið fríverslunarsamningar og hvernig þeir eru betri en Evrópusambandið. Reynsla Bretland, eftir að þeir fóru úr Evrópusambandinu er ekki góð. Fríverslunarsamningar Bretlands við Ástralíu og Nýja Sjáland eru almennt taldir vera varla pappírsins virði sem þeir eru skrifaðir á og Breskir bændur komu mjög illa úr þeim samningum. Um það er fjallað hérna á frétta síðu BBC News árið 2022. Það sama er að segja um fríverslunarsamning Bretlands við Nýja Sjáland eins og er fjallað um hérna á frétta síðu Sky News. Bretland er einnig ekki að fara að fá neinn samning við Bandaríkin, sem almennt gera ekki samninga við önnur ríki um viðskipti. Heildar áhrif þessara fríverslunarsamninga eru talin vera í kringum 0,08% af efnahag Bretlands til ársins 2035 eins og lesa má um hérna í tilfelli fríverslunarsamnings Bretlands við Ástralíu. Ég hef ekki fundið þessar tölur varðandi fríverslunarsamning Bretlands og Nýja Sjálands. Ísland er smáríki og ef það fer úr EES og EFTA. Eins og þessi hópur af fólki vill. Þá mundi efnahagur Íslands hrynja á einum degi og það mundi láta efnahagshrunið árið 2008 líta út eins og smávesen í samanburði. Auki sem að íslendingar mundu tapa frjálsum aðgangi að Evrópusambandinu (frjáls för, búseta, kaup á húsnæði, heilbrigðismál og fleira og fleira) . Það sama mundi gerast í Noregi ef þeir fara úr, eins og viðkomandi fullyrðir að sé mikill áhugi á í Noregi. Staðreyndin er hinsvegar sú að Norðmenn hafa engann áhuga á því að fara úr EES eða EFTA, ekkert frekar en Íslendingar. Þetta er bara upplýsingaóreiða og mjög skipulögð. Þetta er áróður hjá þessum manni, allar hans greinar eru ekkert annað og ég er persónulega búinn að fá nóg af því að hann skuli fá að svona þvælu stöðugt birta án athugasemda. Af lagalegum ástæðum ákvað ég að sleppa því að nefna viðkomandi. Þeir finna sem leita eins og sagt er. Það má einnig nefna að bændur í Bretlandi eru margir komnir á vonarvölina eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Greiðslur frá Breska ríkinu berast seint til bænda í Bretlandi, útflutningur hjá þeim hefur hrunið síðan útganga Bretlands átti sér stað. Það sama gerðist hjá fiskimönnum Bretlands, útflutningur þeirra hrundi og þeir geta ekki landað í öðrum ríkjum sem eru aðilar að Evrópusambandinu. Það var ekkert vandamál þegar Bretland var aðili en í dag er slíkt stranglega bannað vegna þess að Bretland er þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og matvæli þaðan, jafnvel þó svo að þau komi beint úr skipi, þurfa að fara í gegnum ákveðið vottunarferli. Ísland er í gegnum EES samninginn hluti af þessu kerfi að hluta til og þarf því ekki að eiga við nærri því eins mikla skriffinnsku en annars væri. Ísland gerir sína fríverslunarsamninga á grundvelli EFTA. Ég er ekki viss um Ísland mundi fá nokkra fríverslunarsamninga án EFTA. Þar sem Ísland er einfaldlega of lítið til þess að nokkur ríki nenni að semja við Íslendinga ef það er ekki nauðsynlegt útaf öðrum ástæðum. Regluverk frá Evrópusambandinu er ekki íþyngjandi, nema í huga þeirra sem ætla sér að svindla og komast upp með svindlið. Almennt séð, þá eru regluverk sett eftir reynslunni og þá slæmri reynslu. Regluverk eru almennt ekki sett um hluti sem eru í lagi og hafa alltaf verið í lagi. Síðan er það þannig að Evrópusambandið hefur engin völd á Íslandi. Ísland er skuldbundið til þess að taka upp lög Evrópusambandsins í samræmi við EES samninginn samkvæmt ákvæðum þar um. Þetta gerist ekki sjálfkrafa eins og hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins heldur þarf Alþingi íslendinga að samþykkja öll lög frá Evrópusambandinu. Á móti fá íslendingar ekki að sitja við ferlið þegar lögin eru samþykkt eins og hin 27 aðildarríki Evrópusambandsins og geta ekki samið um undanþágur eða takmarkaðri gildistöku laga á Íslandi eftir þörfum. Áróðurinn gegn Evrópusambandinu og forverum þess á Íslandi hefur lengi verið í gangi. Elstu dæmin um þetta má finna í fréttum Morgunblaðsins þann 12. Maí 1963 eins og er hægt að sjá hérna. Eftir því sem tímarnir hafa breyst, þá hefur sagan gegn Evrópusambandinu einnig breyst. Þar var málflutningurinn sá að gera tolla og viðskiptasamninga við þáverandi Evrópubandalag, þetta er í raun sami málflutningur sem hafður er uppi í dag, rúmlega 61 ári eftir að hann kom fram í fjölmiðlum á sjöunda áratug 20 aldarinnar og þetta hófst örugglega talsvert fyrr. Þetta fólk og þessir stjórnmálaflokkar sem halda því fram og gera það mjög svo ranglega að það sé betra fyrir Ísland að standa fyrir utan Evrópusambandið, EES og EFTA eru í raun að tala fyrir allsherjar fátækt íslendinga og einangrun Íslands. Það eimir talsvert af hinu gamla og skaðlega bændaveldi á Íslandi og hefur gert lengi, mig grunar sterklega að andstaðan við Evrópusambandið og allt alþjóðlegt eigi uppruna sinn í slíku hugarfari. Það voru gerðir þættir um þetta í upphafi 10 áratugsins á 20 öldinni, þeir þættir hétu „Trúin á moldina“, þeir fóru svo illa í ráðandi öfl bænda að blásið var í áróður gegn þessum þáttum í mörg ár á eftir. Aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi þýða talsvert frelsi frá ofríki íslenskra stjórnmálamanna, seðlabankastjóri yrði valdalaus með upptöku Evrunnar sem gjaldmiðils. Þetta hinsvegar er eitthvað sem öfl á Íslandi geta ekki hugsað sér og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að viðhalda núverandi kerfi. Ef að það er eitthvað afl sem er hvað færast um að eyða byggð á Íslandi. Þá eru það íslendingar sjálfir. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um sögu þjóða Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er ónefndur maður sem skrifar stöðugt rugl greinar um Evrópusambandið hérna á Vísir. Þessi maður er ekkert annað en lygari og skrifar greinar sem eru í andstöðu við raunveruleikann. Þar er öllu mögulegu haldið fram og ekkert að því er satt svo að ég sjái. Núna er umræðuefnið fríverslunarsamningar og hvernig þeir eru betri en Evrópusambandið. Reynsla Bretland, eftir að þeir fóru úr Evrópusambandinu er ekki góð. Fríverslunarsamningar Bretlands við Ástralíu og Nýja Sjáland eru almennt taldir vera varla pappírsins virði sem þeir eru skrifaðir á og Breskir bændur komu mjög illa úr þeim samningum. Um það er fjallað hérna á frétta síðu BBC News árið 2022. Það sama er að segja um fríverslunarsamning Bretlands við Nýja Sjáland eins og er fjallað um hérna á frétta síðu Sky News. Bretland er einnig ekki að fara að fá neinn samning við Bandaríkin, sem almennt gera ekki samninga við önnur ríki um viðskipti. Heildar áhrif þessara fríverslunarsamninga eru talin vera í kringum 0,08% af efnahag Bretlands til ársins 2035 eins og lesa má um hérna í tilfelli fríverslunarsamnings Bretlands við Ástralíu. Ég hef ekki fundið þessar tölur varðandi fríverslunarsamning Bretlands og Nýja Sjálands. Ísland er smáríki og ef það fer úr EES og EFTA. Eins og þessi hópur af fólki vill. Þá mundi efnahagur Íslands hrynja á einum degi og það mundi láta efnahagshrunið árið 2008 líta út eins og smávesen í samanburði. Auki sem að íslendingar mundu tapa frjálsum aðgangi að Evrópusambandinu (frjáls för, búseta, kaup á húsnæði, heilbrigðismál og fleira og fleira) . Það sama mundi gerast í Noregi ef þeir fara úr, eins og viðkomandi fullyrðir að sé mikill áhugi á í Noregi. Staðreyndin er hinsvegar sú að Norðmenn hafa engann áhuga á því að fara úr EES eða EFTA, ekkert frekar en Íslendingar. Þetta er bara upplýsingaóreiða og mjög skipulögð. Þetta er áróður hjá þessum manni, allar hans greinar eru ekkert annað og ég er persónulega búinn að fá nóg af því að hann skuli fá að svona þvælu stöðugt birta án athugasemda. Af lagalegum ástæðum ákvað ég að sleppa því að nefna viðkomandi. Þeir finna sem leita eins og sagt er. Það má einnig nefna að bændur í Bretlandi eru margir komnir á vonarvölina eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Greiðslur frá Breska ríkinu berast seint til bænda í Bretlandi, útflutningur hjá þeim hefur hrunið síðan útganga Bretlands átti sér stað. Það sama gerðist hjá fiskimönnum Bretlands, útflutningur þeirra hrundi og þeir geta ekki landað í öðrum ríkjum sem eru aðilar að Evrópusambandinu. Það var ekkert vandamál þegar Bretland var aðili en í dag er slíkt stranglega bannað vegna þess að Bretland er þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og matvæli þaðan, jafnvel þó svo að þau komi beint úr skipi, þurfa að fara í gegnum ákveðið vottunarferli. Ísland er í gegnum EES samninginn hluti af þessu kerfi að hluta til og þarf því ekki að eiga við nærri því eins mikla skriffinnsku en annars væri. Ísland gerir sína fríverslunarsamninga á grundvelli EFTA. Ég er ekki viss um Ísland mundi fá nokkra fríverslunarsamninga án EFTA. Þar sem Ísland er einfaldlega of lítið til þess að nokkur ríki nenni að semja við Íslendinga ef það er ekki nauðsynlegt útaf öðrum ástæðum. Regluverk frá Evrópusambandinu er ekki íþyngjandi, nema í huga þeirra sem ætla sér að svindla og komast upp með svindlið. Almennt séð, þá eru regluverk sett eftir reynslunni og þá slæmri reynslu. Regluverk eru almennt ekki sett um hluti sem eru í lagi og hafa alltaf verið í lagi. Síðan er það þannig að Evrópusambandið hefur engin völd á Íslandi. Ísland er skuldbundið til þess að taka upp lög Evrópusambandsins í samræmi við EES samninginn samkvæmt ákvæðum þar um. Þetta gerist ekki sjálfkrafa eins og hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins heldur þarf Alþingi íslendinga að samþykkja öll lög frá Evrópusambandinu. Á móti fá íslendingar ekki að sitja við ferlið þegar lögin eru samþykkt eins og hin 27 aðildarríki Evrópusambandsins og geta ekki samið um undanþágur eða takmarkaðri gildistöku laga á Íslandi eftir þörfum. Áróðurinn gegn Evrópusambandinu og forverum þess á Íslandi hefur lengi verið í gangi. Elstu dæmin um þetta má finna í fréttum Morgunblaðsins þann 12. Maí 1963 eins og er hægt að sjá hérna. Eftir því sem tímarnir hafa breyst, þá hefur sagan gegn Evrópusambandinu einnig breyst. Þar var málflutningurinn sá að gera tolla og viðskiptasamninga við þáverandi Evrópubandalag, þetta er í raun sami málflutningur sem hafður er uppi í dag, rúmlega 61 ári eftir að hann kom fram í fjölmiðlum á sjöunda áratug 20 aldarinnar og þetta hófst örugglega talsvert fyrr. Þetta fólk og þessir stjórnmálaflokkar sem halda því fram og gera það mjög svo ranglega að það sé betra fyrir Ísland að standa fyrir utan Evrópusambandið, EES og EFTA eru í raun að tala fyrir allsherjar fátækt íslendinga og einangrun Íslands. Það eimir talsvert af hinu gamla og skaðlega bændaveldi á Íslandi og hefur gert lengi, mig grunar sterklega að andstaðan við Evrópusambandið og allt alþjóðlegt eigi uppruna sinn í slíku hugarfari. Það voru gerðir þættir um þetta í upphafi 10 áratugsins á 20 öldinni, þeir þættir hétu „Trúin á moldina“, þeir fóru svo illa í ráðandi öfl bænda að blásið var í áróður gegn þessum þáttum í mörg ár á eftir. Aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi þýða talsvert frelsi frá ofríki íslenskra stjórnmálamanna, seðlabankastjóri yrði valdalaus með upptöku Evrunnar sem gjaldmiðils. Þetta hinsvegar er eitthvað sem öfl á Íslandi geta ekki hugsað sér og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að viðhalda núverandi kerfi. Ef að það er eitthvað afl sem er hvað færast um að eyða byggð á Íslandi. Þá eru það íslendingar sjálfir. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um sögu þjóða Evrópu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun