Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 3. apríl 2024 07:01 Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra sem styrkt er af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Hugmyndafræði „Allir með“ gengur út á að öll börn eigi að hafa möguleika á því að taka þátt í íþróttum í nærumhverfi sínu, í samræmi við óskir sínar og þarfir. Í því skyni heldur „Allir með“ úti hvatasjóði sem styrkir íþróttafélög til að auka inngildingu fatlaðs fólks í íþróttastarfi. Að fara í gegnum almennu íþróttafélögin er lykilatriði, því mestur árangur næst ef æfingar fara fram í samfélaginu þar sem börnin búa. Öll börn vilja tilheyra sama hópi og vinirnir, klæðast búningi síns liðs og æfa í sínu íþróttahúsi. Dæmi um viðburð sem styrkur var af hvatasjóðnum eru Íslandsleikarnir í körfubolta og fótbolta sem fram fóru nýverið í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar tókust 50 ungir íþróttamenn úr Haukum og Stjörnunni/Ösp á við gefandi áskoranir sem felast í að fara í fyrstu keppnisferðina, á fyrsta mótið og í fyrsta íþróttaferðalagið. Það er mikilvægt að öll börn eigi kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um þá leikni og þroska sem maður öðlast í góðu félagsstarfi og félagsskap. Á Akureyri tók svo hópur ófatlaðra barna úr Þór/KA á móti gestunum, blandaði sér í lið með þeim og spiluðu saman. Verkefnum undir hatti „Allir með“ fjölgar hratt og forsvarsmenn þess finna fyrir miklum áhuga hjá íþróttafélögum og sveitarfélögum. Ég var sjálfur í íþróttum sem barn og unglingur og þótti nokkuð liðtækur í grindahlaupi (enda svo sem ekki margir um hituna í þeirri grein). Ég veit því frá fyrstu hendi hve þroskandi og gefandi það er að æfa og keppa með jafningjum sínum, fara í ferðir um landið, gista á dýnum í skólastofum og kynnast öðrum krökkum. Þess eigum við að sjá til að öll börn fái að njóta, líka fötluð börn. Íþróttir eru fyrir okkur öll. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra sem styrkt er af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Hugmyndafræði „Allir með“ gengur út á að öll börn eigi að hafa möguleika á því að taka þátt í íþróttum í nærumhverfi sínu, í samræmi við óskir sínar og þarfir. Í því skyni heldur „Allir með“ úti hvatasjóði sem styrkir íþróttafélög til að auka inngildingu fatlaðs fólks í íþróttastarfi. Að fara í gegnum almennu íþróttafélögin er lykilatriði, því mestur árangur næst ef æfingar fara fram í samfélaginu þar sem börnin búa. Öll börn vilja tilheyra sama hópi og vinirnir, klæðast búningi síns liðs og æfa í sínu íþróttahúsi. Dæmi um viðburð sem styrkur var af hvatasjóðnum eru Íslandsleikarnir í körfubolta og fótbolta sem fram fóru nýverið í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar tókust 50 ungir íþróttamenn úr Haukum og Stjörnunni/Ösp á við gefandi áskoranir sem felast í að fara í fyrstu keppnisferðina, á fyrsta mótið og í fyrsta íþróttaferðalagið. Það er mikilvægt að öll börn eigi kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um þá leikni og þroska sem maður öðlast í góðu félagsstarfi og félagsskap. Á Akureyri tók svo hópur ófatlaðra barna úr Þór/KA á móti gestunum, blandaði sér í lið með þeim og spiluðu saman. Verkefnum undir hatti „Allir með“ fjölgar hratt og forsvarsmenn þess finna fyrir miklum áhuga hjá íþróttafélögum og sveitarfélögum. Ég var sjálfur í íþróttum sem barn og unglingur og þótti nokkuð liðtækur í grindahlaupi (enda svo sem ekki margir um hituna í þeirri grein). Ég veit því frá fyrstu hendi hve þroskandi og gefandi það er að æfa og keppa með jafningjum sínum, fara í ferðir um landið, gista á dýnum í skólastofum og kynnast öðrum krökkum. Þess eigum við að sjá til að öll börn fái að njóta, líka fötluð börn. Íþróttir eru fyrir okkur öll. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar