Finnar framlengja lokun landamæranna ótímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2024 13:46 Finnskir landamæraverðir fylgja hælisleitendum við Vartius-landamærastöðina við Kuhmo í nóvember. Landamærunum að Rússland var lokað eftir að fjöldi hælisleitenda reyndi skyndilega að komast yfir þau á skömmum tíma. Vísir/EPA Ríkisstjórn Finnlands ákvað að halda landamærum landsins að Rússlandi áfram lokuðum ótímabundið í dag. Finnar saka rússnesk stjórnvöld um að senda hælisleitendur frá öðrum ríkjum að landamærunum til þess að baka þeim vandræði. Landamæri Finnlands og Rússlands hafa verið lokuð frá því í desember. Ríkisstjórn Petteri Orpo forsætisráðherra skellti í lás eftir að hundruð flóttamanna frá Afríku og Asíu byrjuðu skyndilega að streyma að landamærunum frá Rússlandi í nóvember. Stjórnvöld í Helsinki sökuðu Rússa um að standa að flóttamannastrauminum til þess að hefna sín fyrir að Finnland gekk í Atlantshafsbandalagið í fyrra. Lokunin hefur fram að þessu verið endurskoðuð og framlengd á tveggja mánaða fresti en að þessu sinni er hún ótímabundin, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hún nær nú einnig til þriggja smábátahafna við landamærin til að koma í veg fyrir að hælisleitendur reyni að sigla yfir til Finnlands. Hafnirnar verða lokaðar skemmtibátum frá miðjum þessum mánuði. Mari Rantanen, innanríkisráðherra Finnlands, segir engin merki um að staðan hafi breyst frá því í vetur. Með rísandi sól og batnandi veðri séu líkur á að flóttamannastraumurinn þyngist enn frekar. Hundruð og jafnvel þúsundir manna gætu reynt að fara yfir landamærin frá Rússlandi. Hægristjórn Orpo hyggst einnig reyna að koma í gegn nýjum lögum sem gerði henni kleift að snúa hælisleitendum beint aftur til Rússlands ef umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd eru ekki taldar eiga rétt á sér. Gagnrýnisraddir eru uppi um að frumvarp þess efnis stríði gegn alþjóðlegum sáttmálum um landamæri ríkja. Finnland Rússland Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Landamæri Finnlands og Rússlands hafa verið lokuð frá því í desember. Ríkisstjórn Petteri Orpo forsætisráðherra skellti í lás eftir að hundruð flóttamanna frá Afríku og Asíu byrjuðu skyndilega að streyma að landamærunum frá Rússlandi í nóvember. Stjórnvöld í Helsinki sökuðu Rússa um að standa að flóttamannastrauminum til þess að hefna sín fyrir að Finnland gekk í Atlantshafsbandalagið í fyrra. Lokunin hefur fram að þessu verið endurskoðuð og framlengd á tveggja mánaða fresti en að þessu sinni er hún ótímabundin, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hún nær nú einnig til þriggja smábátahafna við landamærin til að koma í veg fyrir að hælisleitendur reyni að sigla yfir til Finnlands. Hafnirnar verða lokaðar skemmtibátum frá miðjum þessum mánuði. Mari Rantanen, innanríkisráðherra Finnlands, segir engin merki um að staðan hafi breyst frá því í vetur. Með rísandi sól og batnandi veðri séu líkur á að flóttamannastraumurinn þyngist enn frekar. Hundruð og jafnvel þúsundir manna gætu reynt að fara yfir landamærin frá Rússlandi. Hægristjórn Orpo hyggst einnig reyna að koma í gegn nýjum lögum sem gerði henni kleift að snúa hælisleitendum beint aftur til Rússlands ef umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd eru ekki taldar eiga rétt á sér. Gagnrýnisraddir eru uppi um að frumvarp þess efnis stríði gegn alþjóðlegum sáttmálum um landamæri ríkja.
Finnland Rússland Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58 Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. 16. nóvember 2023 09:58
Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22. nóvember 2023 23:38
Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38