„Auðvitað vonum við að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2024 14:31 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það hafa lítið upp á sig að spá í aðra leiki en þann milli Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. Stjarnan þarf að treysta á önnur úrslit en sín eigin til að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Stjarnan þarf fyrst og fremst að vinna leik sinn við Breiðablik til að eiga möguleika. Fastlega er búist við Stjörnusigri þar enda Blikar fallnir og aðeins unnið tvo leiki í allan vetur. Sömuleiðis er búist við sigri Tindastóls á botnliði Hamars, en þessi tvö lið keppast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Álftanes og Höttur hafa bæði tryggt sinn farseðil en þau mætast innbyrðis í kvöld. Gerandi ráð fyrir sigri hjá bæði Tindastóli og Stjörnunni mun sá leikur ráða úrslitum. Vinni Höttur mun Stjarnan fara í úrslitakeppnina en vinni Álftanes fer Tindastóll. Arnar var spurður hvort hann þyrfti ekki að vonast eftir því að Stjörnuhjarta Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftaness, sem lék með Stjörnunni um árabil, þurfi ekki að slá í kvöld. „Maður hefur nú lent í þessu sjálfur og þegar komið er í leikinn eru menn bara að hugsa hvað er best fyrir sitt félag hverju sinni. Menn eru ekki að pæla í vinatengslum eða félagstengslum. Sum lið telja best fyrir sig að komast á ákveðnu skriði inn í úrslitakeppnina og ná góðum leik, önnur vilja hvíla leikmenn,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Menn taka bara ákvörðun sem er best fyrir sitt lið. Auðvitað vonum við innilega að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt og Hattarmenn mæti ákveðnir í að vinna leikinn en einhverjar vangaveltur fyrir okkur um það skipta engu máli,“ „Við þurfum að vinna Breiðablik og svo gera Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] og Kjartan [Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness] það sem er best fyrir sitt félag,“ segir Arnar. Lokaumferð Subway-deildar karla fer fram í heild sinni klukkan 19:15 í kvöld og verður fylgt eftir á rásum Stöðvar 2 Sport. Skiptiborðið fylgist með öllum leikjunum samtímis frá klukkan 19:10 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Stjarnan UMF Álftanes Tindastóll Höttur Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira