Lakers á siglingu og Denver aftur komið í efsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 10:45 LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers í nótt. Vísir/Getty LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers sem er á góðri leið að tryggja sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá er Denver Nuggets komið í efsta sæti Vesturdeildar á nýjan leik. Gengi Los Angeles Lakers hefur verið misjafnt á tímabilinu og liðið verið fyrir utan og innan úrslitakeppnislínuna. Í nótt vann liðið þó sinn fjórða sigur í röð þegar liðið keyrði yfir Cleveland Cavaliers 116-97. Sigurinn þýðir að Lakers er nú í 8. sæti deildarinnar og í góðri stöðu að koma sér í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þá munar ekki miklu á liðinu og Phoenix Suns sem er 6. sæti en það er síðasta örugga sætið í úrslitakeppnina sjálfa. D´Angelo Russell var stigahæstur með 28 stig og LeBron bætti við 24 stigum auk þess að gefa 12 stoðsendingar. The Lakers' trio of LeBron, AD, and DLo led the charge in LA's 4th-straight win as they now move into 8th in the West standings!LeBron: 24 PTS, 12 AST, 5 REBAD: 22 PTS, 13 REB, 6 BLKDLo: 28 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/Ei8h7egrQq— NBA (@NBA) April 6, 2024 Meistarar Denver Nuggets lyftu sér upp í efsta sæti Vesturdeildarinnar á nýjan leik með öruggum sigri á Atlanta Hawks. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Denver er í harðri baráttu við Minnesota Timberwolves um efsta sæti vestursins. Joel Embiid skoraði 30 stig og tók 12 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins tuttugu og þrjár mínútur í 116-96 sigri Philadelphia 76´ers á Memphis Grizzlies. Treyja Marc Gasol var hengd upp í rjáfur á heimavelli Memphis fyrir leikinn en hann lék með liðinu í ellefu tímabil og kom liðinu meðal annars í úrslit Vesturdeildarinnar árið 2013. Marc Gasol watches his jersey get lifted into the rafters in Memphis pic.twitter.com/1wWf2UzNjR— NBA (@NBA) April 7, 2024 Grizzlies fer þó ekki í úrslitakeppnina í ár en 76´ers fer líklega í umspil um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar en gæti laumað sér upp í öruggt sæti með góðum úrslitum í lokaumferðunum. Úrslitin í nótt: Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110 NBA Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Gengi Los Angeles Lakers hefur verið misjafnt á tímabilinu og liðið verið fyrir utan og innan úrslitakeppnislínuna. Í nótt vann liðið þó sinn fjórða sigur í röð þegar liðið keyrði yfir Cleveland Cavaliers 116-97. Sigurinn þýðir að Lakers er nú í 8. sæti deildarinnar og í góðri stöðu að koma sér í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þá munar ekki miklu á liðinu og Phoenix Suns sem er 6. sæti en það er síðasta örugga sætið í úrslitakeppnina sjálfa. D´Angelo Russell var stigahæstur með 28 stig og LeBron bætti við 24 stigum auk þess að gefa 12 stoðsendingar. The Lakers' trio of LeBron, AD, and DLo led the charge in LA's 4th-straight win as they now move into 8th in the West standings!LeBron: 24 PTS, 12 AST, 5 REBAD: 22 PTS, 13 REB, 6 BLKDLo: 28 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/Ei8h7egrQq— NBA (@NBA) April 6, 2024 Meistarar Denver Nuggets lyftu sér upp í efsta sæti Vesturdeildarinnar á nýjan leik með öruggum sigri á Atlanta Hawks. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Denver er í harðri baráttu við Minnesota Timberwolves um efsta sæti vestursins. Joel Embiid skoraði 30 stig og tók 12 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins tuttugu og þrjár mínútur í 116-96 sigri Philadelphia 76´ers á Memphis Grizzlies. Treyja Marc Gasol var hengd upp í rjáfur á heimavelli Memphis fyrir leikinn en hann lék með liðinu í ellefu tímabil og kom liðinu meðal annars í úrslit Vesturdeildarinnar árið 2013. Marc Gasol watches his jersey get lifted into the rafters in Memphis pic.twitter.com/1wWf2UzNjR— NBA (@NBA) April 7, 2024 Grizzlies fer þó ekki í úrslitakeppnina í ár en 76´ers fer líklega í umspil um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar en gæti laumað sér upp í öruggt sæti með góðum úrslitum í lokaumferðunum. Úrslitin í nótt: Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110
Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110
NBA Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira