Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:46 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar. Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar.
Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira