„Hún er líklega ristarbrotin“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. apríl 2024 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna kvenna í kvöld Vísir/Bára Í kvöld var deildarmyrkvi á sólu og það kannski í takt við þann atburð að Valskonur sáu aldrei til sólar í Njarðvík í kvöld, ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira