Versta útreið Íslandsmeistara í fyrsta leik í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 10:31 Leikmenn Tindastóls voru mörgum skrefum á eftir Grindvíkingum í gær. Hér hefur Dedrick Basile skilið eftir þá Adomas Drungilas og Keyshawn Woods. Vísir/Vilhelm Stólarnir hafa á þessu tímabili slegið hin ýmsu met yfir verstu frammistöðu Íslandsmeistara í titilvörn og í gær bættu þeir við enn einu slæma metinu. Tindastóll tapaði með 23 stigum á móti Grindavík í Smáranum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þetta er langversti skellur Íslandsmeistara frá upphafi í fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir að þeir unnu titilinn. Stólarnir meira en tvöfölduðu metið. Stærsta tapið fyrir leikinn í gærkvöldi var 11 stiga tap Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni 2000. Grindvíkingar halda því metinu yfir stærsta sigurinn á meisturum ársins á undan. Stólarnir eru líka aðeins fimmtu Íslandsmeistararnir í sögu úrslitakeppninnar sem tapa fyrsta leik. Úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 og fer fram í fertugasta skiptið í ár. Það þýðir að 35 af 40 Íslandsmeisturum hafa byrjað næstu úrslitakeppni á eftir með sigri í fyrsta leik eða 88 prósent meistaranna. Hin liðin í hóp með Tindastól eru fyrrnefnt Keflavíkurlið frá 2000, KR liðið frá 2008, Njarðvíkingar frá 1992 og svo Valsmenn í fyrra. Valsliðið í fyrra tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann svo næstu þrjá. Liðið endaði á því að fara alla leið í úrslitin en tapaði þá fyrir Tindastól í oddaleik. Valsliðið í fyrra eru einu meistararnir sem hafa komist áfram í sínu einvígi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í titilvörninni. Nú reynir á Stólanna að breyta því. Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2 Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira
Tindastóll tapaði með 23 stigum á móti Grindavík í Smáranum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þetta er langversti skellur Íslandsmeistara frá upphafi í fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir að þeir unnu titilinn. Stólarnir meira en tvöfölduðu metið. Stærsta tapið fyrir leikinn í gærkvöldi var 11 stiga tap Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni 2000. Grindvíkingar halda því metinu yfir stærsta sigurinn á meisturum ársins á undan. Stólarnir eru líka aðeins fimmtu Íslandsmeistararnir í sögu úrslitakeppninnar sem tapa fyrsta leik. Úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 og fer fram í fertugasta skiptið í ár. Það þýðir að 35 af 40 Íslandsmeisturum hafa byrjað næstu úrslitakeppni á eftir með sigri í fyrsta leik eða 88 prósent meistaranna. Hin liðin í hóp með Tindastól eru fyrrnefnt Keflavíkurlið frá 2000, KR liðið frá 2008, Njarðvíkingar frá 1992 og svo Valsmenn í fyrra. Valsliðið í fyrra tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann svo næstu þrjá. Liðið endaði á því að fara alla leið í úrslitin en tapaði þá fyrir Tindastól í oddaleik. Valsliðið í fyrra eru einu meistararnir sem hafa komist áfram í sínu einvígi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í titilvörninni. Nú reynir á Stólanna að breyta því. Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2
Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira