Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2024 16:25 Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Bankasýslan hefur gefið út viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan grunlaus um kaupin Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021. Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. Bankasýsla ríkisins hafi verið grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars síðastliðinn: án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst, gegn yfirlýstum vilja ráðherra og án fyrirvara um samþykki hluthafa. Ráðherra vildi taka til í bankaráðinu og losna við TM Í ljósi þess sem rakið er í skýrslunni hafi stjórn Bankasýslu ríkisins ákveðið á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Bankasýslan tilnefnir eftirfarandi í bankaráð Jón Þ. Sigurgeirsson, sem verði formaður, Evu Halldórsdóttur, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekku Jóelsdóttur, Steinunni Þorsteinsdóttur, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson. Tilkynnt var á dögunum að Jón kæmi nýr inn í bankaráðið eftir aðalfundinn og yrði formaður þess. Þá kæmi sömuleiðis ný inn í bankaráðið Danielle Pamela Neben, meðeigandi hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken. Aðrir núverandi einstaklingar í bankaráði myndu sitja áfram. Þeir eru Elín H. Jónsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Guðrún Ó. Blöndal, Helgi Friðjón Árnason og Þorvaldur Jacobsen. Nú hefur verið hætt við það. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er. Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bankasýslan hefur gefið út viðbrögð sín við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf.. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan grunlaus um kaupin Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021. Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. Bankasýsla ríkisins hafi verið grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars síðastliðinn: án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst, gegn yfirlýstum vilja ráðherra og án fyrirvara um samþykki hluthafa. Ráðherra vildi taka til í bankaráðinu og losna við TM Í ljósi þess sem rakið er í skýrslunni hafi stjórn Bankasýslu ríkisins ákveðið á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Bankasýslan tilnefnir eftirfarandi í bankaráð Jón Þ. Sigurgeirsson, sem verði formaður, Evu Halldórsdóttur, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekku Jóelsdóttur, Steinunni Þorsteinsdóttur, Þór Hauksson og Örn Guðmundsson. Tilkynnt var á dögunum að Jón kæmi nýr inn í bankaráðið eftir aðalfundinn og yrði formaður þess. Þá kæmi sömuleiðis ný inn í bankaráðið Danielle Pamela Neben, meðeigandi hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken. Aðrir núverandi einstaklingar í bankaráði myndu sitja áfram. Þeir eru Elín H. Jónsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Guðrún Ó. Blöndal, Helgi Friðjón Árnason og Þorvaldur Jacobsen. Nú hefur verið hætt við það. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. apríl síðastliðnum segir að þáverandi ráðherra, Þórdís Kolbrún R. Reykfjörð Gylfadóttir, væri sammála stjórn Bankasýslunnar um að tilefni sé til að endurskipa allt bankaráð Landsbankans. Jafnframt telji ráðherra framkomnar upplýsingar gefa Bankasýslunni fyrir hönd eiganda 98 prósent hlutafjár í bankanum tilefni til skoðunar á því með hvaða hætti sé unnt að losa um fyrirséð eignarhald bankans á tryggingafélaginu eins fljótt og kostur er.
Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira