Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 19:01 Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sjá meira
Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sjá meira