Mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir banna hvalveiðar? Rósa Líf Darradóttir, Valgerður Árnadóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa 12. apríl 2024 21:31 Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega. Katrín Jakobsdóttir skipaði starfshóp til að til að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. Skýrsla starfshópsins er þó ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi í haust. Nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gagnrýndi árið 2019 ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra málaflokksins fyrir að gefa út nýtt hvalveiðileyfi með orðunum: „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar“. Afdráttarlaus gagnrýni sem ráðherra verður að standa við enda bendir ekkert til að staða mála hafi breyst. Það leiðir líkum að því að Bjarkeyju sé annt um ímynd og efnahag Íslands. Kvikmyndagerðarfólk um allan heim sendu áskorun á matvælaráðherra í september á síðasta ári þar sem þau segjast munu sniðganga ísland með sín kvikmyndaverkefni ef Ísland lætur ekki af hvalveiðum, meðal þeirra 500 sem skrifa undir eru þekkt nöfn eins og James Cameron, Peter Jackson, Darren Aronofsky, Jason Momoa, Asa Butterfield, Dame Fran Walsh, Dame Jane Champion og Hillary Swank. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk tók undir þessa áskorun og sendu einnig frá sér undirskriftarlista: „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Aðilar í ferðamannaiðnaðinum eru einnig uggandi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lét hafa eftir sér í viðtali í fyrra að iðnaðurinn verður var við miklar afbókanir og telur hann að 7-10.000 ferðamanna hætti við að ferðast hingað ár hvert sem Ísland veiðir hval. Rannveig Grétarsdóttirstjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands tekur í sama streng og hefur verulegar áhyggjur af áhrif hvalveiða á hvalaskoðunarfyrirtæki og telur þau sniðgengin í rannsóknum og umræðum um áhrif hvalveiða. Á síðasta ári var gríðarlega mikil umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum um hvalveiðar Íslendinga hjá stærstu fréttamiðlum heims. Milljónir manna lásu þetta viðtal við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og Valgerði Árnadóttur talskonu Hvalavina sem var mest lesna frétt í The Guardian í heila viku. Enn fleiri fréttu af þessu frá miðlum BBC, CNN hélt því fram að frá og með þessu ári yrðu hvalveiðar bannaðar við Íslands strendur svo má lengi telja. Blaðamenn þessarra fréttamiðla eru í reglulegum samskiptum við Hvalavini og bíða frétta, alþjóðasamfélagið er að fylgjast með og undirskriftalisti Hvalavina telur nú 628 þúsund manns og verður nú virkjaður aftur til að vekja athygli á að enn er ekki komin niðurstaða í málinu. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk er á móti hvalveiðum. Flest láta sig annt um dýravelferð en veiðiaðferðir eru þannig að ekki sé unnt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að banna veiðarnar en að auki eru efnahagslegar forsendur veiðanna löngu brostnar. Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug, ferðamenn sem er annt um náttúru og dýravelferð veigra sér við að heimsækja Ísland og kvikmyndaiðnaðurinn sem hefur verið í gríðarlegri uppbyggingu á undanförnum 20 árum með góðum árangri fyrir ímynd og efnahag landsins er í hættu. Við skorum á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að gefa ekki út nýtt leyfi og beita sér fyrir því að þær verði bannaðar. Undirskriftalista til að styðja við þessa áskorun má finna hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Rósa Líf er stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Valgerður er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og Þorgerður María er formaður Landverndar. Þær skrifa fyrir hönd Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Þorgerður María Þorbjarnardóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Vinstri græn Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega. Katrín Jakobsdóttir skipaði starfshóp til að til að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. Skýrsla starfshópsins er þó ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi í haust. Nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gagnrýndi árið 2019 ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra málaflokksins fyrir að gefa út nýtt hvalveiðileyfi með orðunum: „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar“. Afdráttarlaus gagnrýni sem ráðherra verður að standa við enda bendir ekkert til að staða mála hafi breyst. Það leiðir líkum að því að Bjarkeyju sé annt um ímynd og efnahag Íslands. Kvikmyndagerðarfólk um allan heim sendu áskorun á matvælaráðherra í september á síðasta ári þar sem þau segjast munu sniðganga ísland með sín kvikmyndaverkefni ef Ísland lætur ekki af hvalveiðum, meðal þeirra 500 sem skrifa undir eru þekkt nöfn eins og James Cameron, Peter Jackson, Darren Aronofsky, Jason Momoa, Asa Butterfield, Dame Fran Walsh, Dame Jane Champion og Hillary Swank. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk tók undir þessa áskorun og sendu einnig frá sér undirskriftarlista: „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Aðilar í ferðamannaiðnaðinum eru einnig uggandi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lét hafa eftir sér í viðtali í fyrra að iðnaðurinn verður var við miklar afbókanir og telur hann að 7-10.000 ferðamanna hætti við að ferðast hingað ár hvert sem Ísland veiðir hval. Rannveig Grétarsdóttirstjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands tekur í sama streng og hefur verulegar áhyggjur af áhrif hvalveiða á hvalaskoðunarfyrirtæki og telur þau sniðgengin í rannsóknum og umræðum um áhrif hvalveiða. Á síðasta ári var gríðarlega mikil umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum um hvalveiðar Íslendinga hjá stærstu fréttamiðlum heims. Milljónir manna lásu þetta viðtal við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og Valgerði Árnadóttur talskonu Hvalavina sem var mest lesna frétt í The Guardian í heila viku. Enn fleiri fréttu af þessu frá miðlum BBC, CNN hélt því fram að frá og með þessu ári yrðu hvalveiðar bannaðar við Íslands strendur svo má lengi telja. Blaðamenn þessarra fréttamiðla eru í reglulegum samskiptum við Hvalavini og bíða frétta, alþjóðasamfélagið er að fylgjast með og undirskriftalisti Hvalavina telur nú 628 þúsund manns og verður nú virkjaður aftur til að vekja athygli á að enn er ekki komin niðurstaða í málinu. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk er á móti hvalveiðum. Flest láta sig annt um dýravelferð en veiðiaðferðir eru þannig að ekki sé unnt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að banna veiðarnar en að auki eru efnahagslegar forsendur veiðanna löngu brostnar. Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug, ferðamenn sem er annt um náttúru og dýravelferð veigra sér við að heimsækja Ísland og kvikmyndaiðnaðurinn sem hefur verið í gríðarlegri uppbyggingu á undanförnum 20 árum með góðum árangri fyrir ímynd og efnahag landsins er í hættu. Við skorum á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að gefa ekki út nýtt leyfi og beita sér fyrir því að þær verði bannaðar. Undirskriftalista til að styðja við þessa áskorun má finna hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Rósa Líf er stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Valgerður er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og Þorgerður María er formaður Landverndar. Þær skrifa fyrir hönd Hvalavina.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun