Nýr Kjalvegur - Hraðbraut í gegnum hálendið Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:01 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Alþingi Ágústa Ágústsdóttir Bláskógabyggð Húnabyggð Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun