Kóralrif fölna á heimsvísu í fjórða skiptið á þremur áratugum Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 09:32 Fiskur svamlar við fölnaða kórall undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum í júlí í fyrra. AP/Andrew Ibarra/NOAA Fjöldi kóralrifja víðsvegar í höfum jarðar fölnar nú vegna óvenjumikilla hlýinda. Sérfræðingar Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) segja fjórða hnattræna fölnunaratburðinn á síðustu þremur áratugum í gangi. Fölnun hefur orðið í kóralrifjum að minnsta kosti 54 landa og svæða frá því í febrúar í fyrra samkvæmt upplýsingum kóralrifjamiðstöðvar NOAA. Kórallar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Í hitabylgjum losa kórallarnir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og gefa þeim lit. Án þörunganna geta kórallarnir þó ekki lifað. Fölnaðir kórallar geta tekið við sér aftur ef sjórinn kólnar aftur. Til þess að fölnunaratburður teljist hnattrænn þarf fölnun að eiga sér stað í öllum þremur djúpsjávarflæmum jarðar: Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi á 365 daga tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Áratugagömul hitamet í hafinu voru þá slegin rækilega. Síðustu þrír hnattrænu fölnunaratburðirnir áttu sér einnig stað á El niño-tímabilum: 1998, 2010 og 2014-17. Kafarar skoða fölnaða kóralla í sjávargriðandi undan ströndum Gaveston í Texas í Bandaríkjunum í september.AP/LM Otero Sérfræðingar NOAA óttast að fölnunaratburðurinn nú kunni að reynast sá versti til þessi. Aldrei hafa þannig fleiri stök kóralrif sem mynda Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu orðið fyrir hitaálagi en á undanförnum mánuðum. Þar hefur hitinn í sjónum verið um 2,5°C yfir meðaltali. Óljóst er hversu vel kóralrif jarðar, sem eru gríðarlega mikilvægt vistkerfi hafsins, geta staðið af sér endurteknar hitabylgjur í hlýnandi heimi. Spáð hefur verið að allt frá sjötíu til níutíu prósent þeirra gætu glatast þegar hnattræn hlýnun nær 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins vantar nú nokkrar kommur upp á manngerð hlýnun nái slíkum hæðum og útlit er fyrir að hún verði umtalsvert meiri ef ekki verður meira að gert. „Það sem er að gerast er nýtt fyrir okkur og vísindunum. Við getum ekki ennþá spáð fyrir um hvernig kóröllum undir miklu hitaálagi reiðir af,“ segir Lorenzo Álvarez-Filip, sjávarvistfræðingur frá Sjálfstjórnarháskóla Mexíkó (UNAM). Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Fölnun hefur orðið í kóralrifjum að minnsta kosti 54 landa og svæða frá því í febrúar í fyrra samkvæmt upplýsingum kóralrifjamiðstöðvar NOAA. Kórallar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Í hitabylgjum losa kórallarnir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og gefa þeim lit. Án þörunganna geta kórallarnir þó ekki lifað. Fölnaðir kórallar geta tekið við sér aftur ef sjórinn kólnar aftur. Til þess að fölnunaratburður teljist hnattrænn þarf fölnun að eiga sér stað í öllum þremur djúpsjávarflæmum jarðar: Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi á 365 daga tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Áratugagömul hitamet í hafinu voru þá slegin rækilega. Síðustu þrír hnattrænu fölnunaratburðirnir áttu sér einnig stað á El niño-tímabilum: 1998, 2010 og 2014-17. Kafarar skoða fölnaða kóralla í sjávargriðandi undan ströndum Gaveston í Texas í Bandaríkjunum í september.AP/LM Otero Sérfræðingar NOAA óttast að fölnunaratburðurinn nú kunni að reynast sá versti til þessi. Aldrei hafa þannig fleiri stök kóralrif sem mynda Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu orðið fyrir hitaálagi en á undanförnum mánuðum. Þar hefur hitinn í sjónum verið um 2,5°C yfir meðaltali. Óljóst er hversu vel kóralrif jarðar, sem eru gríðarlega mikilvægt vistkerfi hafsins, geta staðið af sér endurteknar hitabylgjur í hlýnandi heimi. Spáð hefur verið að allt frá sjötíu til níutíu prósent þeirra gætu glatast þegar hnattræn hlýnun nær 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins vantar nú nokkrar kommur upp á manngerð hlýnun nái slíkum hæðum og útlit er fyrir að hún verði umtalsvert meiri ef ekki verður meira að gert. „Það sem er að gerast er nýtt fyrir okkur og vísindunum. Við getum ekki ennþá spáð fyrir um hvernig kóröllum undir miklu hitaálagi reiðir af,“ segir Lorenzo Álvarez-Filip, sjávarvistfræðingur frá Sjálfstjórnarháskóla Mexíkó (UNAM).
Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00