Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. apríl 2024 11:00 Spíran sem trónaði á toppi Børsen þar til í gær. Vísir/EPA Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. Toppurinn á spírunni á Børsen í Kaupmannahöfn er nú fundinn og verður notaður í endurbyggingu spírunnar Brian Mikkelsen forstjóri danska viðskiptaráðsins, Dansk Erhverv, sem er eigandi byggingarinnar, segir það mikið gleðiefni. Toppurinn samanstóð af fjórum snúnum drekaskottum. „Þetta gefur okkur smá von,“ segir Mikkelsen í viðtali við danska miðilinn DR. Spíran féll af turni byggingarinnar í bruna í gær. Skjáskot úr viðtali á vef DR þar sem Mikkelsen heldur á toppi spírunnar.Skjáskot/DR.dk Enn eru viðbragðsaðilar á vettvangi við störf og vinna að því að slökkva í síðustu glæðunum. Líklegt er að það takist ekki fyrr en á morgun. Ekki er talið öruggt að fara inn í þann hluta hússins sem er brunninn og er því ólíklegt að rannsakendur geti komist að uppruna brunans í dag. Það verður fyrsta verk lögreglu þegar hún fær aðgang að húsinu. Svæðið í kringum bygginguna er lokað og verður það áfram þar til á morgun samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. Götulokunin tekur til dæmis til Vindebrogade, Børsgade og Slotsholmsgade Mikill fjöldi fylgist með aðgerðum viðbragðsaðila í Kaupmannahöfn. Vísir/EPA „Vanir rannsakendur geta fundið vísbendingar sem geta leitt þá að upptökum jafnvel þó að byggingin sé brunninn til kaldra kola,“ segir Ib Bertelssen sem starfar fyrir Öryggis- og brunastofnun Danmerkur, Dansk Brand- og Sikringsteknisk Institut. Hann segir erfitt verk fram undan fyrir rannsakendur og að gæta þurfi vel að öryggi þeirra sem muni koma að rannsókninni. Rannsókn lögreglu hafin Rannsókn lögreglu er þó hafin og er hún nú að taka viðtöl við vitni og starfsmenn byggingarinnar. Í tilkynningu frá lögreglunni í morgun kom fram að rannsókn málsins muni að öllum líkindum taka marga mánuði. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé nokkuð þungt hljóð í borgarbúum. Þetta er á allra vörum vissulega og mörgum mikið niðri fyrir eftir þennan bruna,“ segir Elín Margrét Böðvarsdóttir býr og starfar í Kaupmannahöfn. Byggingin hafi mikla og djúpa merkingu hjá mörgum Dönum. Meiri en hún hafði áður gert sér grein fyrir. „Það eru margir í sjokki og enn að ná sér.“ De nuværende afspærringer omkring Børsen forventes opretholdt indtil i morgen tidlig. Har man et køretøj inden for afspærringen, som man har behov for at få ud, skal man henvende sig ved vores kommandostation, som er ved Rytterstatuen på Christiansborg Slotsplads #politidk pic.twitter.com/jLyXdXpALo— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) April 17, 2024 Almenningur hefur verið beðinn að halda sig frá svæðinu til að viðhalda öryggi og hefur Elín því ekki komið á svæðið en segir að hún hafi séð loga í gær og fundið fyrir sterkri brunalykt í miðbæ Kaupmannahafnar. „Þetta er bygging sem er mikill svipur að og mikill missir af henni.“ Hún á von á því að byggingin verði endurbyggð og telur að það sé mikill vilji fyrir því í dönsku samfélagi. Það muni kosta og taka tíma en að ríki og einkaframtak muni saman koma að endurbyggingunni. Um 400 ára gamalt Eldurinn kviknaði snemma í gær og er hálft húsið líklega ónýtt. Greint var frá því í gær að tekist hefði að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár og átti að frumsýna breytingarnar á næsta ári á 400 ára afmæli hússins. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Húsið var byggt árið 1620 og stendur við hlið danska þinghússins. Spíra á toppi hússins brann og féll af húsinu í gær. Menningarmálaráðherra Dana, Jakob Engel-Schmidt, sagði í gær brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. Í umfjöllun um brunann á vef DR segir að slökkvilið vonist til þess að geta slökkt í síðustu glæðunum á morgun og að vel sé gætt að því að vernda þar sem eftir er af húsinu. Rætt er við Tim Ole Simonsen, yfirmann neyðarviðbragðsaðila í Kaupmannahöfn, á vef Dr sem segir að eldurinn hafi breiðst út á „sprengihraða“ í gær. „Eldurinn breiddist út á afar miklum hraða og stækkaði hratt og hafði sprengikraft, sem því miður komst í spíruna og þurftum við í kjölfarið að hörfa frá af öryggisástæðum og bíða eftir því að hann myndi falla niður. Eftir það gátum við haldið áfram,“ er haft eftir Simonsen sem var einn af þeim fyrstu á vettvang í gær. Hann segir að fljótlega eftir að hann mætti gat hann staðfest að eldurinn hafi að mestu verið í þaki byggingarinnar og þá hafi viðbragðsaðilar strax hafist handa við að tryggja þann hluta sem ekki tengdist þakinu. Enn liggur ekki fyrir hvort að húsið verði endurbyggt en það er undir danska viðskiptaráðinu komin, Dansk Erhverv, sem er eigandi byggingarinnar. Byggingin verður 400 ára á næsta ári og var verið að laga hana þegar kviknaði í. Vísir/EPA Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Toppurinn á spírunni á Børsen í Kaupmannahöfn er nú fundinn og verður notaður í endurbyggingu spírunnar Brian Mikkelsen forstjóri danska viðskiptaráðsins, Dansk Erhverv, sem er eigandi byggingarinnar, segir það mikið gleðiefni. Toppurinn samanstóð af fjórum snúnum drekaskottum. „Þetta gefur okkur smá von,“ segir Mikkelsen í viðtali við danska miðilinn DR. Spíran féll af turni byggingarinnar í bruna í gær. Skjáskot úr viðtali á vef DR þar sem Mikkelsen heldur á toppi spírunnar.Skjáskot/DR.dk Enn eru viðbragðsaðilar á vettvangi við störf og vinna að því að slökkva í síðustu glæðunum. Líklegt er að það takist ekki fyrr en á morgun. Ekki er talið öruggt að fara inn í þann hluta hússins sem er brunninn og er því ólíklegt að rannsakendur geti komist að uppruna brunans í dag. Það verður fyrsta verk lögreglu þegar hún fær aðgang að húsinu. Svæðið í kringum bygginguna er lokað og verður það áfram þar til á morgun samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. Götulokunin tekur til dæmis til Vindebrogade, Børsgade og Slotsholmsgade Mikill fjöldi fylgist með aðgerðum viðbragðsaðila í Kaupmannahöfn. Vísir/EPA „Vanir rannsakendur geta fundið vísbendingar sem geta leitt þá að upptökum jafnvel þó að byggingin sé brunninn til kaldra kola,“ segir Ib Bertelssen sem starfar fyrir Öryggis- og brunastofnun Danmerkur, Dansk Brand- og Sikringsteknisk Institut. Hann segir erfitt verk fram undan fyrir rannsakendur og að gæta þurfi vel að öryggi þeirra sem muni koma að rannsókninni. Rannsókn lögreglu hafin Rannsókn lögreglu er þó hafin og er hún nú að taka viðtöl við vitni og starfsmenn byggingarinnar. Í tilkynningu frá lögreglunni í morgun kom fram að rannsókn málsins muni að öllum líkindum taka marga mánuði. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé nokkuð þungt hljóð í borgarbúum. Þetta er á allra vörum vissulega og mörgum mikið niðri fyrir eftir þennan bruna,“ segir Elín Margrét Böðvarsdóttir býr og starfar í Kaupmannahöfn. Byggingin hafi mikla og djúpa merkingu hjá mörgum Dönum. Meiri en hún hafði áður gert sér grein fyrir. „Það eru margir í sjokki og enn að ná sér.“ De nuværende afspærringer omkring Børsen forventes opretholdt indtil i morgen tidlig. Har man et køretøj inden for afspærringen, som man har behov for at få ud, skal man henvende sig ved vores kommandostation, som er ved Rytterstatuen på Christiansborg Slotsplads #politidk pic.twitter.com/jLyXdXpALo— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) April 17, 2024 Almenningur hefur verið beðinn að halda sig frá svæðinu til að viðhalda öryggi og hefur Elín því ekki komið á svæðið en segir að hún hafi séð loga í gær og fundið fyrir sterkri brunalykt í miðbæ Kaupmannahafnar. „Þetta er bygging sem er mikill svipur að og mikill missir af henni.“ Hún á von á því að byggingin verði endurbyggð og telur að það sé mikill vilji fyrir því í dönsku samfélagi. Það muni kosta og taka tíma en að ríki og einkaframtak muni saman koma að endurbyggingunni. Um 400 ára gamalt Eldurinn kviknaði snemma í gær og er hálft húsið líklega ónýtt. Greint var frá því í gær að tekist hefði að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár og átti að frumsýna breytingarnar á næsta ári á 400 ára afmæli hússins. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Húsið var byggt árið 1620 og stendur við hlið danska þinghússins. Spíra á toppi hússins brann og féll af húsinu í gær. Menningarmálaráðherra Dana, Jakob Engel-Schmidt, sagði í gær brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. Í umfjöllun um brunann á vef DR segir að slökkvilið vonist til þess að geta slökkt í síðustu glæðunum á morgun og að vel sé gætt að því að vernda þar sem eftir er af húsinu. Rætt er við Tim Ole Simonsen, yfirmann neyðarviðbragðsaðila í Kaupmannahöfn, á vef Dr sem segir að eldurinn hafi breiðst út á „sprengihraða“ í gær. „Eldurinn breiddist út á afar miklum hraða og stækkaði hratt og hafði sprengikraft, sem því miður komst í spíruna og þurftum við í kjölfarið að hörfa frá af öryggisástæðum og bíða eftir því að hann myndi falla niður. Eftir það gátum við haldið áfram,“ er haft eftir Simonsen sem var einn af þeim fyrstu á vettvang í gær. Hann segir að fljótlega eftir að hann mætti gat hann staðfest að eldurinn hafi að mestu verið í þaki byggingarinnar og þá hafi viðbragðsaðilar strax hafist handa við að tryggja þann hluta sem ekki tengdist þakinu. Enn liggur ekki fyrir hvort að húsið verði endurbyggt en það er undir danska viðskiptaráðinu komin, Dansk Erhverv, sem er eigandi byggingarinnar. Byggingin verður 400 ára á næsta ári og var verið að laga hana þegar kviknaði í. Vísir/EPA
Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira