„Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. apríl 2024 21:31 Arnar Guðjónsson hugsi á hliðarlínunni Vísir/Pawel Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni. „Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
„Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum