„Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. apríl 2024 21:31 Arnar Guðjónsson hugsi á hliðarlínunni Vísir/Pawel Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni. „Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
„Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn