Curry reyndi að fá Clark til Under Armour en Nike hafði betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. apríl 2024 15:00 Caitlin Clark á toppi Empire State byggingarinnar í New York. getty/Roy Rochlin Körfuboltakonan Caitlin Clark mun skrifa undir nýjan risa skósamning við Nike. Hún fær sinn eigin einkennisskó hjá Nike. Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí. WNBA Tíska og hönnun Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí.
WNBA Tíska og hönnun Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira