Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2024 13:33 Fyrsta flugið til Cardiff verður 10. október næstkomandi og það síðasta 20. nóvember. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli þann 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff 19. nóvember. Með Íslendingum og Walesverjum í riðli eru Svartfellingar og Tyrkir. Í tilkynningu frá Play segir að áætlunin til Cardiff muni ná yfir sex vikna tímabil, eða á milli leikja Íslands og Wales. Fyrsta flugið verði 10. október og það síðasta 20. nóvember. „Áætlun í fyrstu og síðustu vikunni verður sniðin eftir leikjum Íslands og Wales en á milli þess verður flogið á mánudögum og föstudögum. Cardiff er höfuðborg Wales og því iðandi af mannlífi. Þar er hægt að gera sér glaðan dag í miðborginni og mun fjöldi verslana einnig vekja athygli margra. Þá er Cardiff-kastali mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem og árbakki Cardiff-flóa sem laðar marga að,“ segir í tilkynningunni. Líf og fjör Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að það sé virkilega gaman að geta tekið þátt í því að fljúga stuðningsmönnum á þessa mikilvægu leiki Íslands í Þjóðadeildinni. „Liðið er uppfullt af hæfileikum eins og við sáum í undankeppninni fyrir Evrópumótið þar sem munaði litlu að liðið tryggði sér sæti í aðalkeppninni. Framtíðin er björt fyrir íslenska landsliðið og því er hér um að ræða frábært tækifæri til að fylgja liðinu eftir til Cardiff. Að sama skapi sjáum við mikinn áhuga frá íbúum Cardiff að heimsækja Ísland, þannig að það má búast við miklu lífi og fjöri í kringum þessa leiki,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Wales Þjóðadeild karla í fótbolta Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli þann 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff 19. nóvember. Með Íslendingum og Walesverjum í riðli eru Svartfellingar og Tyrkir. Í tilkynningu frá Play segir að áætlunin til Cardiff muni ná yfir sex vikna tímabil, eða á milli leikja Íslands og Wales. Fyrsta flugið verði 10. október og það síðasta 20. nóvember. „Áætlun í fyrstu og síðustu vikunni verður sniðin eftir leikjum Íslands og Wales en á milli þess verður flogið á mánudögum og föstudögum. Cardiff er höfuðborg Wales og því iðandi af mannlífi. Þar er hægt að gera sér glaðan dag í miðborginni og mun fjöldi verslana einnig vekja athygli margra. Þá er Cardiff-kastali mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem og árbakki Cardiff-flóa sem laðar marga að,“ segir í tilkynningunni. Líf og fjör Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að það sé virkilega gaman að geta tekið þátt í því að fljúga stuðningsmönnum á þessa mikilvægu leiki Íslands í Þjóðadeildinni. „Liðið er uppfullt af hæfileikum eins og við sáum í undankeppninni fyrir Evrópumótið þar sem munaði litlu að liðið tryggði sér sæti í aðalkeppninni. Framtíðin er björt fyrir íslenska landsliðið og því er hér um að ræða frábært tækifæri til að fylgja liðinu eftir til Cardiff. Að sama skapi sjáum við mikinn áhuga frá íbúum Cardiff að heimsækja Ísland, þannig að það má búast við miklu lífi og fjöri í kringum þessa leiki,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Wales Þjóðadeild karla í fótbolta Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira