Uppgjörið: ÍA - Fylkir 5-1 | Risasigur gegn tíu Fylkismönnum Kári Mímisson skrifar 21. apríl 2024 16:16 Vísir/Hulda Margrét ÍA tók á móti Fylki í smekkfullri Akraneshöllinni í þriðju umferð Bestu deildar karla nú í dag þar sem Skagamenn fóru með stórsigur af hólmi 5-1. Leikurinn fór vel af stað hér í dag og voru það Skagamenn sem byrjuðu leikinn betur og komust strax yfir á 11. þegar Hinrik Harðarson kom heimamönnum yfir með laglegu skoti fyrir utan teig. Hinrik fékk þá boltann á vinstri vængnum og tók gott hlaup inn á völlinn og fór í skot sem var fast og alveg í bláhornið. Gjörsamlega óverjandi fyrir Ólaf Kristófer í marki Fylkis. Fylkismenn efldust þó við þetta og voru sterkari aðil leiksins eftir mark en án þess þó að skapa sér mörg alvöru færi. Matthias Præst komst næst því að jafna leikinn fyrir Fylki þegar Orri Sveinn Stefánsson átti langa sendingu inn fyrir vörn Skagamann sem Matthias tók viðstöðulaust á móti og reyndi að vippa boltanum yfir Árna Marínó í marki Skagamanna en boltinn fór rétt framhjá. Það dró hins vegar til tíðinda á 44. mínútu leiksins þegar Marko Vardic var við það að sleppa einn í gegn en Orri Sveinn reyndi að stöðva hann tókst það ekki að gera það löglega fékk því réttilega rautt spjald fyrir vikið. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir heimamenn. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti enda manni fleiri og því mátti nú reikna með að þeir yrðu sterkari aðili leiks og svo varð nú heldur betur raunin. Liðið skoraði 4 mörk í seinni hálfleik áður en gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann. Fyrst var það Steinar Þorsteinsson sem skoraði en það gerði hann eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Johannes Vall. Næst var það Jón Gísli Eyland sem skoraði með frábæru skoti eftir stórkostlegt samspil við Steinar Þorsteinsson. Viktor Jónsson skoraði fjórða mark Skagamanna eftir hornspyrnu og það var svo varamaðurinn Albert Hafsteinsson sem skoraði fimmta markið með góðu skoti fyrir utan vítateiginn. Hinn ungi og efnileg Theodór Ingi Óskarsson kom inn á sem varamaður í sínum öðrum leik og gerði mjög vel á 85. mínútu þegar hann vann boltann af Arnleifi Hjörleifssyni og brunaði alla leið að marki Skagamanna áður en hann renndi boltanum í gegnum klofið á Árna Marinó. Frábærlega klárað hjá þessum unga og efnilega leikmanni en lengra komust gestirnir ekki og lokatölur því hér úr Akraneshöllinni 5-1 fyrir ÍA. Atvik leiksins Rauða spjaldið er klárlega atvik leiksins. Rétt á undan vildu Skagamenn fá víti en ég held nú að dómarar leiksins hafi gert rétt með því að sleppa því. Orri Sveinn veit að hann getur ekki brotið þarna og gerir sig bara sekan um slæm mistök. Eftir rauða spjaldið þá var þetta aldrei spurning og Skagamenn kláruðu leikinn á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleiknum og hefðu hæglega getað skorað meira. Stjörnur og skúrkar Skagamenn skoruðu mörkin, áttu allt spilið, afburðar spörkin söng Skagakvartettinn og ég held að það eigi vel við í dag. Fimm stórglæsileg mörk frá fimm leikmönnum og hefðu hæglega getað skorað meira. Hinrik, Steinar og Viktor voru allir frábærir í fremstu röð ÍA í dag þá voru Jón Gísli og Johannes Vall eins og rennilásar upp og niður vængina. Virkilega gaman að sjá Skagaliðið sem hafa nú skorað 9 mörk í síðustu tveimur leikjum en það vissulega eftir að vera manni fleiri í meira en 45 mínútur í báðum leikjum. Dómarinn Pétur er einn af okkar bestu mönnum og hann og hans teymi voru með þennan leik í teskeið. Stemming og umgjörð Umgjörðin var mjög sérstök í dag þó svo að Skagamenn hefðu gert það besta sem hægt var að gera í þessum aðstæðum. Á sama tíma var stemningin bara virkilega flott enda sátu þeir 624 sem mættu á leikinn ansi þétt og létu vel í sér heyra. Við skulum samt vona hinn goðsagnakenndi Akranesvöllur fái fljótlega að njóta sín. Viðtöl Rúnar Páll: Það er óþarfi að hrynja Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var sár með 5-1 tap síns liðs gegn ÍA nú í dag. Vísir/Diego Rúnar segist vera sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik en talar svo um hrun í seinni hálfleik þegar liðið lék manni færri. „Það er auðvitað alltaf fúlt að tapa svona stórt. Mér fannst við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og fannst við vera með yfirhöndina í þeim hálfleik. Við lendum 1-0 undir eftir þeirra fyrstu sókn í leiknum sem var gegn gangi leiksins. Svo fær Orri rautt eftir að við vorum búnir að herja þvílíkt á þá og allt í einu erum við 1-0 undir og einum færri undir lok fyrri hálfleiks. Mér fannst þetta svekkjandi enda ætluðum við að fara og reyna að pressa á þá hér í seinni hálfleiknum en það gekk ekki og þeir refsuðu okkur og tókst að nýta yfirburði sína í seinni hálfleiknum. Ég þarf eiginlega að sjá aðeins hvernig þetta þróaðist og sjá þessi mörk sem við fengum á okkur. Það er óþarfi að við hrynja svona niður og það er auðvitað ekki gott hjá okkur. Á sama tíma gerðu Skagamenn auðvitað vel.“ Leikið var í dag inni í Akraneshöllinni. Spurður hvernig það hafi verið gefur Rúnar Páll lítið fyrir það þó svo að hann hafi auðvitað kosið að leika annars staðar. „Við hefðum auðvitað kosið að spila við aðrar aðstæður en þetta er bara alveg eins fyrir bæði liðin. Ég nenni eiginlega ekki að vera að röfla eitthvað um þetta og þetta á ekki að vera einhver frétt. Við bara skíttöpuðum hérna og eins og ég sagði áðan þá gerðum við fínt í fyrri hálfleik en ég skil ekki alveg þetta hrun í seinni hálfleik.“ Orri Sveinn fékk að líta rautt spjald sem Rúnar segist ekki geta mótmælt og hrósaði dómara leiksins á sama tíma fyrir vel dæmdan leik. „Jú mér fannst þetta bara vera rautt og það er bara svoleiðis. Mér fannst brotið á Matthias í marki tvö sem var smá vendipunktur líka. Pétur dæmdi þetta bara fínt og það er ekki við neinn annan að sakast en okkur sjálfa.“ Hinn 18 ára gamli Theodór Ingi Óskarsson kom inn á í sínum öðrum leik í Bestu deildinni og skoraði sitt fyrsta mark í dag. Hvað getur þú sagt okkur um þennan leikmann og hina ungu strákana sem fengu að spreyta sig í dag? „Þetta er aggresívur, ungur, fljótur, teknískur strákur sem á framtíðina fyrir sér. Núna í dag vorum við með tvo stráka sem fengu að stíga sín fyrstu skref í Bestu deildinni og fengu smjörþefinn í dag. Það er vissulega mjög jákvætt og auðvitað reynum við að taka það jákvæða út úr þessu. Eins og ég sagði áðan þá fannst mér við spila fyrri hálfleikinn fínt og stjórnuðum leiknum frá A-Ö þrátt fyrir að Skagamenn voru að reyna þessa löngu bolta þá voru þeir ekki að komast í neinar stöður þannig séð en við þurfum að skoða aðeins betur hvað gerist í seinni hálfleik og læra af þessu.“ Fylkir fer næst austur á Egilsstaði þar sem liðið mætir Hetti/Huginn í Mjólkurbikarnum. Er það ekki gott tækifæri til að hrista hópinn saman að fá leik fyrir austan? „Það er bara geggjað! Geggjað að fara austur og spila við lið sem við spilum ekkert oft við. Það verður krefjandi og skemmtilegt verkefni. Svo er það Stjarnan í næsta leik í Bestu deildinni sem verður líka krefjandi. Þannig það er nóg framundan hjá okkur.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍA Fylkir
ÍA tók á móti Fylki í smekkfullri Akraneshöllinni í þriðju umferð Bestu deildar karla nú í dag þar sem Skagamenn fóru með stórsigur af hólmi 5-1. Leikurinn fór vel af stað hér í dag og voru það Skagamenn sem byrjuðu leikinn betur og komust strax yfir á 11. þegar Hinrik Harðarson kom heimamönnum yfir með laglegu skoti fyrir utan teig. Hinrik fékk þá boltann á vinstri vængnum og tók gott hlaup inn á völlinn og fór í skot sem var fast og alveg í bláhornið. Gjörsamlega óverjandi fyrir Ólaf Kristófer í marki Fylkis. Fylkismenn efldust þó við þetta og voru sterkari aðil leiksins eftir mark en án þess þó að skapa sér mörg alvöru færi. Matthias Præst komst næst því að jafna leikinn fyrir Fylki þegar Orri Sveinn Stefánsson átti langa sendingu inn fyrir vörn Skagamann sem Matthias tók viðstöðulaust á móti og reyndi að vippa boltanum yfir Árna Marínó í marki Skagamanna en boltinn fór rétt framhjá. Það dró hins vegar til tíðinda á 44. mínútu leiksins þegar Marko Vardic var við það að sleppa einn í gegn en Orri Sveinn reyndi að stöðva hann tókst það ekki að gera það löglega fékk því réttilega rautt spjald fyrir vikið. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir heimamenn. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti enda manni fleiri og því mátti nú reikna með að þeir yrðu sterkari aðili leiks og svo varð nú heldur betur raunin. Liðið skoraði 4 mörk í seinni hálfleik áður en gestirnir úr Árbæ náðu að klóra í bakkann. Fyrst var það Steinar Þorsteinsson sem skoraði en það gerði hann eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Johannes Vall. Næst var það Jón Gísli Eyland sem skoraði með frábæru skoti eftir stórkostlegt samspil við Steinar Þorsteinsson. Viktor Jónsson skoraði fjórða mark Skagamanna eftir hornspyrnu og það var svo varamaðurinn Albert Hafsteinsson sem skoraði fimmta markið með góðu skoti fyrir utan vítateiginn. Hinn ungi og efnileg Theodór Ingi Óskarsson kom inn á sem varamaður í sínum öðrum leik og gerði mjög vel á 85. mínútu þegar hann vann boltann af Arnleifi Hjörleifssyni og brunaði alla leið að marki Skagamanna áður en hann renndi boltanum í gegnum klofið á Árna Marinó. Frábærlega klárað hjá þessum unga og efnilega leikmanni en lengra komust gestirnir ekki og lokatölur því hér úr Akraneshöllinni 5-1 fyrir ÍA. Atvik leiksins Rauða spjaldið er klárlega atvik leiksins. Rétt á undan vildu Skagamenn fá víti en ég held nú að dómarar leiksins hafi gert rétt með því að sleppa því. Orri Sveinn veit að hann getur ekki brotið þarna og gerir sig bara sekan um slæm mistök. Eftir rauða spjaldið þá var þetta aldrei spurning og Skagamenn kláruðu leikinn á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleiknum og hefðu hæglega getað skorað meira. Stjörnur og skúrkar Skagamenn skoruðu mörkin, áttu allt spilið, afburðar spörkin söng Skagakvartettinn og ég held að það eigi vel við í dag. Fimm stórglæsileg mörk frá fimm leikmönnum og hefðu hæglega getað skorað meira. Hinrik, Steinar og Viktor voru allir frábærir í fremstu röð ÍA í dag þá voru Jón Gísli og Johannes Vall eins og rennilásar upp og niður vængina. Virkilega gaman að sjá Skagaliðið sem hafa nú skorað 9 mörk í síðustu tveimur leikjum en það vissulega eftir að vera manni fleiri í meira en 45 mínútur í báðum leikjum. Dómarinn Pétur er einn af okkar bestu mönnum og hann og hans teymi voru með þennan leik í teskeið. Stemming og umgjörð Umgjörðin var mjög sérstök í dag þó svo að Skagamenn hefðu gert það besta sem hægt var að gera í þessum aðstæðum. Á sama tíma var stemningin bara virkilega flott enda sátu þeir 624 sem mættu á leikinn ansi þétt og létu vel í sér heyra. Við skulum samt vona hinn goðsagnakenndi Akranesvöllur fái fljótlega að njóta sín. Viðtöl Rúnar Páll: Það er óþarfi að hrynja Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var sár með 5-1 tap síns liðs gegn ÍA nú í dag. Vísir/Diego Rúnar segist vera sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik en talar svo um hrun í seinni hálfleik þegar liðið lék manni færri. „Það er auðvitað alltaf fúlt að tapa svona stórt. Mér fannst við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og fannst við vera með yfirhöndina í þeim hálfleik. Við lendum 1-0 undir eftir þeirra fyrstu sókn í leiknum sem var gegn gangi leiksins. Svo fær Orri rautt eftir að við vorum búnir að herja þvílíkt á þá og allt í einu erum við 1-0 undir og einum færri undir lok fyrri hálfleiks. Mér fannst þetta svekkjandi enda ætluðum við að fara og reyna að pressa á þá hér í seinni hálfleiknum en það gekk ekki og þeir refsuðu okkur og tókst að nýta yfirburði sína í seinni hálfleiknum. Ég þarf eiginlega að sjá aðeins hvernig þetta þróaðist og sjá þessi mörk sem við fengum á okkur. Það er óþarfi að við hrynja svona niður og það er auðvitað ekki gott hjá okkur. Á sama tíma gerðu Skagamenn auðvitað vel.“ Leikið var í dag inni í Akraneshöllinni. Spurður hvernig það hafi verið gefur Rúnar Páll lítið fyrir það þó svo að hann hafi auðvitað kosið að leika annars staðar. „Við hefðum auðvitað kosið að spila við aðrar aðstæður en þetta er bara alveg eins fyrir bæði liðin. Ég nenni eiginlega ekki að vera að röfla eitthvað um þetta og þetta á ekki að vera einhver frétt. Við bara skíttöpuðum hérna og eins og ég sagði áðan þá gerðum við fínt í fyrri hálfleik en ég skil ekki alveg þetta hrun í seinni hálfleik.“ Orri Sveinn fékk að líta rautt spjald sem Rúnar segist ekki geta mótmælt og hrósaði dómara leiksins á sama tíma fyrir vel dæmdan leik. „Jú mér fannst þetta bara vera rautt og það er bara svoleiðis. Mér fannst brotið á Matthias í marki tvö sem var smá vendipunktur líka. Pétur dæmdi þetta bara fínt og það er ekki við neinn annan að sakast en okkur sjálfa.“ Hinn 18 ára gamli Theodór Ingi Óskarsson kom inn á í sínum öðrum leik í Bestu deildinni og skoraði sitt fyrsta mark í dag. Hvað getur þú sagt okkur um þennan leikmann og hina ungu strákana sem fengu að spreyta sig í dag? „Þetta er aggresívur, ungur, fljótur, teknískur strákur sem á framtíðina fyrir sér. Núna í dag vorum við með tvo stráka sem fengu að stíga sín fyrstu skref í Bestu deildinni og fengu smjörþefinn í dag. Það er vissulega mjög jákvætt og auðvitað reynum við að taka það jákvæða út úr þessu. Eins og ég sagði áðan þá fannst mér við spila fyrri hálfleikinn fínt og stjórnuðum leiknum frá A-Ö þrátt fyrir að Skagamenn voru að reyna þessa löngu bolta þá voru þeir ekki að komast í neinar stöður þannig séð en við þurfum að skoða aðeins betur hvað gerist í seinni hálfleik og læra af þessu.“ Fylkir fer næst austur á Egilsstaði þar sem liðið mætir Hetti/Huginn í Mjólkurbikarnum. Er það ekki gott tækifæri til að hrista hópinn saman að fá leik fyrir austan? „Það er bara geggjað! Geggjað að fara austur og spila við lið sem við spilum ekkert oft við. Það verður krefjandi og skemmtilegt verkefni. Svo er það Stjarnan í næsta leik í Bestu deildinni sem verður líka krefjandi. Þannig það er nóg framundan hjá okkur.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti